Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 36

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 36
Karlmeimsfliu- hreyffingin Fjórða §kr((an Karlmennskuhreyfing sem kennir sig við „4. skyttuna" hefur breiðst hratt út á síðustu árum. Hún á reyndar rætur að rekja til hugmyndar konu. í september árið 2007 var hollenski presturinn Henk Stoorvogel á fremur leiðinlegum stað í lífi sínu. Hann var ekki í jafngóðu sambandi við nána vini sína og áður og fann til innri tómleika. Ruth kona hans spurði þá Henk mann sinn: „Hvers vegna ekki að stofna hreyfingu karlmanna? Ekki þar sem hist er í einhverjum sölum og talað heldur hreyfingu sem getur boðið spennu og ævintýri!" Þetta hljómaði sem fagnaðarsöngur í eyrum Henks og hann bauð bestu vinum sínum í Hollandi, m.a. tveimur prestum eða forstöðumönnum, í mat til að velta þessu fyrir sér. Henk hafði þá nýlokið lestri bókar Alexanders Dumas um skytturnar þrjár. f bókinni segir frá D'Artagnan, ungum manni með það eina markmið að verða skotliði (musketeer) í liði Frakkakonungs. í för sinni hittir hann skotliðana þrjá: Athos, Portos og Aramis. Saman mynda þessir fjórir harðsnúna sveit fyrir konunginn. Henk útskýrði að þessir fjórir hafi upphaflega verið persónuleg framvarðasveit konungsins franska sem lagði líf sitt að veði fýrir heiður hans. „Einn fýrir alla og allir fýrir einn“ var kjörorð þeirra. Þeir vissu að þeir gætu treyst hver öðrum. Saga þeirra endurspeglaði ósk hreyfingarinnar: Að heiðra konunginn með því að standa saman í úrslitamanndómsrauninni. Hreyfing Fjórðu skyttunnar (eða skotliðans) varð til. Það var svo árið 2008 sem fýrsta „mann- dómsprófið" var útfært í Ardennafjöllunum í Belgíu. Þátttakendur voru 88 hollenskir karlmenn. Þeir fóru saman í gegnum blauta og kalda þrekraun en jafnframt stórkostlegt ævintýri sem átti eftir að breyta lífi þeirra varanlega. Frá árinu 2008 hefur þessi hugmynd breiðst út til Englands, Þýskalands, Belgíu, Bandaríkjanna, Sviss, Þóllands, Suður-Afríku, Austurríkis og Noregs og þúsundir karlmanna tekið þátt. Vinátta hefur styrkst, uppörvun verið meðtekin og tengsl verið mynduð á ný. Þetta hefur gerst í 8-10 manna hópum þar sem menn hafa saman í fjóra daga reynt á sig í glímu við náttúruöflin, sjálfa sig og Guð. Þessu fýlgir líkamleg áreynsla en einnig félagslegur og andlegur innblástur. Úti í náttúrunni og í baráttunni sem fýlgir, fæst nýr styrkur og efld sjálfsmynd og eins og á pílagrímsgöngum er jafnframt um að ræða innra ferðalag frá höfðinu til hjartans. Það ferðalag getur tekið meira á en það erfiði sem líkamlegu áreynslunni fylgir. Tengslin við náttúruna skipta hér verulegu máli, sérstaklega fýrir borgarbúa sem kunna að hafa fjarlægst hana. Tilveran öll er sett í nýjan ramma þar sem Guð og sköpun hans skipa sinn skýra sess. Örar samfélagsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafa skilið marga, ekki síst karlmenn, eftir í nokkurri óvissu um sjálfsmynd sína og stað sinn eða köllun í lífinu. Þessum aðstæðum virðist hreyfing 4. skyttunnar mæta. Vigfús Ingvar Ingvarsson tók saman út frá erlendum heimasíðum. Undir: https:// the4thmusketeer.com má finna síður einstakra landa, t.d. þá norsku eða hollensku (nl) með góðum myndböndum. 36 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.