Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 32
Hann horfði brosandi á mig í
speglinum og sagði svo: „Ég er hræsnari."
„Já, er það?“ spurði ég og beið í ofvæni
eftir frekari skýringu á þessari yfirlýsingu
hans. „Jú, mér dettur nefnilega aldrei í hug
að hugsa eða biðja til Guðs, nema þegar
ég er í alvarlegri klípu. Og satt best skal
segja þá lendi ég nú ekki oft í þeim.“ „Já,
svoleiðis," svaraði ég.
Það varð aftur þögn í bílnum þangað
til ég bætti við: „Ég er reyndar hræsnari
líka!“
„Nú?“ Hann horfði spyrjandi á mig.
„Jú, stundum tekst mér ekki að gera það
góða sem ég vil og sit uppi með að gera
það vonda sem ég ekki vil. Kannski tekst
mér betur upp þegar ég hef lokið þátttöku
á ráðstefnunni í Ffald Y Brenin. Hún fjallar
um kraft og dýrð guðsríkis, ég bið þess að
ég öðlist meira af slíku hið innra."
„Já, ég gæti vel trúað að það gæti
gerst“- sagði hann uppörvandi. „Ég keyrði
konu frá lestarstöðinni í Fishguard til Ffald
Y Brenin síðastliðið vor. Hún var óvenju
þögul og niðurdregin. Ég gat varla dregið
upp úr henni orð þessar 40 mínútur sem
það tók mig að aka henni upp eftir. Nú, viku
seinna pantar þessi sama kona bíl hjá mér
til baka til lestastöðvarinnar í Fishguard.
Þegar hún kom inn í bílinn þekkti ég hana
varla fyrir sömu manneskjuna. Hún var
svo glöð og hamingjusöm og við ræddum
saman alla leiðina til baka. Hún sagði
mér að hún starfaði sem félagsráðgjafi
í London og álagið í starfinu hefði orðið
henni ofviða og hún lagst í þunglyndi. Hún
sagðist hreinlega hafa öðlast nýjan kraft
þessa viku í Ffald Y Brenin, auk þess hvarf
þunglyndið frá henni.
Svei mér þá, ég hef sjaldan séð eins
magnaða breytingu á einni konu!!“
„Þér hefur ekki sjálfum dottið í hug
að prófa þennan stað?“ spurði ég og gat
varla varist hlátri.
„Jú, veistu það að ég hef oft hugsað
um það. Kannski læt ég verða af því í
vetur, þegar lítið er að gera við aksturinn."
Það sem vakti kátínu mína voru
kringumstæðurnar. Þarna var maður sem
sagðist vera óguðlegur hræsnari að vitna
fyrir mér, kristinni konu. Mér komu í hug
orð Jesú þegar hann sagði: „Ef þessir
þegja, munu steinarnir hrópa“ (Lúk. 19:40).
í FFALD Y BRENIN
( Ffald y Brenin er lögð mikil áhersla á
að mæta þeim sem þangað sækja með
blessun, hvernig sem gestirnir eru annars
á vegi staddir. Þessi einfalda blessun
hefur oft breytt miklu til góðs fyrir marga -
„orðið til blessunar". Þessi áhersla minnir
á starf hollenska guðfræðingsins Téo van
der Weele sem nýlega kom í eina af sínum
mörgu íslandsheimsóknum.
Ráðstefnuhelgin leið hjá á örskots-
stundu. Ég kynntist alveg einstöku fólki og
dagskráin var yndisleg með samblandi af
fræðslu og lofgjörð. Við komum saman í
gamalli hvítmálaðri kirkju sem stóð í útjaðri
Ffald Y Brenin, í um það bil 40 mínútna
göngufjarlægð.
Við heimsóttum staðinn seinni hluta
laugardagsins. Eins og fyrr er getið hefur
Ffald Y Brenin þann tilgang að þjóna
sem athvarf og bænahús. Margir hafa
leitað þangað til að endurnýjast á anda,
sál og líkama, með frábærum árangri.
Húsakynnin eru gömul steinhlaðin hús
sem hefur verið mjög vel viðhaldið.
Jörðin sjálf er í fjallshlíðum Penbroke-
skíris með gífurlega fallegt útsýni yfir
héraðið. Hjónin Roy og Daphne Godwin
leiða þetta starf. Roy er bæði rithöfundur
og stjórnarformaður Ffald Y Brenin
stofnunarinnar. Hann hefur gefið út tvær
bækur, sú fyrri er metsölubókin Grace
Outpouring (Útdeiling náðar) og sú síðari,
The Way of Blessing (Leið blessunar),
kom nýlega út. Báðar þessar bækur lýsa
verki Drottins í Ffald Y Brenin og útskýra
hvernig Guðs Andi starfar þar. Báðar
hafa þær átt þátt í að efla þá alþjóðlegu
hreyfingu sem breiðst hefur út fyrir verk
Drottins á staðnum.
STOFNUÐ BÆNAHÚS
Á sunnudagsmorgninum, lokadegi ráð-
stefnunnar var fyrirlestur sem Roy Godwin
hélt með aðstoð konu sinnar Daphne.
Yfirskrift fyrirlestrarins var „Local House of
Prayer“ (Staðbundin bænahús). f upphafi
máls síns sagði Roy frá því hvernig
hugmyndin að bænahúsinu kviknaði:
Fyrir nokkrum árum fannst okkur Guð
vera að biðja okkur um að setja á stofn
bænahús í Ffald Y Brenin. Það runnu
satt að segja á mig tvær grímur, bæði
vegna þess að við þekktum fáa hérna
í héraðinu og ég satt að segja taldi mig
ekki verðugan þess að standa að slíku
verki. í raun var ég persónulega ekkert
sérstaklega hrifinn af þessari hugmynd.
Við báðum þó fyrir þessu og deildum
hugmyndinni með þeim sem voru hérna
í Ffald Y Brenin. Niðurstaðan varð sú að
við öðluðumst fullvissu um að þetta væri
vilji Guðs. Innan tveggja mánaða höfðum
við myndað bænavegg og síðar myndað
bænakeðju með fólki sem hafði áhuga
á hugmyndinni. Við báðum óslitið í 12
mánuði, tíu tíma á dag. í kjölfarið urðum
við vitni að yndislegum bænasvörum
sem sameinaði okkur sem mynduðu
bænakeðjuna. Að þessum tíma liðnum
buðum við þessu fólki hingað til Ffald
Y Brenin. Þar tilkynntum við Daphne
að við myndum. ekki halda áfram. Við
Daphne höfðum hins vegar skuldbundið
okkur til að biðja fyrir Wales á hverjum
degi ævina á enda og buðum þeim sem
áhuga höfðu að taka þátt í því að vera
með okkur. Þrjátíu manns þáðu boðið en
báðu jafnframt um að fá ákveðinn ramma
til að byggja bænina á. Roy varð við þeirri
ósk og samdi svokallaða Kaleb bæn (sbr.
4Mós. 13.30).
Kaleb-bænin
Konungur himinsins,
lít í náð til tands okkar.
Vek upp söfnuð þinn;
send þinn Heilaga anda
vegna barna þinna.
Lát ríki þitt koma til lands okkar.
í nafni Jesú Krísts.
Amen
Fjórum mánuðum síðar höfðu 1000
manns skuldbundið sig til þátttöku í
daglegri bæn fyrir Wales á þennan hátt.
32 | bjarmi | apríl 2018