Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 39

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 39
SPJALLFUNDIR OG SAMKOMA Áhugafólki um möguleika og fyrir- komulag NSU-verkefnisins í söfnuðum gefst kostur á að taka þátt í: Óform- legum spjalltíma með Christian A. Schwarz í Lindakirkju kl. 17:30-18:30. Samkoma - öllum opin - verður í Lindakirkju þetta kvöld, 7. júní, kl. 19:30. Þar verður fjölbreyttur og líflegur söngur og tónlist með Kór Lindakirkju sem Óskar Einarsson stjórnar og væntanlega fleira listafólki. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup íslands og Christian A. Schwarz ávarpa samkomuna og sagt verður frá reynslu af NSU verkefninu í söfnuðum hérlendis og erlendis. Umþessarmundirerunniðaðþessu verkefni í þremur þjóðkirkjusöfnuðum hérlendis. Heimsókn Christians A. Schwarz er merkurviðburðurogdýrmætttækifæritil kynna við þennan þekkta brautryðjanda á sviði safnaðaruppbyggingar. Laugardagsmorgun 9. júní kl. 10- 12 verður spjallfundur í Lindakirkju með Ommund Rolfsen sem oft hefur frætt okkur hérlendis og er þaulvanur vinnu í söfnuðum. Sérstakt tækifæri fyrir söfnuði sem eru að vinna að verkefninu. Malmö United á lúthersknm gruniii Hvítasunnukirkjan Malmö United tók það skref á aðalfundi kirkjunnar í byrjun febrúar að óska eftir inngöngu í Evangeliska Fosterlandsstiftelsen (EFS), rúmlega 150 ára gömul lúthersk kristniboðssamtök, sem starfa nokkuð náið með sænsku þjóðkirkjunni þó sjálfstæð séu. Ákvörðunin á sér nokkurn aðdraganda en Magnus Persson prestur kirkjunnar hefur á liðnum misserum talað máli þessa og leitt söfnuðinn í breytingunum, inn að miðju kirkjunnar, eins og hann orðaði það. Hann hefur lagt áherslu á traustan grundvöll frekar en að horfa einungis á fjöldann. Ritstjóra Bjarma þótti t.d. merkilegt að mæta í kirkju þar í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum og á göngunum voru stórar veggmyndir með tilvitnunum í Ágústínus kirkjuföður og siðbótarmanninn Martein Lúther. í prédikun voru nokkrar tilvísanir í Carl Olav Rosenius, sem var lykilmaður í vakningu í Svíþjóð um miðja 19. öld en áherslur hans og arfur hafa verið mótandi afl innan EFS frá upphafi. United Malmö kirkjan hefur í nokkur ár fylgt helgisiðabók sænsku kirkjunnar í guðsþjónustuhaldinu en annars nýtt sér þá karismatísku tilbeiðslu- og lofgjörðarhefð sem hefur fylgt henni frá upphafi. Sjálfsskilningur flestra sem studdu tillöguna um inngöngu í EFS var sá að halda hinum karismatíska hvttasunnuarfi á skýrum lútherskum guð- fræðilegum grunni. Beðið IVrir múslímum í 30 daga Ramadan, föstumánuður múslíma, gengur í garð 16. maí og færist alltaf smám saman fram á almanakinu þar sem hann fylgir tunglmánuðunum. Kristniboðssamtökin Operation Mobilis- ation gefa árlega út bænadagskrá fyrir þessa daga og þar er beðið fyrir mismunandi hlutum hins múslímska heims. Lesendur Bjarma eru hvattir til að hafa í huga að biðja fyrir múslímum þegar þeir fasta og biðja í ramadan. Bænadagskrána má kaupa á rafrænu formi á sænsku á vefsíðu samtakanna, omsverige.se. bjarmi | apríl 2018 | 39

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.