Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 56

Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 56
D agbjört Lilja býr með fjölskyldu sinni á Akureyri og gengur þar í Brekkuskóla. Hinn 11. júní mun hún fermast frá Akureyr- arkirkju. „Fermingin er í grunn- inn fremur hefðbundin, en með okkar áherslum. Dagbjört Lilja hefur verið viðloð- andi ýmiskonar kristilegt starf frá því hún var barn, svo sem sumarbúðir og barnastarf kirkj- unar yfir vetrartímann. Hún hafði snemma af- ar sterkar skoðanir á trúnni sem hún hefur út- fært og komist að sínum niðurstöðum án nokkurrar aðkomu okkar foreldranna. Hún hefur alla tíð verið bæði forvitin og gagnrýnin og eftir að hafa hugsað málið valdi hún að staðfesta skírn sína,“ segir Brynja Björg Vil- hjálmsdóttir, móðir Dagbjartar Lilju. Var aldrei í vafa með ferminguna Dagbjört Lilja fór snemma að sýna biblíu- sögunum áhuga. „Ég man þegar ég var lítil, þá hlustaði ég á sögurnar um Guð og sumar fannst mér skrýtnar. Svo voru okkur sagðar dæmisögur af Jesú og ég man að ég spurði mömmu hvort þær hefdu gerst í alvöru, en mamma sagðist ekki vera viss, en spurði mig á móti hvernig mér liði við að hlusta á þær. Þá man ég að mér fannst svo gott að hugsa til þess að það væri eitthvað gott í kringum okk- ur sem við myndum kannski ekki sjá en þó finna og gætum með því haft áhrif á það hvernig við komum fram við aðra. Ég man svo vel að mamma og pabbi voru alltaf að spyrja mig: Hvað heldur þú? Mér mátti bara finnast það og þurfti ekkert að segja af hverju. Svo í fyrra þegar mamma spurði hvort ég ætlaði að fermast fannst mér það svo skrýtin spurning því mér fannst það aldrei spurning. Ég hef einhvern veginn alltaf ætlað að gera það,“ seg- ir Dagbjört Lilja, sem hlakkar eðlilega mikið til stóra dagsins og er alveg með forgangs- atriðin varðandi hann á hreinu: „Ég er eig- inlega spenntust fyrir að hitta alla fjölskyld- una mína saman, en ég er svo glöð því þau búa ekki öll á Akureyri og frændur mínir sem búa í útlöndum ætla að koma. Svo koma vonandi líka einhverjar vinkonur mínar frá Neskaup- stað. Mér finnst líka svo gott að mamma mín og stjúppabbi og svo pabbi minn og stjúp- mamma eru að gera veisluna mína saman. Ég er svo spennt að eiga daginn með þeim öllum,“ segir Dagbjört Lilja. Nammibar með öllu uppáhaldsnamminu síðan í æsku Fermingarveislan verður haldin í sal Brekkuskóla og segja má að boðið verði upp á nokkuð óvenjulegar veitingar. „Dagbjört Lilja er mikill aðdáandi „samloku og djús“- veitinganna sem hafa verið í sölu hjá Ísbúð Akureyrar og myndi helst vilja bjóða öllum gestum upp á stórt „combo“-tilboð. Hún er mikil íþróttakona með sterkar skoðanir og þetta er eitthvað það besta sem hún fær og ákváðum við foreldrarnir að reyna með ein- hverjum hætti að útfæra hennar ósk með okk- ar útgáfu af samlokum og djúsi. Amma Dag- bjartar Lilju mun svo baka hina víðfrægu marenstertu, auk þess sem við verðum með heimatilbúinn nammibar þar sem allt uppá- haldsnammi fermingarstúlkunnar síðan hún var lítil verður á boðstólum, en hún átti það til að verða mjög nammisvöng,“ segir Brynja Björg og hlær. Litaþemað er svart, hvítt og rósgyllt Fermingarundirbúningurinn hófst fyrir ári með því að velja dagsetningu og bóka sal. „Við mæðgur höfum svo rætt það reglulega hvern- ig hún sér daginn fyrir sér, hvað séu raunhæf- ir kostir og komum okkur þaðan á sameig- inlegan grundvöll. Undirbúningurinn hefur farið vaxandi og höfum við legið yfir ýmsum heimasíðum til innblásturs fyrir skreytingar. Dagbjört Lilja valdi litaþemað, sem verður svart, hvítt og rósgyllt. Mér þykir sjálfri alveg óskaplega gaman að halda veislur, undirbúa og skreyta. Þar af leiðandi er ýmislegt til sem notað verður, svo sem kertaluktir. Við mæðg- ur höfum svo útbúið vasa og fleira úr gler- flöskum og krukkum. Blómaskreytingarnar verða í þemalitunum og annað skraut er mikið endurnýtt, poppað upp með blómum úr garð- inum hjá langömmu og því sem pantað verður á netinu. Auk þess verða myndir af ferming- arbarninu, blakboltinn hennar og gönguskíðin í salnum. Í stað hefðbundinnar gestabókar verður minningabók sem Dagbjört Lilja er að undirbúa en við munum taka polaroidmyndir af öllum gestum sem skrifa svo skemmtilegar kveðjur til hennar í bókina. Við höfum gert þetta áður og það er virkilega gaman að skoða þessar bækur aftur síðar. Varðandi veitingar þá eigum við góða frysti- kistu og höfum getað unnið okkur aðeins í haginn. Svo eru margir sem vilja gjarnan taka þátt í að gera daginn hennar Dagbjartar Lilju einstakan með því að leggja hönd á plóg, þannig að segja má að fjölskyldan sameinist í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Brynja Björg. Kjóll frá Calvin Klein og Nike-skór Dagbjört Lilja mun klæðast kjól sem móð- ursystir hennar fermdist í fyrir sex árum. „Segja má að sú hugmynd hafi sprottið upp vegna þess hve meðvituð Dagbjört Lilja er um nýtingu hluta og eftir stutt samtal þótti henni nánast út í hött að við færum að kaupa dýran kjól sem að líkindum er aðeins notaður þenn- an eina dag. Amma hennar stakk í framhald- inu upp á því að endurnýta kjól sem systir mín fermdist í, ofsalega fallegur og klassískur kjóll frá Calvin Klein, sem einmitt hefur aðeins verið notaður einu sinni. Það sama var upp á teningnum varðandi skóna, þannig að í stað þess að velja hælaskó ætlar Dagbjört Lilja að kaupa sér draumaskóna sína frá Nike, sem verða notaðir áfram. Bróðir hennar fór sömu leið þegar hann fermdist, þannig að notagildið Spenntust að fá að eiga daginn með fjölskyldu og vinum Dagbjört Lilja Gunnarsdóttir fermist frá Akureyrarkirkju í sumar. Fermingarstúlkan veit hvað hún vill og í veislunni mun hún bjóða upp á samlokur og djús og klæðast sex ára gömlum kjól sem móðursystir hennar fermdist í. Kristborg Bóel Steindórsdóttir | boel76@gmail.com Dagbjört Lilja Gunnarsdóttir ásamt móður sinni, Brynju Björgu Vilhjálmsdóttur og systur sinni, Júlíönu Pollý Rós Gunnarsdóttur. Dagbjört Lilja er hér í Calvin Klein kjólnum sem frænka hennar fermdist í fyrir nokkrum árum. Hún verður í öðrum skóm við kjólinn á fermingardaginn. 56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.