Morgunblaðið - 11.03.2022, Page 24

Morgunblaðið - 11.03.2022, Page 24
OFTAST-borðbúnaðurinn frá IKEA er hlutlaus, stílhreinn og fallegur og því tilvalinn í veisluna, sama hvaða litaþema eða veisluföng verða fyrir valinu. Hann lítur út fyrir að vera úr beinpostulíni en er úr þunnu og fág- uðu hertu gleri og þess vegna á það frábæru verði að það er jafnvel hag- stæðara að kaupa í stað þess að leigja matarstell. Hann er afar end- ingargóður og því getur þú lánað hann áfram og auðvitað notað hann fyrir næstu veislur. Borðbúnaðurinn er að auki staflanlegur og fyrir vikið fyrirferðarlítill þegar hann er ekki í notkun. Kaupa eða leigja? Það getur verið hentugt að eiga kökudiska á lager ef fólk er reglulega með veislur. OFTAST-borðbúnaðurinn fæst í IKEA og er á góðu verði. Stakur kökudiskur kostar 150 krónur. ungis þrjú fermingarbörn í athöfninni og þeirra nánustu aðstandendur viðstaddir. „Heiða fermdist því með tveimur bestu vinkonum sín- um og úr varð einstaklega persónuleg, falleg og skemmtileg athöfn. Prestarnir beindu orðum sínum til stúlknanna og and- rúmsloftið var mjög gleðilegt og afslappað. Tónlistin var nútímaleg og mjög viðeigandi. Það sem gerði athöfnina einnig skemmtilega og sér- staka er að kirkjan sem Heiða fermdist í, Ástjarnar- kirkja, er nýlega byggð og þegar fyrsta skóflustungan var tekin þá var hún fengin til verksins þar sem hún var virk í barnastarfi kirkjunnar. Við höfum því alltaf kallað kirkjuna Heiðukirkju.“ Tóku snemma þá ákvörðun að stressa sig ekki á ástandinu Oddný er sannfærð um að það sé frekar flókið að ferma á kórónuveirutímum. „Við tókum snemma þá ákvörðun að vera ekki að stressa okkur á þessu og festa ekki neitt langt fram í tímann. Reynslan var búin að kenna okkur að við þetta verður ekki ráðið og því nauðsynlegt að taka því sem höndum bar. Enda sannaði það sig, það var ekki hægt að halda stóra veislu. Við gerðum eins gott úr aðstæðum og við gátum, fermingin fór fram og var dásamleg. Að henni lokinni hittist stórfjölskyldan heima og við héldum litla veislu fyrir okkar nánustu. Úr varð mjög skemmtilegur dagur þar sem fermingarbarnið naut sín í hvívetna með sínum bestu vinkonum og fjölskyldu. Eftir á að hyggja var þetta kannski bara með betri móti því allir gáfu sér svo góðan tíma og allt var afslapp- að og þægilegt.“ Hafa reynt að halda veislu þrisvar sinnum Fjölskyldan hefur nú reynt að halda stærri veislu nokkrum sinnum. „Í fyrstu tvö skiptin þurftum við að hætta við vegna fjöldatakmarkana en í þriðja skiptið leit út fyrir að ferm- ingarbarnið yrði ekki á landinu þar sem hún var valin í unglinga-landsliðið í fimleikum og átti að keppa á móti í Belgíu og því var sú dagsetning einnig blásin af. Við ætl- um því að gera fjórðu atlögu að veislunni og höfum ákveðið að halda sumarveislu í upphafi sumars, nú rúmu ári eftir fermingardaginn.“ Hvernig verður veislan? „Við ætlum að leigja sal en erum ekki alveg búin að taka ákvörðun um hvar. Hvað varðar veitingar og annað slíkt þá er ósk fermingarbarnsins að hafa smárétti, tapas og kökur og munum við leyfa henni að ráða því enda er það stórgóð hugmynd. Við leggjum ekki mikið upp úr skreytingum og munum því velja sal í takt við það. Við viljum forgangsraða á þann hátt að í stað þess að leggja út í mikinn kostnað við skreytingar þá kjósum við frekar að fá skemmtiatriði í veisluna, eins og söngvara sem syngur nokkur lög fyrir fermingarbarnið. Við viljum einnig fá ljósmyndara í veisluna sem tekur myndir þar.“ Vildi hafa fermingarbarnið í fókus Oddný undirbjó sig fyrir fermingardag dóttur sinnar í takt við allt annað, á frekar hóflegan og lágstemmdan hátt eins og hún segir sjálf frá. „Ég vildi leggja áherslu á að gera daginn eins ánægju- legan og eftirminnilegan fyrir fermingarbarnið og hægt var. Ég sá nú bara um að punta mig sjálf og átti nóg af föt- um að velja úr fyrir daginn. Það er spurning hvort mað- ur kaupa sér ekki fallegan sumarkjól fyrir sumarveisl- una.“ Ef Oddný hefur lært eitthvað í fermingarferlinu með dóttur sinni þá er það að taka allar ákvarðanir varðandi ferminguna sjálfa með fermingarbarninu. Undirbúning- urinn getur verið góð samvera með barninu. „Mér finnst einnig mikilvægt að vinna þetta allt í sam- vinnu við fjölskylduna og leyfa öllum að taka þátt. Þegar á hólminn er komið þá er fermingin og allt sem henni fylgir stór stund hjá fjölskyldunni í heild sinni og því af- ar mikilvægt að allir taki þátt og fái að njóta sín.“ Ljósmyndir/Hulda Margrét Ragnheiður Jenný býr á Völlunum í Hafnafirði og gengur í Hraunavalla- skóla. Hennar helsta áhugamál eru fimleikar en hún æfir með Björk- unum í Hafnarfirði. Við viljum forgangsraða á þann hátt að í stað þess að leggja út í mikinn kostnað við skreytingar þá kjósum við frekar að fá skemmtiatriði í veisluna, eins og söngvara sem syngur nokkur lög fyrir fermingarbarnið. Við viljum einnig fá ljósmyndara í veisluna sem tekur myndir þar Ragnheiður Jenný fermdist þann 10. apr- íl í fyrra á þeim tíma sem mikil óvissa ríkti í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Hún keypti þennan kjól í Gallerí 17. Ragnheiður Jenný er í unglingalandsliðinu í fimleikum og þurfti að hliðra til með ferming- arveisluna sína, vegna keppnisferðalags sem hún þurfti að fara í. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 allegt fyrir islunae F v Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Kjóll kr. 11.990 Kjóll kr. 8.990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.