Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 48
F yrir fallega áferð húðar er mikilvægt að undirbúa hana vel með miklum raka og ferskleika. Með léttu rakakremi verður húðin þéttari og áferðarfallegri. Mitt uppáhaldskrem þessa dagana er Ultra Facial-gelkremið frá Kiehl‘s sem viðheldur raka allan daginn og kemur í veg fyrir rakatap. Ég leyfi rakakreminu að ganga vel inn í húðina áður en ég ber léttan farða á. CC+ kremið frá IT Cosmetics gefur endingargóða, jafna og ljómandi áferð allan daginn. Það gefur miðlungs þekju, jafnari áferð húðar, fyllir hana raka og næringu og verndar. Fyrir enn léttari áferð er æðislegt að blanda Ultra Facial-gelinu og CC+ kreminu saman! Touche Éclat-töfrapenninn er svo minn uppáhaldshyljari og highlighter fyrir heilbrigt og ljómandi útlit. Ég nota hann á augnsvæðið, í kringum varir og nef og á þau svæði sem ég vil lýsa upp. Að lokum nota ég kremkinnalit og -skyggingarstifti frá Lancôme, þar er lykillinn að nota minna en meira og blanda formúluna vel á kynnar, enni og nef,“ segir Björg. Björg leggur áherslu á fallega húð í fermingarförðun og notar oft létt sólarpúður eða mildan brúnan augnskugga yfir allt augnlokið. Hún dregur svo ljómandi augn- skuggablýant frá Lancôme eftir augnháralínunni og blandar hann upp á við. „Með þessu móti römmum við inn augnsvæðið án þess að taka áhersluna frá húðinni. Ég toppa svo augnförðunina með Idôle-maskaranum frá Lan- côme fyrir sveigðari, þéttari og lengri augnhár og Couture Brow- augabrúnagelinu frá YSL fyrir þéttari og skarpari augabrúnir.“ Glossaðar varir eru mjög vinsælar fyrir fermingardaginn og verða áfram í vor og sumar. „Mín uppáhaldsvaratvenna fyrir mótaðar en náttúrulegar varir eru Lip Styler-varablýantur í lit nr. 326, natural mauve, og Mademoiselle Shine gloss frá Lancôme nr. 224, Shine with Pleasure. Ég nota varablýantinn til að móta varir með því að draga hann eftir varalínunni við munnvikin og fer svo aðeins út fyrir línuna þegar ég dreg hann að miðju efri og neðri vara. Með þessu móti stækkum við varirnar aðeins. Ég fylli svo að mestu inn í varirnar með blýantinum nema alveg í miðjunni, með þessu móti fáum við fallega skyggingu á varirnar. Að lokum dreg ég varaglossið yfir fyrir ferskleika og fallegan glans,“ segir Björg og mælir með All Nighter Setting-spreyi frá Urban Decay því það stuðlar að 16 klukkutíma endingu og gerir förðunina vatnshelda. Náttúruleg og ljómandi förðun á fermingar- daginn Björg Alfreðsdóttir, förðunarfræðingur hjá Terma snyrtivöru- heildsölu og YSL á Íslandi, segir fermingarförðunina svipaða og síðustu ár þar sem áhersla er á jafna, náttúrulega og ljómandi húð þar sem léttur augnskuggi og glossaðar varir toppa lúkkið! MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Það skiptir máli að fermingarförðun sé eins náttúruleg og hægt er. CC+ kremið frá IT Cosmet- ics gefur fallega og náttúrulega áferð. Ultra Facial- gelkremið frá Kiehl‘s hentar vel fyrir yngri húð. Það er fallegt að skyggja andlitið með ljómavörum í stiftformi. Ljóma- penninn frá YSL er í uppáhaldi hjá fólki á öllum aldri. Augabrúnirnar verða svo fal- legar ef þær eru mótaðar örlítið. Varalita- blýantar hafa sjaldan verið vinsælli en akkúrat núna. Stift kinnalitir eru svo mikil snilld. Þeir henta fyrir all- an aldur. 48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.