Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 og skráður í þjóðkirkjuna svo í raun kom ekkert annað til greina, en systkini mín og foreldrar hafa einnig fermst í kirkjunni svo ég hugsaði ekki mikið út í annað. Mér finnst fermingarfræðslan erfið þar sem ég á svo erfitt með að einbeita mér og við erum svo mörg saman í fræðslunni. Mér finnst lærdómur hennar helst vera í því að sjá tilganginn og hvað Guð gerir. Við erum líka að fjalla um kærleika og það að bera virðingu fyrir öðrum, sem veitir ekki af í dag. Svo fórum við í fermingarferðalag í Vatnaskóg sem var svakalega skemmtilegt.“ Fullkomið tækifæri til að halda Liverpool-veislu Mikael segir að sig hafi alltaf langað að halda veislu eða afmæli með Liverpool-þema. „Þegar ég var svo farinn að mæta í messur og gera mér almenni- lega grein fyrir því að það yrði veisla fékk ég hug- myndina um að þetta væri fullkomið tækifæri til að halda Liverpool-veislu,“ segir Mikael og Ásta bætir við: „Við ætlum að reyna að taka þetta alla leið, eða eins langt og við getum. Við erum búin að ákveða þrjá meginliti fyrir veisluna; rauðan, svartan og hvítan, allt litir sem nokkuð auðvelt er að nálgast í skrauti og öðru. Við leituðum hugmynda á netinu og spurðumst fyrir á fermingarsíðunum. Við höfum skoðað skraut á innlendum netsíðum en ekki haft mörg tækifæri til þess að fara saman og skoða. Í dag er hægt að fá Liverpool-gestabók, fermingar- kerti, boðskort og tertur, þannig að við ættum að geta gert nokkuð góða og flotta fermingarveislu. Við stefnum á að vera með mynda- sýningu í veislunni og Mikael mun einnig segja okkur orð. Hann hefði sjálfur viljað fá Friðrik Dór til að koma í veisluna þar sem hann er mikill aðdáandi,“ segir Ásta kímin. Þakklátur foreldrum sínum Mikael segir það hafa kom- ið sér á óvart hve mikill undir- búningur er fyrir stóra daginn. „Mamma var farin að huga að sal fyrir veisluna fyrir ári og ég vissi ekki að hve mörgu þarf að huga til þess að gera flotta veislu, en það fer mikill tími og peningur í þetta,“ segir Mikael og bætir því við að hann hafi tekið mikinn þátt í hugmyndavinn- unni. „Mér finnst mjög gaman að vinna í þessu og hef ég verið að skoða hugmyndir um þemað og slíkt með mömmu. Hún sér svo að mestu undirbúninginn en ég mun svo hjálpa til þegar við förum að græja veisluna þegar nær dregur.“ Það stendur ekki á svari hjá Mikael þegar hann er spurður hverju hann langi að klæðast á fermingardag- inn: „Mig langar helst að fermast í Liverpool-búningi, ég á rauðar Liverpool-buxur, en ég fæ nú sennilega ekki leyfi fyrir því,“ segir Mikael og hlær. „Ég á eftir að fara og finna mér föt en held að ég muni velja einhverjar töff en sparilegar buxur, ásamt skyrtu og jakka. Svo langar mig að vera í Nike Air Force-skóm, eða eitthvað slíkt. Við vinirnir verðum ekkert endilega eins klæddir, þó líklega flestir í svipuðum skóm, en við verðum allir mjög flottir,“ segir Mikael sem er með puttann á púlsinum þegar kemur að fermingartískunni. „Ég held að hún sé alls konar og ekkert eitt rétt. Ég held samt að það sé „in“ að vera í íþróttaskóm við sparifötin, enda bæði þægilegt og flott.“ Langar í miða á Liverpool-leik í fermingargjöf Mikael er fullur tilhlökkunar fyrir fermingunni og öllu því sem henni tengist. „Ég hlakka mest til að fá að fermast og er þakklátur fyrir allt það sem foreldrar mínir eru að gera fyrir mig varðandi veisluna og að gera daginn flottan. Ég hlakka til að halda veislu fyrir fólkið mitt, en auðvitað er ég líka spenntur að fá gjafir, ég væri að ljúga ef ég segði það ekki,“ segir Mikael, en heitasta óskin er þó að fá miða á leik með Liverpool í fermingargjöf. AFP Þegar ég var svo farinn að mæta í messur og gera mér almennilega grein fyrir því að það yrði veisla fékk ég hug- myndina um að þetta væri fullkomið tækifæri til að halda Liverpool-veislu. Mikeal ætlar að vera í sparibuxum og skyrtu í fermingunni og að sjálf- sögðu í Nike-skóm. Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is FERMINGAGJAFIR Þarf ekki próf eða tryggja! 125 kúbika fjórgengis fjögurra gíra með kikk- starti. 14/12 tommu felgur. Sætishæð 80 cm. Þyngd 69 kg. 5,5 lítra bensíntankur. 180 kúbika sjálfskipt fjórhjól með rafstarti og bakkgír.10 tommu felgur. Sætishæð 74 cm. Þyngd 105 kg.5,5 lítra bensíntankur. L 157 x B 102 x H 103 cm. 10 hestöfl á 8000 rpm. 50cc bensín fjórgengisvespur. EURO4 vottaðar, minni mengun, minni eyðsla. 12 tommu felgur. Bein innspýting. Frábær í skólann og snattið. Litir: Rautt, svart eða hvítt. Kr. 349.900,-Kr. 479.000,-Kr. 299.000,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.