Morgunblaðið - 27.01.2022, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Margt og misjafnt er rætt und- ir dagskrárliðnum störf þingsins. Sumir sem eru að feta sín fyrstu skref ræða skjávarpa og önnur undur nútímans svo koma megi mikilvægum skilaboðunum sem rækilegast inn í höfuð þing- og landsmanna. Aðrir ræða til dæmis beit- ingu laga og þar vakti athugasemd Diljár Mistar Ein- arsdóttur athygli í gær. Hún benti á að þrátt fyrir já- kvæða þróun faraldurs hefðu stjórnvöld gripið „enn á ný til um- fangsmikilla aðgerða fyrir ein- staklinga og fyrir rekstraraðila“. - - - Hún gagnrýndi heilbrigðis- yfirvöld fyrir að hafa gengið hart fram í takmörkunum „og jafnvel hert þær verulega á milli ríkisstjórnarfunda í sömu viku“. Þegar kæmi að því að aflétta vilji stjórnvöld flýta sér hægt. - - - Og Diljá hélt áfram: „Því búum við enn um sinn við gífurlega harðar sóttvarnaaðgerðir þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ým- iss konar afléttingar. Af nógu er að taka. Samkvæmt lögum er stjórnvöldum einungis heimilt að beita sóttvarnaaðgerðum þegar skilgreind hætta er til staðar af sjúkdómi og skilyrði að um sé að ræða ógn við almannaheill. Hafi ekki verið ljóst fyrir nokkru að sú ógn væri ekki til staðar má öllum vera ljóst að sá tími er upp runn- inn.“ - - - Dilja sagði að stjórnvöldum bæri því lagaskylda til frek- ari afléttinga á takmörkunum hvað sem áætlunum og stjórnsýslu liði. Fólk og fyrirtæki í landinu gætu ekki búið áfram við aðgerðir og takmarkanir sem ekki væri stoð fyrir í lögum. Diljá Mist Einarsdóttir Er lagastoðin þrotin? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Feðgarnir Hallgrímur Jónasson þjálfari og Viktor Gísli Hallgrímsson, lands- liðsmarkvörður í handbolta, urðu Íslands- og bikarmeistarar í 2. flokki 2017, Hallgrímur sem þjálfari og Viktor sem leikmaður, en ekki í meistaraflokki eins og misritaðist í myndatexta í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT Tvöfaldir meistarar í 2. flokki Línubáturnn Signý HU, sem gerður er út frá Ólafsvík, lagði 36 bala stutt frá Ólafsvík í gærmorgun og um fjögurleytið kom báturinn að landi eftir að hafa dregið 18 bala og var aflinn um 7,5 tonn á þá að sögn Gísla Bjarnasonar skipstjóra. „Við förum svo út strax eftir löndum til þess að draga restina,“ sagði hann en þetta var síðasti róð- ur mánaðarins. Þótt oft hafi verið ótíð í vetur er góður afli þegar gefur, að sögn Gísla en hann rær ásamt tengda- föður sínum Guðmundi Gunnlaugs- syni á Signýju HU. Á myndinni sést Guðmundur landa úr bátnum eftir fyrri túr dagsins. Góður afli við Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Lögregla rannsakar nú tildrög þess að maður féll útbyrðis við Engey í gærmorgun. Hann fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um miðjan daginn. Í til- kynningu frá lögreglu í gærkvöldi kom fram að talið væri að mað- urinn hefði verið einn á ferð. Umfangsmikil leit var gerð að manninum í gærmorgun eftir að bátur hans fannst mannlaus við Engey. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var send á vettvang sem og björgunarbáturinn Gróa Péturs- dóttir. „Í samráði við hafnsöguvaktina í Reykjavík og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra fór fram eftir- grennslan en engar upplýsingar voru í kerfum Landhelgisgæslunn- ar þess efnis að bátur hefði farið á sjó eða væri strandaður við Eng- ey,“ sagði í tilkynningu. Um klukkan tvö var tilkynnt að leit væri lokið og skipverjinn væri fundinn. Maður fannst látinn - Féll útbyrðis við Engey í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Leit Bátur mannsins fannst við Engey. Lík hans fannst síðar við Sólfarið. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.