Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 36
Deildarstjóri afgreiðsludeildar
Menntasjóður námsmanna (MSNM)
er félagslegur jöfnunarsjóður sem
hefur það að markmiði að tryggja
námsmönnum í lánshæfu námi jöfn
tækifæri til náms, án tillits til efnahags
og stöðu að öðru leyti, með því að
veita námsmönnum fjárhagslega
aðstoð í formi námslána og styrkja.
Hjá Menntasjóði námsmanna starfa
um 40 starfsmenn.
Gildi sjóðsins eru: fagmennska,
samstarf og framsækni.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.menntasjodur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á starfsemi deildarinnar
• Ábyrgð á daglegri umsýslu og mótun verklagsreglna
um móttöku og meðferð erinda
• Umsjón með skjalavörslu sjóðsins og skilum gagna til
Þjóðskjalasafns
• Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna vegna rafrænnar
stjórnsýslu og skjalavörslu
• Ábyrgð á innri- og ytri vef MSNM
• Umsjón með útsendingum og skönnun á uppgreiddum
skuldabréfum
• Ábyrgð á símsvörun og afgreiðslu
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja
á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um
starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði bókasafns-
og upplýsingafræði eða sambærilegt
• Reynsla af skjalastjórnun er skilyrði og reynsla af
notkun rafrænna skjalavistunarkerfa er kostur
• Reynsla af stjórnun og eftirfylgni verkefna er kostur
• Mjög góð tölvufærni
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og
lausnamiðuð hugsun
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Menntasjóður námsmanna óskar eftir að ráða metnaðarfullan leiðtoga með yfirgripsmikla þekkingu og brennandi
áhuga á skjalamálum og rafrænni þjónustu. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Elías Pétursson,
bæjarstjóri (elias@fjallabyggd.is) í síma 464 9100.
Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga.
Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega
2.000 íbúa, eru tveir þéttbýliskjarnar,
bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður.
Bæirnir byggja afkomu sína að mestu
á sjávarútvegi og vinnslu fiskafurða.
Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnu-
lífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er
í ferðaiðnaði og ýmis konar fjar-
vinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á
höfuðborgarsvæðinu.
Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitar-
félag og eru þar tveir leikskólar,
grunnskóli, framhaldsskóli og tón-
skóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar.
Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð
og margar góðar gönguleiðir liggja
um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru
landsþekkt söfn og menningarlífið
blómstrar.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.fjallabyggd.is.
Deildarstjóri stjórnsýslu
og fjármála
Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála. Deildarstjóri heyrir beint
undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri í vaxandi sveitarfélagi fyrir
einstakling sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum. Um 100% starf er að
ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Stjórnun og daglegur rekstur og mannauðsmál stjórnsýslu-
og fjármáladeildar
• Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins og stofnana þess
og eftirlit með fjárreiðum
• Undirbúningur funda bæjarstjórnar og bæjarráðs í
samvinnu við bæjarstjóra og ritun fundargerða
• Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og kjörinna
fulltrúa varðandi stjórnsýsluhætti, rekstur og mannauðsmál
• Undirbúningur og gerð fjárhagsáætlunar, auk eftirlits og
eftirfylgni með framkvæmd
• Umsjón með launagreiðslum sveitarfélagsins
• Þátttaka í stefnumótun og framkvæmd stefnu í þeim
málaflokkum sem undir sviðið heyrir
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun
er kostur
• Reynsla af rekstri, fjárstýringu, áætlunargerð og stjórnun
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu, helst af vettvangi
sveitarfélaga
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfileikar
• Almenn þekking á mannauðsmálum
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Mjög góð tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá
og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru
skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru
hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.