Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 12
Að öllum líkindum mun Pútín þá lýsa yfir stríði, þótt hann sé búinn að vera í stríði í yfir tvo mánuði, til þess að geta þvingað fram her kvaðningu. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Viltu ljóma til næsta bæjar? Bjóðum einnig upp á persónulega ráðgjöf *gildir til 13. maí 2022 20% afsláttur af Cinderella og húðslípun Verið velkomin! * Heimild: NATO, Financial Times © GRAPHIC NEWS NATO styrkir austurvæng sinn NATO hefur 40 þúsund hermenn undir sinni stjórn í Austur-Evrópu. Það eru um það bil tífalt ˆeiri en voru fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. *Tölurnar ná ekki samtals 40 þúsund því inn í þær vantar herlið sem starfar á vefnum, í geimnum, á sjó og í lo•i. SVARTAHAF 200 km 125 mílur EYSTRASALT HVÍTA-RÚSSLAND RÚMENÍA 3.300 BÚLGARÍA 900 UNGVERJALAND 800 SLÓVAKÍA 2.100 PÓLLAND 10.500 1.058 LITÁEN 4.000 1.103 LETTLAND 1.700 1.650 EISTLAND 2.000 1.146 TYRKLAND MOLDÓVA FINNLAND SVÍÞJÓÐ ÞÝ SK AL AN D Krímskagi Donbass- svæðið RÚS. R Ú S S L A N D Kænugarður Minsk Redzikowo Deveselu Karkív Rukla Orzysz Adazi Tapa Maríupol Odesa Moskva Ú K R A Í N A Fjölþjóðlegar bardagasveitir NATO-lönd Mars 2022 Eldaugavarnarker Bandarísk Patriot-ugskeyti Feb 2022 Fjöldi NATO-hermanna* tsh@frettabladid.is Volodímír Selenskíj, forseti Úkra­ ínu, ávarpaði Alþingi í gær í gegnum fjarfundarbúnað. Þingmenn, ráð­ herrar og forseti Íslands fylgdust grannt með því er Selenskíj bauð þingheimi góðan daginn á íslensku. Hann kvaðst þakklátur fyrir að fá að tala fyrir framan Alþingi Íslendinga, „elsta löggjafarþingi í hinum frjálsa heimi“, og undirstrikaði menning­ arleg tengsl Íslands og Úkraínu. „Úkraína og Ísland eru svo sann­ arlega nátengd, við höfum tengst menningarlegum böndum í yfir þúsund ár,“ sagði hann og bætti því við að þótt þjóðirnar tvær lifðu við ólíkar aðstæður sín á hvorum enda Evrópu deildu þær svipuðum gildum, ást á frelsi og lýðræði. „Auðvitað snýst þetta um frelsi, jörðina sem er réttilega okkar og menningu okkar,“ sagði hann. Selenskíj lýsti innrás Rússa sem tilraun til að brjóta niður lýðræði og sjálfstæði Úkraínu og sakaði Rússa um að flytja hálfa milljón Úkraínu­ manna nauðuga til Rússlands. „Til að tryggja að við höfum ekki lýðræði, til að tryggja að við höfum ekki sjálfstæði, til að tryggja að jarð­ vegur okkar og náttúra okkar séu notuð gegn okkar hagsmunum.“ Forsetinn kvaðst vera þakk­ látur Ís lendingum fyrir þátttöku þeirra í efna hags þvingunum gegn Rússum. „Ég hvet ykkur ein dregið til að stoppa ekki, ég hvet ríkis­ stjórn ykkar, diplómata ykkar og fólkið ykkar til að berjast fyrir áframhaldandi pressu gegn Rúss­ landi, verið baráttumenn fyrir frelsi á öllum sviðum. Engin við skipti við ein ræðið,“ sagði Selenskíj. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði samkunduna eftir ræðu Selenskíjs og sendi stuðnings­ kveðjur til úkraínsku þjóðarinnar á þessum „dimmu tímum“. Guðni lauk ræðu sinni á úkra­ ínsku og sagði: „ Við stöndum með öllum þeim sem leita friðar, við stöndum með þeim sem þurfa að verjast of beldi og við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýð­ ræðis legu sam fé lagi.“ n Úkraína og Ísland nátengdar þjóðir Selenskíj flutti ræðuna á úkraínsku á fjarfundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NATO eykur viðbúnað sinn í austri á meðan Rússlands­ forseti heldur áfram að hóta árás á aðildarríki. Búist er við tíðindum í ræðu Pútíns á Rauða torginu á sigurdegi Rússa þann 9. maí. tsh@frettabladid.is Talið er að Vladímír Pútín Rúss­ landsforseti muni senda Vestur­ löndum „dómsdagsviðvörun“ næsta mánudag, 9. maí, er Rússar fagna 77 árum frá sigri Sovétmanna á nas­ istum í síðari heimsstyrjöldinni, að sögn Reuters. Talið er að Pútín muni halda ræðu á Rauða torginu í Moskvu frammi fyrir fylktu liði hermanna, skrið­ dreka, herflugvéla og langdrægra skotf lauga. Að sögn varnarmála­ ráðuneytis Rússa munu herþotur og Tu­160 sprengjuflugvélar f ljúga yfir Dómkirkju heilags Basils ásamt „dómsdags“ yfirherflugvélinni Il­80 sem mun sjást á slíkum viðburði í fyrsta sinn síðan 2010. Ef svo fer að Rússland efni til kjarnorkustríðs mun sú f lugvél verða hreyfanleg stjórnstöð Rúss­ landsforseta og hæstráðandi yfir­ manna rússneska hersins. Flugvélin er búin hátæknilegum búnaði en nákvæmar upplýsingar um hana eru hernaðarleyndarmál. Pútín hefur reglulega líkt stríðinu í Úkraínu við stríði Sovétríkjanna gegn Þýskalandi nasismans í síðari heimsstyrjöldinni en Vesturlönd hafa hafnað þeirri orðræðu sem þvælu og sakað Rússa um tilefnis­ laus grimmdarverk í kjölfar inn­ rásarinnar. Ýmsir hafa velt vöngum yfir því að Pútín gæti gripið tækifærið á sigurdaginn 9. maí til að lýsa form­ lega yfir stríði gegn Úkraínu eða stigmagna átökin á annan hátt. „Að öllum líkindum mun Pútín þá lýsa yfir stríði, þótt hann sé búinn að vera í stríði í yfir tvo mán­ uði, til þess að geta þvingað fram her kvaðningu,“ sagði Óskar Hall­ grímsson fyrr í vikunni. Pútín hefur einnig haldið áfram að hóta mögulegri árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, eitthvað sem myndi án efa virkja 5. grein Telja að Rússlandsforseti sendi dómsdagsviðvörun NATO­samningsins þar sem því er lýst að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll og gæti greitt leiðina fyrir heimsstyrjöld. Va r na r v iðbú naðu r NATO ­ ríkjanna á eystri væng sambands­ ins, frá Eystrasaltslöndunum í norðri niður til Búlgaríu og Svarta­ hafs í suðri, samanstendur í dag af um 330.000 hermönnum. Inni í þeim fjölda eru herir aðildarríkj­ anna ásamt liðsauka frá Vestur­Evr­ ópu, Bandaríkjunum og Kanada. Til viðbótar við fótgönguliða eru hátt í 130 NATO­herflugvélar í viðbragðs­ stöðu og um 150 herskip sinna sjó­ gæslu, samkvæmt upplýsingum The Financial Times. n 12 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.