Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 2
Þetta er ekki auðveld
ákvörðun, en ég er
orðinn áttræður og
þarf að finna einhvern
til að taka við þessu.
Brynjólfur H.
Björnsson,
framkvæmda-
stjóri Brynju
Fólk er miklu opnara
núna og spenntara að
ferðast.
Janina
Selenskíj snerti við þingi og þjóð
Þingmenn, forseti Íslands og ráðherrar stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu, þegar hann ávarpaði Íslendinga með hjálp fjar-
fundarbúnaðar í gær. Í ræðunni hvatti Selenskíj Íslendinga til að halda áfram aðstoð við Úkraínu og að beita Rússland þrýstingi. SJÁ SÍÐU 12 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Talning atkvæða í sveitarstjórnarkosningum þann
14. maí 2022 í Kópavogi fer fram í íþróttahúsinu
Kórnum að Vallakór 12–14 og hefst að kjörfundi
loknum kl. 22.
Yfirkjörstjórn í Kópavogi,
Snorri G. Tómasson
Ingibjörg Ingvadóttir
Jón Ögmundsson
kopavogur.is
Auglýsing
frá yfirkjörstjórn
í Kópavogi
Dæmi eru um að íslensk gisti-
hús hafi á skömmum tíma
farið úr engu í 100 prósenta
bókanir út sumarið 2023.
Erlendir ferðamenn segjast
njóta ferðalaga betur en
nokkru sinni.
bth@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Mjög vel horfir
með bókanir í ferðaþjónustu í sumar.
Dæmi eru um að gististaðir séu full-
bókaðir út sumarið 2023.
Að sögn starfsmanna á Fosshóteli
Núpum í Skaftárhreppi er nýtingin
á hótelinu að nálgaðist 100 prósent.
Staðarhaldarar víða um Suðurland
hafa svipaða sögu að segja af bók-
unarstöðunni. Sum gistihús hafa
farið úr núlli vegna Covid upp í fulla
nýtingu á undraskömmum tíma.
Dæmi eru um gististaði sem eru full-
bókaðir út sumarið 2023.
Fréttablaðið ræddi við ferðamenn
við Skógafoss í vikunni. Janina frá
Finnlandi sagði að henni liði eins og
hoppandi kálfi að vori. „Það er stór-
kostlega stórkostlegt að fá tækifæri
til að ferðast á ný,“ sagði Janina og
brosti. Hún sagði að íslensk náttúra
væri aðdráttarafl, en nefndi einn-
ig félagslegar og menningarlegar
ástæður fyrir Íslandsheimsókninni.
Ekki síst hefði hún heillast af sögum
um álfa og tröll.
„Ég bý úti á landi þannig að Covid
hafði kannski ekki eins mikil áhrif
á líf mitt og ef ég hefði búið í borg.
En auðvitað var lífið einmanalegt í
faraldrinum og þess vegna er svo frá-
bært að finna orkuna sem hér er, fólk
er miklu opnara núna og spenntara
að ferðast,“ sagði Janina.
Alba Sanchez frá Spáni sagðist,
eins og Janina, vera í sinni fyrstu
Íslandsheimsókn. Hún hefur nánast
ekkert ferðast síðustu tvö ár. Þegar
ferð tengd störfum hennar kom upp
í hendurnar á henni hafi hún fyllst
mikilli gleði og ákveðið að lengja
ferðalagið og njóta landsins sem
ferðamaður.
Spurð hvort kuldi og rigning hefði
engin neikvæð áhrif haft á upplifun-
ina af Íslandi hló Alva dátt og sagði
að eftir fimm ára búsetu í Bretlandi
sætti hún sig við hvaða veður sem er.
„Ég held að gildin hafi breyst eftir
Covid, mér finnst ég kunna betur
að meta virði ferðalaga. Ég er með
mikið þakklæti í hjartanu yfir að fá
að ferðast, það er kannski eitthvað
sem maður fann ekki eins mikið
fyrir áður en Covid skall á,“ sagði
Alba. n
Ferðaþjónustan á fullt og
víða uppbókað út sumarið
Skógafoss er einn af seglum íslenskrar náttúru. ANTON BRINK/FRÉTTABLAÐIÐ
Alba Sanchez
kristinnpall@frettabladid.is
REYKJAVÍK Athygli vekur í Frétta-
blaði dagsins að verslunin Brynja
sem hefur verið rótgróinn hluti í bæj-
arlífi Reykvíkinga er auglýst til sölu. Í
auglýsingunni kemur fram að versl-
unin hafi verið rekin í rúm hundrað
ár og á núverandi stað, Laugavegi 29,
frá árinu 1929 eða í tæpa öld.
Brynjólfur H. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri og stærsti eigandi
verslunarinnar, segist ganga stoltur
frá borði. „Auðvitað geri ég það.
Þetta er ekki auðveld ákvörðun, en
ég er orðinn áttræður og þarf að
finna einhvern til að taka við þessu.
Ég er búinn að vera hérna í sextíu ár
og hef séð ýmsar breytingar,“ segir
Brynjólfur og heldur áfram:
„Auðvitað er maður stoltur og
núna fer maður að gera eitthvað
annað í ellinni,“ segir Brynjólfur
glettnislega. n
Sáttur við ævistarfið og selur Brynju
adalheidur@frettablad.is
STJÓRNSÝSLA Umboð smaðu r
Alþingis hefur lagt til við dóms-
málaráðherra að hann veiti for-
stöðumanni ríkisstofnunar gjafsókn
í máli sem hann hyggst höfða gegn
ríkinu.
Forstöðumaðurinn leitaði til
umboðsmanns eftir synjun fjár-
málaráðuneytisins um rökstuðning
og gögn í tengslum við launakjör
hans. Umboðsmaður taldi synjun-
ina ekki á rökum reista og mæltist
til þess við ráðuneytið að það tæki
málið til meðferðar að nýju yrði
óskað eftir því. Ráðuneytið lýsti sig
hins vegar ósammála umboðsmanni
og fylgdi ekki tilmælum hans.
Forstöðumaðurinn ákvað þá að
höfða dómsmál gegn ráðuneytinu
og hefur umboðsmaður ákveðið
að virkja sérstaka heimild sína til
að beina þeim tilmælum til dóms-
málaráðherra að veita viðkomandi
gjafsókn í málinu. n
Ráðuneyti neitar
að fara að áliti
umboðsmanns
Umboðsmaður Alþingis styður mál-
sókn á hendur fjármálaráðuneyti.
2 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ