Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 30
S tefanía Klara Jóhannsdóttir fermd- ist 23. maí í fyrra. Hún býr í Snæ- fellsbæ og fermdist í Ingjaldshóls- kirkju á Hellissandi. Þegar hún hugsar til baka eru nokkrir hlutir sem koma upp í hugann tengt fermingunni. Hún mælir með því við alla að njóta dagsins og gera sem mest úr honum. Stefanía er skemmtileg stelpa sem spilar á trompet og æfir crossfit. Hún er fjölskyldumanneskja sem hefur gaman af því að vera í kringum fólk og ferðast. Hún lagði mikla vinnu á sig fyrir ferm- inguna, sér í lagi hvað viðkom fermingar- fræðslunni. Fannst þægilegt að fermast í litlum hópi „Mér fannst mjög þægilegt að fermast á Ingjaldshól af því að það voru ekki margir í kirkjunni og við vorum bara fjögur sem fermd- umst þann dag. Ég var stressuð fyrir deginum og sérstaklega að ganga inn í kirkjuna af því að á fermingaræfingunni klúðruðum við því svo oft. Það gekk allt vel og ég var ánægð að vera fermd af því að ég lagði mikla vinnu í fermingarfræðsluna.“ Hárið á Stefaníu var einstaklega fallegt og fór hún til vinkonu móð- ur sinnar fyrir myndatökuna og síðan á hár- greiðslustofu í Ólafsvík fyrir veisluna. Hún keypti fermingarkjólinn í Gallerí 17. „Systir mín hjálpaði mér að velja kjólinn og tókum við áhættuna að panta hann á netinu. Sem betur fer passaði hann fullkomlega. Svo var ég með sjal sem amma mín átti.“ Líður vel úti í náttúrunni Fermingarljósmyndirnar voru teknar úti í náttúrunni og voru einstaklega fallegar mynd- ir teknar af Stefaníu meðal annars með hljóð- færið sitt. „Mér fannst þægilegra að vera úti því mér líður vel í náttúrunni. Við tókum myndirnar í Mosfellsbæ, sem er svæði sem ég þekki mig vel á.“ Stefanía á mjög góðar minn- ingar frá fermingunni. „Dagurinn byrjaði á því að ég gerði mig tilbúna fyrir daginn og svo fór mamma með mér á hárgreiðslustofuna. Eftir það fórum við fjölskyldan í kirkjuna og ég fermdist. Eftir athöfnina fórum við heim og gerðum allt tilbúið fyrir veisluna. Við gátum ekki boðið mörgum í veisluna út af kórónu- veirufaraldrinum, en allt fólkið sem skiptir mig mestu máli var þar.“ Hvað fékkstu fallegt í fermingargjöf? „Ég fékk ferð til Berlínar frá mömmu og pabba í fermingargjöf. Við höfum ekki ennþá komist út af kórónuveirunni en við stefnum á að fara á þessu ári.“ Að njóta fermingardagsins mikilvægast Það sem Stefaníu fannst dýrmætast við ferminguna var að deila deginum með fólkinu sínu. „Það sem stóð upp úr á fermingardegin- um var að ég hitti alla fjölskylduna, sem var ekki búið að gerast í svolítinn tíma út af kórónuveirunni. Ef ég mætti ráðleggja þeim sem fermast á þessu ári, þá væri það helst að hugsa ekkert um hvað aðrir eru að gera heldur bara að njóta dagsins, af því hann snýst um þig og engan annan.“ Stefanía Klara Jóhannsdóttir ákvað að láta taka fermingar- myndirnar af sér úti í náttúr- unni. Hún segir það hafa verið afslappað og skemmtilegt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Stefanía segir mikilvægt fyrir alla sem fermast að muna að dagurinn er dagur fermingarbarnanna. Hún lagði mikið upp úr því að vera með fallegt hár á fermingar- daginn og fyrir myndatökuna. Fallegt að taka ljósmyndir úti í náttúrunni Ljósmyndir/Rán Bjargardóttir Rán Bjargardóttir tekur fallegar ljósmyndir á fermingardaginn. Hér má sjá mynd af allri fjölskyldunni sem fagnaði með Stefaníu. Stefanía býr í Snæfellsbæ en fékk frænku sína, Rán Bjargardóttur ljósmyndara, til að taka myndir af sér í Mosfellsbænum. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.