Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 24
Umræð-
an er þó
þörf og
sögurnar
verða að
heyrast.
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
Krónan
hamlar
sam-
keppni
á banka-
markaði.
BJORK@FRETTABLADID.IS
Við mælum með
Allsherjar hönnunarhátíðin
HönnunarMars var sett í
vikunni og stendur út sunnu-
dag. Má með sanni segja að af
nægu sé að taka fyrir fagur-
kera og listunnendur.
bjork@frettabladid.is
Hið óvenjulega ár 2020 færði tíma-
setningu hátíðarinnar aðeins til og
vegna ánægju með að hún færi fram
nær sumri var ákveðið að halda í
nýja hefð og fer hátíðin nú fram
fyrstu helgina í maí. Sýningar og
viðburðir breiða úr sér um höfuð-
borgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi
og Hörpu að Elliðarárstöð og Gerð-
arsafni. Hér verður stiklað á stóru
um nokkra viðburði sem berja má
augum yfir helgina.
Elliðaárstöð fyrir unga og aldna
Laugardag og sunnudag frá kl. 11-17
Bæði laugardag og sunnudag hefst
dagskráin klukkan 11 á hönnunar-
göngunni Maðurinn í skóginum,
um Elliðaárhólma þar sem gestir
upplifa hönnunarverk Kristínar
Maríu Sigþórsdóttur, Friðriks Steins
Friðrikssonar, Sóleyjar Þráinsdóttur
og Stúdíó Fléttu.
Frá kl. 13 til 14 býður hönnunar-
hópurinn Terta upp á leiðsögn um
Elliðaárstöð.
Kl. 16 verður tónverkið Skerpla
frumflutt í einstökum vélasal Ell-
iðaárstöðvar.
Frá kl. 12 til 17 verður upplifun
fyrir börn og fullorðna á svæðinu:
Blómahönnunarverkstæði, Hljóð-
garður og fleira.
Tískugjörningur Atelier Helgu
Björnsson
Laugardag kl. 18
Safnahúsið, Hverfisgata 15.
Fatahönnuðurinn Helga Björns-
son hefur verið búsett í tískuborg-
inni París til fjölda ára og vakið
athygli fyrir litskrúðugar og lifandi
flíkur.
Helga hannar nú slæður, fatnað
og húsbúnað undir eigin nafni,
mynstrað efni, slæður, fatnað og
húsbúnað og verður hönnun hennar
til sýnis í allsherjar tískugjörningi á
laugardagskvöld og er farið fram á
stundvísa mætingu kl. 18.
Hljóðhimnar
Kl. 14 til 15 laugardag og sunnudag
Jarðhæð Hörpu.
Í Hljóðhimnum, upplifunarrými
fyrir börn og fjölskyldur, má upp-
götva töfraheim hljóðs og tóna.
Á HönnunarMars var opnuð fjöl-
skylduvæna sýningin „Undir Hljóð-
himnum“ sem veitir innsýn í hönn-
unarferlið á bak við rýmið. Hvað gera
hönnuðir eiginlega? Geta krakkar
verið sérfræðingar hönnuða?
Kl. 14 á laugardag er á dagskrá
Dýratónar – tónlistarsmiðja með
Sólveigu.
Kl. 14 á sunnudag er á dagskrá
tónlistarsmiðjan Klapp klapp
stapp stapp.
Hvernig náttúra sköpunar er að
breytast
Sunnudagur kl. 14
Sý ningarrý mi Bláa Lónsins,
Hafnartorgi.
Þeir Hrólfur Karl Cela, arkitekt
hjá Basalt arkitektum, og Sigurður
Þorsteinsson, hönnuður hjá Design
Group Italia, unnu að sköpun The
Retreat hótelsins. Munu þeir í
þessu spjalli fjalla um vegferðina
og óvænt áhrif náttúrunnar á verk-
efnið. Náin samvinna upplifunar-
hönnunar og arkitektúrs verður til
umfjöllunar sem og hvernig nátt-
úran varð leiðarstefið í gegnum allt
ferlið.
The Retreat hótelið við Bláa
Lónið var opnað árið 2018. Það
hefur á skömmum tíma hlotið á
fjórða tug alþjóðlegra sem og inn-
lendra verðlauna og viðurkenninga
fyrir hönnun.
Rammagerðin X Hnoss
Laugardag og sunnudag
Hnoss, Harpa.
Hnoss , ný r veit inga st aðu r
í Hörpu, hefur í samstarfi við
Rammagerðina sett upp heilan
heim íslenskrar hönnunar og mat-
reiðslu.
Boðið er í alíslenskt borðhald og
öll hráefni beint frá býli. Ramma-
gerðin útbýr borðhald þar sem hver
hlutur er sérhannaður fyrir við-
burðinn. Áhugafólki um íslenska
hönnun er boðið að setjast að borð-
um og upplifa íslenska hönnun og
matreiðslu á hátt sem ekki hefur
verið kynntur hér á landi, saltfisk,
blálöngu, alíslenskan borðbúnað,
textíl og smávöru.
Tvö borð verða tekin undir sam-
starfið fyrir fimm gesti við hvort og
boðið er upp á pantanir í tveimur
hollum, kl. 18 og kl. 20.
Hnoss tekur við pöntunum í
síma 655-5500 og með tölvupósti á
info@hnossrestaurant.is. n
HönnunarMars-erað
Helga Björnsson sýnir nýja línu.
Hljóðhimnar verða í Hörpu.
Í sýningarrými
Bláa Lónsins,
Hafnartorgi,
munu skaparar
Retreat hótelins
spjalla.
Ísland er herlaust land. Engu að
síður er stundaður linnulaus hern-
aður hér á landi. Linnulaus hern-
aður gegn almenningi og atvinnu-
lífinu í landinu.
Íslensk stjórnvöld herja á eigin
þjóð. Um hernaðinn sér peninga-
stefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Vopnið er íslenska krónan. Henni
er markvisst beitt gegn almenningi
og atvinnulífinu í landinu.
Í vikunni hækkaði Seðlabankinn
stýrivexti um heilt prósentustig og
hafa þeir nú fimmfaldast á einu ári,
eru miklu hærri en í nágrannalönd-
um okkar þrátt fyrir að verðbólga sé
þar áþekk og hér, og í mörgum til-
fellum hærri.
Flestir seðlabankar í Evrópu
halda vöxtum lágum, jafnvel í núlli.
Kljást þeir þó við hækkanir hús-
næðisverðs og innflutta verðbólgu
rétt eins og sá íslenski.
Evrópskir seðlabankar vita að
miklar vaxtahækkanir eru vita
gagnslausar við svona aðstæður –
raunar verri en gagnslausar. Þær
eru stórskaðlegar. Seðlabanki Evr-
ópu herjar ekki gegn almenningi og
atvinnulífi eins og sá íslenski.
Vaxtahækkanir Seðlabankans
undanfarið ár soga tugi milljarða á
hverju ári frá heimilum og 150 millj-
arða á ári frá atvinnufyrirtækjum til
fjármálakerfisins.
Í vikunni skiluðu stóru íslensku
bankarnir uppgjöri fyrir fyrsta árs-
fjórðung. Íslenskir bankar hagnast
gríðarlega mikið þrátt fyrir að vera
Skæðu vopni beitt í herlausu landi
á flesta mælikvarða vondir bankar
í alþjóðlegum samanburði.
Bankarnir eru vondir bankar
vegna þess að hér á landi vantar
nauðsynlega samkeppni á þeirra
markaði. Krónan sér til þess.
Erlendir bankar vilja ekki starfa á
örmyntarsvæði íslensku krónunnar.
Taglhnýtingar öf lugra sérhags-
muna fjármálakerfis og stórútgerð-
ar lofa krónuna sem hornstein hag-
sældar en þjóðin sér í gegnum slíkan
málflutning. Hún veit betur. n
Haldið þið að ég viti ekki hvað ég er
að gera?“ segir Sigríður Lárusdóttir
kvensjúkdómalækni hafa spurt sig
og eiginmann sinn, þegar þau bentu
henni á að saumar sem taka þyrfti
væru tveir en ekki einn. Á endanum gáfust þau
upp á að leiðrétta það sem þau töldu mistök og
varð það afdrifaríkt.
Sigríður hefur í 33 ár glímt við alvarleg eftir-
köst fæðinga sona sinna, eftirköst sem rænt hafa
hana lífsgæðum. Eftirköst sem samkvæmt frá-
sögn Sigríðar hefði mátt koma í veg fyrir.
Frásögn Sigríðar kemur ekki löngu á eftir
umfjöllun Kveiks um Bergþóru Birnudóttur sem
örkumlaðist í kjölfar fæðingar. Sú umfjöllun
vakti hörð viðbrögð og hófu fjölmargar konur
upp raust sína og sögðu hrollvekjandi fæðingar-
sögur sínar.
Ljósmæður og fæðingarlæknar vinna bæði
mikilvægt og erfitt starf undir oft miklu álagi
og hefur gagnrýnin á tíðum verið full óvægin.
Umræðan er þó þörf og sögurnar verða að
heyrast. Erfiðar sögur, eins og sagan hennar Sig-
ríðar klárlega er. n
Erfiðu sögurnar
Alvöru Napólí-pitsum
Ljúffengar eldbakaðar Napólí-súr-
deigspitsur gerðar eftir aldagamalli
hefð, má nú sækja sér að Tryggva-
götu 24, við horn Hafnarstrætis. Í
hádeginu eru allar pitsur á 1.690 og
það sem er jafnvel enn betra, pitsan
er tilbúin á nokkrum mínútum.
Carmina Burana
Á hugamannakórar nir Hljóm-
félagið og Selkórinn flytja eitt ást-
sælasta kórverk síðari ára, Carmina
Burana eftir Carl Orff, ásamt Skóla-
kór Kársness og einsöngvurum í
Norðurljósasal Hörpu á sunnu-
daginn klukkan 16. Fjóla Kristín
Nikulásdóttir stjórnar verkinu sem
flestir þekkja á upphafshluta þess,
La Fortuna, sem kallar fram gæsa-
húð hjá hverjum þeim sem hlustar.
Verkið verður flutt í útsetningu fyrir
tvö píanó, fimm slagverksleikara og
einn pákuleikara svo búast má við
mikilli upplifun í Hörpu. n
24 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR