Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 58

Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 dag. Grettir er mildastur, Reykir er reyktur ostur, Vesturós er aðeins bragðmeiri og svo eru Feykir og þroskaðri Feykir 24+ með ríkjandi saltkristöllum í.“ Perur í sneiðum hreinsa bragðlaukana Hvað með ávexti og skraut? „Það er allt leyfilegt með ostum, en það er ávallt vinsælt að bera fram eitthvað sætt með ostunum, svo sem litrík ber og ávextir. Það er af sem áður var er allir skreyttu með vínberjum. Það er um að gera að nota alls kyns litrík ber, svo sem jarð- arber, bláber, brómber og blæjuber. Síðan er það ávextir, svo sem melónur, perur í sneiðum sem heinsa bragðið milli tegunda, mand- arínulauf, gráfíkjur, exótískir ávextir og svo má ekki gleyma þurrkuðum ávöxtum. Að lokum er gott að hafa eitthvað salt og kryddað með ost- um. Það getur verið kjötálegg, hnetur, ólífur, basil, krydd chutney, sítrónu-curd, dijon- sinnep eða chili-sulta. Með ostunum þarf eitt- hvað stökkt svo sem ósaltað þunnt kex og brauðstangir en einnig snittubrauð.“ Ostabakkar eiga að vera litríkir Hvað þarf að hafa í huga við að skreyta ostabakkana? „Það er um að gera að skreyta bakkana sem mest með meðlæt- inu sem passar með ostunum. Segja má að því meira sé því betra og girni- legra en þó má líka hafa færri teg- undir og meira af hverju. Óskrifuð regla er að nota alltaf að minnsta kosti þrjá liti við framreiðslu á matardisk og það á líka við um osta og skreytingar. Það er gott að byrja á að ákveða staðsetn- ingu bakkans á veisluborðinu og raða síðan ostunum þannig að þeir snúi rétt að þeim sem snæðir þá. Það er lykilatriði líkt og með kökur að skera nokkrar sneiðar eða fleyg úr ostinum ef þeir eru kringlóttir og leggja ofan á ostinn eða til hliðar því fólk er oft ragt við að skera fyrstu sneiðina. Gott er að setja tannstöngla í ostateninga og muna að hafa eina litla skál með tveimur brotnum tann- stönglum í nærri bakkanum fyrir þá notuðu.“ Gestirnir geta valið eftir sínum smekk Guðbjörg Helga segir ástæðuna fyrir því að hafa brotna tannstöngla vera svo að fólk átti sig á að notaðir tannstönglar eru ekki nýir. Er ost- unum hefur verið komið fyrir er meðlætinu raðað í kringum þá til dæmis kexi, pepperoni, salami og hráskinku. Hnetur, ber, þurrkaðir of ferskir ávextir svo sem perur og gráfíkjur, súkkulaði og piparkökumolar. Ber og hnetur eru afar hentug til að fylla upp í eyður á bakk- anum sem myndast milli ostanna.“ Það er um að gera að velja allt sem okkur finnst gott sam- an á bakka að hennar mati. „Ostaveislur eru mjög sniðugar því við þær er hægt að tengja svo margt meðlæti og leyfa síðan gestunum að velja að smekk.“ Gott að bera fram súkkulaði með ostum Fjölbreytnin í ostaúrvali er alltaf að aukast, svo sem með Ostakjallaranum og Goðdölum en bæði þessi vörumerki smellpassa á veislu- borðið, gráðaostur með piparkökum eða 56% súkkulaðibita er síðan algert sælgæti að henn- ar mati. „Enn fremur hafa ostafondú, þrátt fyr- ir að eiga alltaf sinn fasta sess, þróast út í ofn- bakaða og innbakaða mygluosta í dag. Það er hægt að kaupa stóra kílóa mygluosta í osta- borðum verslana og einnig hjá Mjólkursamsöl- unni ef allt þrýtur. En ef fólk vill gera hefð- bundið ostafondú með snittubrauði þarf ekki að E f marka má Guðbjörgu Helgu Jó- hannesdóttur eru smáréttahlaðborð að sækja í sig veðrið. Ekki síst vegna þess að þá fá veislugestir tækifæri til að raða á diskinn sinn eftir smekk og maturinn, sem dreift er víða, verður til þess að fólk færir sig til og talar meira saman en gert er við hefðbundið sitjandi borðhald. „Það eru kostir og gallar við bæði köld og heit veisluborð, og síðan smáréttaborð, en mér finnst þau síðarnefndu miklu fjölbreytt- ari og skemmtilegri hvernig sem á það er litið. Kostir smárétta eru ótvírætt þeir að auðvelt er að mæta ólíkum matarstíl fólks og auðveld- ara fyrir fólk með ýmis matarofnæmi að finna eitthvað girnilegt á veisluborðinu. Enn fremur er hægt að halda smáréttaboð í minni sal og í heimahúsi, því þau krefjast ekki sitjandi borð- halds, heldur er hægt að snæða standandi og dreifa þess vegna réttum á mörg borð. Þá eru gestirnir færanlegri, þeir kynnast betur og spjalla meira saman. Það er fátt leiðinlegra en að fá fjölda gesta sem taka frá sæti og sitja og enginn talar nema við næstu sessunauta.“ Það eina sem til þarf er áhugi á mat Áskoranirnar við að vera með smárétti eru smávægilegir að mati Guðbjörgu Helgu. „Suma smárétti er erfitt að gera með löngum fyrirvara, því til dæmis brauðsnittur geymast illa og það eru flestir að keppa við tímann á fermingardaginn sjálfan, svo þá er gott skipu- lag og val á réttum eitthvað sem mikilvægt er að huga að.“ Ostabakkar eru myndrænir og litaglaðir með fjölbreyttu meðlæti sem auð- veldlega má útbúa daginn fyrir veisluna að hennar mati. „Þeir eru fallegir á veisluborði og einföld lausn þar sem ekkert er rétt eða rangt er til við framsetningu þeirra og því á færi allra að búa til girni- legan og fjölbreyttan bakka eða ostaborð.“ Sniðugt að bera fram allt að sjö osta í einu Hvaða osta er sniðugt að nota á ostabakk- ana? „Það er gott að hafa að lágmarki þrjá osta og allt upp í sex til sjö osta, eftir því hvert til- efnið er. Eins þarf að taka tillit til fjölda veislu- gesta og annarra rétta á boðstólnum. Það er gott að raða saman ostum að smekk og um að gera að hafa þá fjölbreytta ef það eru margir veislugestir.“ Úrvalið er mikið af ostum í versl- unum víða um landið. „Ef við tökum sem dæmi mygluosta, þá eru um að gera að velja þá mis- munandi í laginu og með mismunandi myglu, þar eð hvítmyglu, græn- og blámyglu. Síðan er algengt og auðvelt að útbúa ostateninga úr ost- bitum en þá eru þeir skornir í sirka eins senti- metra teninga. Þá er vinsælt að hafa einn mild- an til dæmis Góðost eða Óðalsost fyrir börnin og síðan krydd-havarti vegna útlits og bragð- bætta og þroskaðri osta frá Ostakjallaranum og Óðalsostalínunni. Kryddostar eru síðan fal- legir og vinsælir, svo sem Mexíkó- og hvít- lauksostur og síðan sjáum við sífellt fleiri nota hina vinsælu osta frá Goðdölum á ostabakka í Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir er sérfræðingur að setja saman girni- lega osta á bakka. Hún mælir með því að allir prófi sig áfram og að bera fram ostana við stofuhita. Guðbjörg Helga er á því að allir geti búið til girnilegan ostabakka. Takið eftir því hvað jarðarberin, hneturnar, skinkan og frönsku makkarón- urnar gera mikið fyrir útlit ostabakkans á þessari mynd. Eitt er víst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á svona veisluborði. „Það geta allir búið til fallega ostabakka“ Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir er snillingur í að gera fallega ostabakka sem hún skreytir með alls konar girnilegu, sem dæmi súkkulaði, perum og dásamlegu snittubrauði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Glæsileg osta- veisla gerir góða fermingarveislu aðeins betri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.