Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 72

Morgunblaðið - 11.03.2022, Síða 72
Hér hittast bleikir köku- pinnar, litlar brúnar bollakökur og sykur- púðar í góðri veislu. Hér er frönsk súkkulaðikaka með karamellu og bleiku súkkulaði- kremi ásamt bleik- um Sörum sem bakaðar voru í skúffu. Kökupinnar voru keyptir í Grænu systrunum og kókósbollur og jarðarber notuð til skreytinga. S umir myndu kannski segja að ein- faldasta leiðin út úr fermingar- veisluskipulagningu væri að panta veitingastað með þjónum, tau- servéttum, lifandi tónlist og geta svo farið áður en búið væri að vaska upp. Pá- fuglinn sem hér skrifar myndi aldrei nenna því, þá væri ekki eins gaman. Fermingarveisla og fermingarundirbúningur á að vera eins og vítamínsprauta fyrir heimilislífið ekki af- plánun. Auk þess vilja flestir foreldrar gera vel við barnið sitt þegar kemur að þessum tíma- mótum í lífinu. Einhvern veginn virðist þetta hafa verið auðveldara í gamla daga. Þá var bara boðið upp á kalt borð með kjúklingaleggjum og fermingarfrönskum og svo var passað upp á að það væru sígarettur á hverju borði svo fólk gæti mökkað sig. Svo datt innismókurinn úr tísku, brauðréttir tóku völdin en svo þróaðist þetta út í það að enginn gat haldið veislu nema vera með „photo-booth“. Í gamla daga var fólk bara að reykja og tala saman í svona veislum og enginn spáði í því hvernig hann liti út á mynd (gömul myndaalbúm eru sönnun þess). Veislur með litaþema voru heldur ekki orðnar móðins og fermingarbörn þess tíma vissu ekki hvað húðrútína var. Eftir að hafa haldið þó nokkrar veislur um ævina er Páfuglinn komin að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að velja meðskipuleggj- endur vel. Kjöraðstæður eru að alla vega tveir Páfugl ogUgla skipuleggja fermingu Það að halda stóra veislu getur verið mjög streituvaldandi og þess vegna skiptir máli að reyna að auðvelda lífið eins og hægt er. Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram skemmtilega veislu án þess að fjölskyldulífið fari á hliðina. Hér eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa bak við eyrað. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Vasar úr IKEA eru fallegir á veisluborðið. Makkarónukökur eru vinsælar í veislur. Hægt er að kaupa þær til- búnar í Kökuhúsinu. Klassískar snittur eru alltaf góðar. Þessar eru frá Smurðbrauðsstofu Sylvíu. Hægt er að leika sér endalaust með köku- pinnum. Hægt að skreyta þá á mismun- andi hátt eftir hvaða litaþema er í gangi. Hvernig væri að búa til nammi- pinna úr uppáhaldssælgæti fermingarbarnsins og blanda saman berjum á ávöxtum? 72 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.