Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 30
En þau
ættu að
vera að
senda
Úkraínu-
mönnum
peninga en
ekki
atkvæði.
Jan Demulder
Eurovision-keppnin fer fram
í Tórínó á kosninganótt.
Undir glysi og glamúr leynist
spenna, þegar Evrópa reynir,
undir slagorðinu The Sound
of Beauty, að leggja átakamál
til hliðar og efna til sameigin-
legrar menningarhátíðar.
Eurovision-lag þarf að inni-
halda boðskap, sagði hin
úkraínska Jamala í sam-
tali við fjölmiðla árið 2016,
eftir sigur Úkraínumanna
í Eurovision-keppninni með laginu
1944. Að sögn Jamölu fjallaði lagið
um þjóðernishreinsanir Stalíns
á fimmta áratugnum, sem beind-
ust gegn Rómafólki á Krímskaga.
Amma söngkonunnar var einn
þeirra borgara sem flúðu á sínum
tíma. Rússneskum stjórnvöldum
hugnaðist ekki sú skýring og tengdu
framlagið við innrás Rússa á Krím-
skaga 2014 sem endaði með inn-
limun svæðisins í Rússland.
Rússland kveður keppnina
Árið 2022 hófst allsherjar innrás
Rússa í Úkraínu undir stjórn Vla-
dímírs Pútíns og seinnipartinn í
febrúar var Rússum vísað úr Euro-
vision-keppninni sem haldin verður
í Tórínó á Ítalíu um næstu helgi.
Rússar höfðu ekki kynnt formlega
val á fyrirhuguðum keppanda en
samkvæmt orðrómi í rússneskum
fjölmiðlum hefði hin 18 ára Jaros-
lava Símoníova orðið fyrir valinu.
Formleg yfirlýsing Sambands evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, EBU, var á
þá leið að „í ljósi hinnar fordæma-
lausu stöðu sem myndast hefði í
Úkraínu myndi þátttaka Rússa í
keppninni skaða orðspor Eurovisi-
on.“ Í kjölfarið tóku rússnesku fjöl-
miðlarnir VGTRK, „Stöð eitt“, og
Ostankíno-útvarpshúsið ákvörðun
um að afturkalla aðild sína að EBU.
Systur standa með Úkraínu
Íslenskir keppendur hafa ekki farið
varhluta af pólitískri umræðu í
tengslum við keppnina.
Á f immtudag töluðu hinar
íslensku Systur með málstað Úkra-
ínu á æfingu í Tórínó á Ítalíu, þar
sem þær sögðu „Slava Úkraíní“,
til stuðnings Úkraínu. Setningin
þykir að líkindum of pólitísk fyrir
Eurovision og ekki er talið líklegt
að hún heyrist í beinni útsendingu.
Að sögn Felix Bergssonar, farar-
stjóra íslenska hópsins, sem einnig
gegnir stöðu í stýrihóp Eurovision,
hefur EBU beðið þátttökulönd að
draga úr pólitískum skilaboðum og
ætla stjórnendur keppninnar þess
í stað að tala fyrir friði í umgjörð
keppninnar.
Fögnuðu fjölbreytni einhvers
Keppnin á slagorð ár hvert og
hugsanlega er pólitískasta slagorð
seinni ára Celebrate Diversity, þegar
keppnin var haldin í Úkraínu árið
2017. Baráttusamtök hinsegin fólks
fögnuðu því sem virtist skýr afstaða
keppnishaldara, en Jon Ola Sand,
þáverandi stjórnandi keppninnar,
fór diplómatísku leiðina í útskýr-
ingum á hugmyndinni og minnt-
ist ekki á neina hópa sem skyldi
fagna, en sagði: „Hugmyndin um að
fagna fjölbreytileikanum er eitt af
kjarnagildum keppninnar. Það er
umburðarlyndi á alla bóga og snýr
að löndum alls staðar í Evrópu, sem
og utan hennar, þar sem við samein-
um og fögnum okkar sameiginlegu
gildum til jafns við okkar einstöku
fjölbreytni, auk frábærrar tónlistar.“
Slagorð keppninnar í ár er The
Sound of Beauty. Þema keppninnar
snýst um hljóðbylgjur og sjónræna
túlkun hljóðbylgjunnar sem á einn-
ig að vísa í hönnun ítalskra lysti-
garða. Ekki er minnst á frið í þessu
yfirlýsta þema keppninnar þó að
keppnishaldarar séu vissulega með-
vitaðir um möguleikann á því að
keppendur og áhorfendur láti í ljós
skoðanir sínar á Úkraínustríðinu.
Hatarar veifa fána
Árið 2019 var RÚV sektað vegna
Er fegursta hljóðið ópólitískt?
Úkraínska söng-
konan Jamala
flutti sigurlagið
1944, frá árinu
áður, á loka-
kvöldi Eurovisi-
on-keppninnar
2017 sem haldin
var í Kænugarði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Íslensku keppendurnir í Hatara brutu í bága við reglur keppninnar þegar þeir
veifuðu palestínska fánanum í Ísrael árið 2019. MYND/SKJÁSKOT
brots á reglu EBU um pólitískt hlut-
leysi, eftir að meðlimir Hatara veif-
uðu palestínska fánanum í beinni
útsendingu á lokakvöldi keppn-
innar sem haldin var í Ísrael. Sektin
var 5.000 evrur, norðan við hálfa
milljón íslenskra króna.
Hatarar voru þó ekki einu lista-
mennirnir sem létu kveða að
pólitískum skoðunum það kvöld,
en bandaríska poppdrottningin
Madonna steig á svið ásamt fjölda
dansara, sem báru palestínska fána
á bakinu og dönsuðu dans sem
var erfitt að túlka öðruvísi en sem
ádeilu á stríðsrekstur Ísraelsmanna
á Gasa.
Spenna Asera og Armena
Pólitísk spenna hefur fylgt keppn-
inni frá upphafi. Sem dæmi má
nefna nágrannaríkin Aserbaísjan
og Armeníu, sem staðfesta óvild-
ina árlega með því að gefa fram-
lagi hvort annars núll stig. Árið
2009 yfirheyrði lögreglan í Bakú á
fimmta tug Asera sem sakaðir voru
um að hafa kosið með armenska
laginu í Eurovision. Í kjölfarið sáu
EBU sig knúin til að gefa út nýjar
reglur um kosningafrelsi í keppn-
inni.
Þegar Aserbaísjan hélt keppnina
árið 2012 heyrðust háværar gagn-
rýnisraddir í tengslum við byggingu
Kristalshallarinnar, en stjórn lands-
ins lét ryðja burtu fátækrahverfum
og heimilum fólks til að rýma fyrir
framkvæmdinni. Alþjóðleg mann-
réttindasamtök fordæmdu aðgerð-
irnar.
Þagnarlínan þögguð
Árið 2008 sendu Spánverjar Rodolfo
Chikilicuatre, hvers söngtextar
vísuðu beint til Hugo Chavez, fyrr-
verandi forseta Venesúela, og Jóns
Karls Spánarkonungs. Í laginu „Baile
El Chiki Chiki“ heyrðist línan „Því
þegir þú ekki?“ eða „Por que no te
callas?“, nokkuð sem Spánarkon-
ungur hafði sagt við Chavez á opin-
berum vettvangi árið 2007. EBU
hótuðu að reka Spánverja úr keppni
ef línan yrði ekki fjarlægð úr laginu
og svo fór að orðin fengu að fjúka.
Á kaldastríðsárunum voru gerðar
tilraunir til að mynda söngva-
keppni undir járntjaldinu, þó ekki
endilega til höfuðs Eurovision. Hin
svokallaða Intervision var haldin
á árunum 1965-1968 í fyrrum
Tékkóslóvakíu og aftur í Póllandi
á árunum 1977-1980, í því skyni að
efla frelsi í menningarlífi og styðja
við vestrænt samstarf í listum. En í
bæði skiptin var keppnin brotin á
bak aftur af stjórnvöldum í Kreml.
Mikil áhersla á öryggismál
Keppnin þetta árið er sem fyrr segir
haldin í skugga stríðs í Úkraínu, og
heimsbyggðin enn í sárum eftir
heimsfaraldur. Jan Demulder er
fyrrverandi starfsmaður keppninn-
ar til 15 ára en í ár er fyrsta árið sem
hann mætir sem gestur. Aðspurður
hvort stríðið hafi áhrif á fram-
kvæmd keppninnar svarar hann:
„Í hreinskilni sagt er Eurovision
alltaf frekar öruggur staður. Af því
að við lentum í hryðjuverkaárásum
fyrir mörgum árum finnst mér eins
og það sé afskaplega mikið öryggi,“
segir Jan og vísar til tilraunar til
árásar í Aserbaísjan árið 2013, sem
var afstýrt á ögurstundu. „Í Ísrael
var eftirlit afskaplega stíft, en um
leið og þú ert kominn í búbbluna
finnurðu ekki fyrir þessu,“ segir
hann. „Ég er ekki viss um að þessi
tiltekni stríðsrekstur í Úkraínu
hafi áhrif á tilhögun öryggismála á
Eurovsion í ár.“
Hann leggur áherslu á að gæsla
sé eins og gerist og gengur á heims-
viðburðum sem þessum, þar sem
margar milljónir manna eru að
fylgjast með. „Og það þarf að hafa í
huga að Ísraelar eru líka með,“ segir
hann.
„Rússar eru ekki með í ár, það
væri ekki hægt. Stjórnvöld geta
ekki tortímt öðru keppnislandi en
sent svo einhvern á Eurovision til að
syngja um frið.“
Jan segir að sér finnist ástandið
virkilega sorglegt og honum þyki
vænt um rússneska hópinn. „En það
eru stjórnvöld í landinu sem eru í
þessu stríði,“ segir hann.
Telur keppnina ekki pólitíska
Hvernig gengur EBU að standa við
yfirlýsingar um að blanda sér ekki í
pólitík?
„Meinarðu þá að þeir séu að
heimila Úkraínumönnum að keppa
þegar landið þeirra sætir árásum?
Málið er að fólk kallar þetta pólitík,
en ég hef unnið við þessa keppni í
fjölda ára og mér finnst þetta bara
ekkert snúast um pólitík. Við erum
vinir, vináttulönd. Skandinavísku
löndin eru vináttulönd. Þau þekkja
tónlistarstefnur og listamenn
nágrannaríkja sinna. Þau kjósa þau.
Þetta er ekki pólitískt heldur menn-
ingarlegt,“ segir Jan.
„En það eru ekki öll lönd sem
eiga svona marga nágranna sem
elska þá svona mikið, tökum sem
dæmi Belgíu. Kýpur og Grikkland,
er það pólitík? Nei, þar er talað
sama tungumál og löndin eru hluti
af sama menningarsvæði og þar af
leiðandi er þetta ekki pólitískt.“
Hann telur að Úkraínumenn fái
f lest stig í símaatkvæðum. „Vegna
þess að fólk hugsar þannig að þau
vilja styðja við þau. En þau ættu að
vera að senda Úkraínumönnum
peninga en ekki atkvæði. Þannig
að ég held að símaatkvæðin muni
endurspegla það og Úkraína vinni
þá kosningu. Þetta snýst um tilfinn-
ingar.“ ■
Fréttablaðið
á Eurovision
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
30 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ