Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 Fermist þú ham-borgaralega? WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS 25 borgarar á hverjum bakka! 7 gómsætar tegundir í boði! Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is Kristborg Bóel Steindórsdóttir boel76@gmail.com Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Þ að getur verið hið mesta skemmtiefni að fá fólk til að rifja upp eigin fermingu og aðdraganda hennar því flestir muna þennan dag eins og hann hafi gerst í gær. Hvort sem það er vegna eigin klæðaburðar eða veisluhalda sem fóru úr bönd- unum. Fermingarundirbúningur minn var að sjálfsögðu tekinn al- varlega. Við lásum Líf með Jesú upp til agna og gerðum kristileg verk- efni. Hápunktur fermingarfræðslunnar var foreldralaus ferð í kirkju út á land með gistiplássi. Ég man reyndar ekki nákvæmlega hvernig líf með Jesú var pródúserað í þeirri ferð því orkan fór meira í að skiptast á munnvatni við fermingarbræður og æfa sig í loftfimleikum. Til þess að koma í veg fyrir kynin væru of mikið að hittast var strákum komið fyrir öðrum megin á ganginum og stelpum hinum megin. Þegar allir áttu að vera komnir í koju á kvöldin átti ekki að vera hægt að rápa á milli herbergja. Fermingarbræður og -systur með rýmisgreind áttuðu sig þó á því að fyrir ofan hvert herbergi var gluggi sem hægt var að opna. Þegar búið var að opna gluggann upp á gátt var hægt að læðast yfir þakið og fara yfir gluggana hinum megin á ganginum. Þetta var að sjálf- sögðu gert og er í raun mesta mildi að enginn hafi slasast því það var svo hátt upp í gluggann og það þurfti mikinn kjark til að framkvæma þetta. Allt var þetta þess virði og þegar fermingarsystkinin komu til baka úr ferðinni voru þau útlærð í kristilegum fræðum og gott betur. Þegar kom að fermingunni sjálfri var lögð rík áhersla á það að útgang- urinn væri ekki sjoppulegur. Því urðu svartar sléttflauelsstuttbuxur fyrir valinu sem amma mín saumaði á mig og hvít skyrta með svo stórum kraga að hæglega hefði verið hægt að fljúga á milli landshluta á krag- anum einum saman. Við þessa klassísku múnderingu var boðið upp á nælonsokkabuxur, flatbotna skó úr 17 og slöngulokka. Þeir voru hann- aðir af hárgreiðslunemanum í næsta húsi. Allt var þetta ógurlega fínt nema fermingarbarnið fyllti helst til of vel út í fermingarfötin. Fermingar- barnið hafði gætt þess vel að missa ekki úr máltíð fram að fermingu og náttúrulega langt fram á fullorðinsár. Það var ekki búið að finna upp púlsmæla og hot fitness og því var þemað svolítið eins og lítill feitur engill á skýi hefði verið settur í slétt- flauelsbuxur. Það eina sem hefði get- að toppað þetta er ef fermingar- barnið hefði látið brúnkusprauta sig fyrir stóra daginn og fengið förðun hjá stóru systur hennar Lillu, en um það má lesa hér í blaðinu! Líf með Jesú MartaMaría Winkel Jónasdóttir 1 Hverjir eiga að vera á gestalistanum? Þú þarft að byrja á því að átta þig á hvað þú ætlar að bjóða mörgum og hvar línan liggur. Á að bjóða nánustu fjöl- skyldu og vinum eða fara út í stærra vina- og fjöl- skyldumengi? 2 Hvar á veislan að vera? Þegar þú ert búin/n að gera gestalistann er auðveldara að átta sig á því hvort þú þarft að leigja Laugardalshöllina eða hafa veisluna heima í þriggja herbergja íbúðinni. 3 Veitingar? Þegar þú ert búin/n að ákveða stað- setningu þá þarf að skipuleggja hvað á að bjóða upp á í veislunni. Ef þú ætlar að hafa pinnamat í veislunni en hefur ekki hugmynd um hversu mikið af mat þú þarft þá er ágætt að hafa í huga að yfirleitt er gert ráð fyrir um það bil 11 bitum á mann. 4 Hvað áttu mikla peninga? Það skiptir máli að gera kostnaðaráætlun svo veisluhöldin fari ekki úr böndunum. Þegar þú gerir kostnaðar- áætlun skaltu taka allan kostnað saman, ekki bara stærstu póstana. Allar ferðirnar í búðina á síðustu stundu geta talið hraustlega og sett strik í reikninginn ef ekki er gert ráð fyrir slík- um kostnaði. 5 Hvernig verður útlitið? Vill fermingar- barnið hafa litaþema? Ef svo er þá þarf að undirbúa það í tíma og hafa í huga að ef veisl- an er í sal þá þarf svolítið mikið skraut. Lif- andi blóm eru alltaf falleg í veislum og fal- legt að setja þau í gamlar sultukrukkur eða gosflöskur. 6 Boðskort? Hér áður fyrr var oft mikið lagt í boðskortið en í dag er al- gengast að fólk bjóði í veislur í gegnum félagsmiðla eins og Facebook. Þá skiptir máli að allar upplýsingar séu skýrar, hvar veislan sé og klukkan hvað. Eins skiptir máli að velja fallega mynd af fermingarbarninu. Í aðdraganda veislunnar Ljósmynd/Colourbox atriði til að hafa bak við eyrað Það getur valdið fólki töluverðum kvíða þegar fermingarveisla er fram undan. Hvernig á að skipuleggja veisluna? Á hverju á að byrja og á hverju á að enda? Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eru að undirbúa fermingu. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir mm@mbl.is 8 er svo hægt að peppa mannskapinn upp með myndböndum af fermingarbarninu eða bara góðum og glötuðum lögum af YouTube. 7 Í hverju á fermingarbarnið að vera? Margir myndu segja að fatnaður og hár- greiðsla ættu að vera efst á lista en málið er að það þýðir ekkert að kaupa fermingarföt ár fram í tímann því börn á þessum aldri geta stækkað á ógnarhraða. Á veirutímum lentu sumir foreldrar í því að börnin þeirra voru löngu vaxin upp úr fötunum þegar kom að fermingunni og auglýstu sumar verslanir það sérstaklega að hægt væri að skipta of litlum fermingarfötum. 8 Myndataka Þótt allir og amma þeirra séu orðnir ljósmyndarar með tilkomu snjallsímanna þá jafnast ekkert á við fallegar ljósmyndatökur sem framkvæmdar eru af fagmönn- um. Þótt myndataka kosti peninga og geti verið vesen þá er hún al- gerlega þess virði þegar fram í sækir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.