Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 6

Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 Fabrikkusmáréttir í fermingarveisluna HEITIR VÆNGIR Heitir kjúklingavængir (Hot wings) (1 kg.) Bornir frammeð gráðostasósu og hotwings sósu. BBQVÆNGIR BBQ kjúklingavængir (1 kg.) Bornir frammeð hvítlaukssósu og BBQ sósu. WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR F ermingardagurinn minn var al- veg frábær þrátt fyrir kórónuveir- una. Ég fékk að halda tvær tutt- ugu manna veislur sem var alveg nóg því ég var orðin svolítið úrvinda eftir daginn.“ Hvernig var undirbúningurinn? „Við fermingarbörnin mættum í messur á hverjum sunnudegi og gengum til prests einu sinni í viku. Í fræðslunni lærði ég að jafnvel þótt þú gerir eitthvað slæmt einu sinni þýðir það ekki að þú sért slæm manneskja alltaf.“ Sara og Elsa Nielsen, móðir hennar, fóru reglulega á kaffihús saman að ræða hvernig veislurnar áttu að vera. „Fermingardagurinn var afskaplega indæll. Ég vaknaði og græjaði mig fyrir kirkjuna. Eft- ir athöfnina fórum við fjölskyldan heim að undirbúa veislurnar. Þeirri seinni lauk um sex- leytið og þá hvíldi ég mig vel eftir skemmti- legan og vel heppnaðan fermingardag,“ segir Sara. Minni veislur geta líka verið skemmtilegar Hún er á því að þó ekki hafi verið hægt að halda hefðbundna fermingarveislu hafi tvær Litlar veislur geta líka verið góðar Sara Pálsdóttir er í 9. bekk í Valhúsaskóla. Hún fermdist í fyrra í Seltjarnarneskirkju og var mjög ánægð með ferm- inguna sína, þrátt fyrir að halda veisluna á tíma þegar einungis 20 manns máttu koma saman. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 5 SJÁ SÍÐU 8 Söru þótti fermingin virkilega skemmtileg og bara notalegt að halda tvær minni veislur fyrir fjölskylduna. Það var flókið að setja saman fermingu á þeim tíma þegar reglur í kringum kór- ónuveiruna voru stöðugt að breytast. Fermingardagurinn var afskaplega indæll. Ég vaknaði og græjaði mig fyrir kirkjuna. Eftir athöfnina fórum við fjölskyldan heim að undirbúa veislurnar. Þeirri seinni lauk um sexleytið og þá hvíldi ég mig vel eftir skemmtilegan og vel heppnaðan fermingardag. Sara var í háum hælaskóm sem móðir hennar gifti sig í á sínum tíma. Hún mælir með því fyrir alla að vera með auka skó til taks til að hvíla fæturnar. Ljósmyndir/Kristín Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.