Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 52

Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 52
Ljósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir 1 32 5 64 Skref fyrir skref: Krullaðu þig sjálf Sara Dögg Johansen farðaði Hafdísi Renötudóttur og Hild- ur Sumarliðadóttir stíliseraði. 1 Gerðu eina skiptingu og festu restina af hárinu upp með spennu. Taktu lítinn lokk og krullaðu hann med Rod VS1 krullujárninu frá HH Sim- onsen. Endurtaktu í alla skiptinguna. 2 Gerðu aðra skiptingu fyrir ofan þessa fyrstu og krullaðu litla lokka með Rod VS4 frá HH Simonsen. 3 Með því að gera minni skiptingar verða til fleiri krullur. Stærri skiptingar gefa mýkri og léttari krullur. 4 Krullaðu næstu skiptingu. Með Rod VS1. Næstu þar á eftir með Rod VS4 og svo koll af kolli í allt hárið. 5 Krullaðu fremstu lokkana í áttina frá andlit- inu. 6 Greiddu í gegnum hárið fyrir mjúkar og líf- legar krullur. Í lokin er gott að úða hárspreyi yf- ir hárið svo það haldist svona í marga klukku- tíma. Að vera með vel krullað hár er fallegt hvort sem fólk er að láta ferma sig eða á leiðinni í teiti. Krullujárnin frá HH Simonsen eru auðveld í notkun og ætti hver sem er að geta krullað hárið fallega með því að fylgja nákvæmum leiðbeiningum. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Theódóra Mjöll notaði þessi tvö krullujárn frá HH Simonsen. Rod VS4 og Rod VS1. H árgreiðslumeistarinn Theodóra Mjöll sýnir hér hvernig best er að bera sig að með því að krulla hárið á Hafdísi Renötudóttur. Áður en hafist er handa skiptir máli að hárið sé vel þvegið og gott er að setja hitavörn í hárið áður en það er þurrkað. Gott er að blása hárið áður en það er krullað. Þegar búið er að blása hárið og þurrka það þá skaltu byrja aftast. 52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.