Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 31
Blessaðw* staðnr — Ffald Y Urenin í Wales RÓSA ÓLÖF ÓLAFÍUDÓTTIR Síðastliðið sumar aðstoðaði séra Vigfús Ingvar Ingvarsson mig við yfirferð á texta handritsins að bókinni Kæra nafna sem út kom í október 2017. Eftir að Vigfús hafði bent mér á það sem betur mátti fara í texta handritsins, barst tal okkar að stað með undarlegu nafni, Ffald Y Brenin [pald uh brenín] í Wales, en um þennan stað hafði hann raunar aðeins lesið sem einn af hinum svokölluðu „þunnu stöðum“. En þannig er, samkvæmt keltneskri hefð, talað um staði þar sem mikið og lengi hefur verið beðið með þeim afleiðingum að fólk upplifir gjarnan að „skilin milli himins og jarðar" séu þar „þynnri" en annars staðar. Frásögn hans vakti svo sannarlega forvitni mína, sem gerði það að verkum, að þegar heim kom leitaði ég staðinn uppi á netinu. Þegar ég fann slóðina http:// www.ffald-y-brenin.org/ opnaðist afar áhugaverð síða með yfirskriftinni: „Ffald Y Brenin. Christian Retreat Centre and House of Prayer,“ (Kristilegt kyrrðar- og bænahús). Staðurinn ber nafn með rentu því þetta velska nafn merkir Sauðabyrgi konungsins. Ég grandskoðaði vefsíðuna og sá að í nóvember 2017 yrði haldin ráðstefna í Ffald Y Brenin undir yfirskriftinni Kingdom Power and Glory Conference (KPG) sem útleggst á íslensku: „Ráðstefna um kraft og dýrð guðsríkisins." Ég bókaði mig á ráðstefnuna og pantaði hótel, flug og lestarferð og fyrr en varði var ég komin til Fishguard en það er lítið sveitaþorp í Pembroke-skíri á vesturströnd Wales. í LEIGUBÍL ÚR LESTINNI Þegar ég steig út úr lestinni var orðið dimmt og það rigndi, enda klukkan orðin sjö. Á lestarstöðinni beið mín leigubíll. Það var ákaflega ræðinn og glaðlegur bílstjóri sem ók sem leið lá til Ffald Y Brenin. Við höfðum ekki ekið langt þegar hann hóf samræður. í Ijós kom að vinur hans hafði unnið í fiski á íslandi. Sá fór fögrum orðum um land og þjóð að sögn leigubílstjórans. Regnið buldi á rúðunum og þurrkurnar höfðu varla við að fjarlægja það af framrúðunni. Ég spurði bílstjórann hve langt væri til Ffald Y Brenin. „Það er tæplega klukkustundar akstur,“ svaraði hann „sérstaklega í svona slagviðri." Eftir stutta þögn spurði hann og horfði á mig í bílstjóraspeglinum: „Ertu trúrækin (religious)?“ Ég hristi höfuðið. „Hvaða erindi áttu þá til Ffald Y Brenin?“ „Sko, ég er ekki trúrækin hins vegar er ég kristin, hvað varðar trúrækni mína gæti ég kannski sagt að þar þyrfti ég að bæta mig.“ bjarmi | apríl 2018 | 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.