Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 44
ÞARSEM
HEILBRIGÐI
RÆÐUR,
FELUR
FÓLK EKKI
VEIKLEIKA
SINN
HELDUR ER
ÞAÐÓHRÆTT
VIÐAÐ
VERABER-
SKJALDAÐ
Það er unnt að vera upptekinn af sjálfum
sér án þess að vera meðvitaður um
sjálfan sig.
Næsta stig er að spyrja sig: Hvers
vegna? Hvað gengur á? í samskiptum
sínum við samversku konuna (Jóh. 4) bar
Jesús upp spurningar sem náðu undir
yfirborðið. Hún reyndi aftur á móti að draga
umræðuna annað þegar Jesús fór að beina
sjónum að þorsta hennar eftir kærleika
og ást. í samskiptum við aðra gengu
spurningar hans lengra, þegar hann spurði
„hvers vegna?" Við getum eins spurt okkur
sjálf: „Hvers vegna er þessi asi á mér?
Hvers vegna er ég svona óþolinmóður eða
kvíðinn? Hvers vegna forðast ég að taka
upp óþægileg mál?“ og annað í þeim dúr.
Þarnæsta stig er að tengja fagnaðarerindið
tilfinningalegri heilsu. Hvers vegna reynum
við að fela veikleika okkar og bresti í stað
þess að vera heiðarleg og styðja þar
með hvert annað? Við erum laus undan
kröfu lögmálsins, getum verið við sjálf í
samskiptum hvert við annað og viðurkennt
mistök og veikleika okkar. Mörgum reynist,
því miður, erfitt að segja „Ég gerði mistök,
ég hafði á röngu að standa, fyrirgefðu
mér.“ Við lifum öll á og undir náð Guðs
frá degi til dags. Þetta er leiðin til að leysa
okkur undan óbeinni og ómeðvitaðri kröfu
um að allt sé fágað og fínt, heilt og óbrotið
hjá okkur.
ÖNNUR REGLA: BRJÓTUM VALD
FORTÍÐAR
f tilfinningalega heilbrigðum samfélögum
skilur fólk hvernig fortíðin hefur áhrif á getu
þess til að elska Jesú Krist og aðra. Lífið
sjálft og Ritningin kenna okkur að bein og
óbein tengsl eru milli þess hver við erum
í dag og fortíðar okkar. Margir ytri þættir
hafa áhrif á okkur, en fjölskyldan okkar sem
við ólumst upp hjá er í flestum tilvikum sá
þáttur sem mótað hefur okkur mest. Það
er eins og farangur eða óafgreidd mál sem
við berum með okkur inn í hjónaband okkar
og fjölskyldu, á vinnustað og það kristilega
starf sem við erum virk í. Það er síðan
engan veginn sjálfgefið að Jesús Kristur
fái að móta samskipti okkar við makann
eða aðra sem við umgöngumst. Höfundur
tekur dæmi úr Gamla testamentinu um
óheilbrigð tilfinningatengsl sem höfðu
slæm áhrif. Við þurfum því að gera okkur
grein fyrir hvernig fjölskyldan hefur mótað
okkur og hvað annað hefur haft djúpstæð
áhrif á okkur. Þá fyrst er komin forsenda
fyrir því að við viljum og munum taka
breytingum. í því efni þarf traust okkar að
vera á Guði. Heilbrigt kristið samfélag getur
átt mikinn þátt í bata og breytingum auk
þeirra einstaklinga sem hafa þekkingu og
gjöf til að leiðbeina okkur. Höfundur bendir
einnig á að á fundi þar sem 7 manns eru
samankomnir eru einstaklingar með mjög
ólíkan persónuleika, ólíkt uppeldi, ólíka
reynslu og tilfinningatengsl, þannig að
áhrifavaldar við borðið eru mun fleiri en þeir
sjö sem sýnilegir eru. Loks bendir hann
á að þessi vinna að líta aftur og skoða
áhrifavalda í lífi sínu, þ.e. hvernig maður er
mótaður, er í raun ævilangt verkefni.
ÞRIÐJA REGLA: LIFUM í
BREYSKLEIKA OKKAR OG
BERSKJÖLDUÐ
Þar sem feilbrig^i ræður, felur fólk ekki
veikleika sinn heldur er það óhrætt við
að vera berskjaldað. Lögmál Guðs ríkis
eru önnur en heimsins, ekki að stjórna og
ráðskast með aðra, heldur að leiða aðra
á forsendum mistaka, þjáningar, baráttu
og spurninga - og þora að sleppa takinu
á aðstæðum. Því miður er þetta ekki alls
staðar reyndin í kirkjulegu samhengi. Þegar
áföll verða og stormurinn verður stríður
þarf traust okkar að vera á Drottni sem
miskunnar, ekki á eigin styrkleika. Adam
og Eva fengu þau skilaboð að syndafallið
hefði áhrif á samband okkar við aðra (1.
Mós. 3.16) og vinnu okkar (v. 17-18).
Samskipti mótast þess vegna af þjáningu
og misskilningi. Það á einnig við um
hjónabönd. Við verðum fyrir vonbrigðum
með fólk, okkar nánustu, fólkið í kirkjunni,
vinnustaðnum og víðar. Vinnan mun heldur
ekki fullnægja sál okkar og við alltaf finna
fyrir eirðarleysi og ófullkomleika. Þetta er
dómur Guðs, en um leið hjálp hans til að
við sjáum þörf okkar fyrir frelsara og leitum
44 | bjarmi | apríl 2018