Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 20
20 Íþróttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Mino Raiola, einn merki-
legasti fýr fótboltans, er látinn.
Hann lætur eftir sig tvo syni
og ókláraða samninga um
framtíð Erling Braut Haaland
og Paul Pogba – svo tveir séu
nefndir. Hann kom að samn-
ingaviðræðum Inter og Ajax
um Dennis Bergkamp en stóra
tækifærið kom þegar Pavel
Nedved sló í gegn á EM 1996.
benediktboas@frettablaðid.is
Umboðsmaðurinn Mino Raiola
lést í vikunni aðeins 54 ára gamall.
Hann var ólíkur f lestum öðrum
umboðsmönnum sem vilja yfir-
leitt vera bak við tjöldin, klæddir
í fínustu jakkaföt. Raiola var bara
í stuttermabol og gallabuxum,
þéttur á velli og hataði ekkert
sviðsljósið. Hann lenti upp á kant
við fjölmarga knattspyrnustjóra
og yf irmenn knattspyrnumála
hjá stórum félögum en það er ljóst
að leikmenn sem hann vann fyrir
elskuðu hann. Og það eru ekkert
bara einhverjir leikmenn því Raiola
var með á sínum snærum marga af
bestu og efnilegustu knattspyrnu-
mönnum Evrópu.
Mino Raiola fæddist á Suður-Ítal-
íu en flutti ungur til Haarlem í Hol-
landi með foreldrum sínum þar sem
þau opnuðu pitsustað. Hann sagði
eitt sinn að fjölskyldan hefði kennt
honum vinnusiðferði. Að hver einn
og einasti viðskiptavinur skipti máli
og enginn starfsmaður væri of góður
til að þrífa klósettið.
Hann skar sig úr í fjöldanum. Yfir-
borðskenndir fótboltamenn eru
yfirleitt uppteknir af útlitinu en
Raiola var alveg sama. „Ég er lítill og
feitur og er í fötum sem mér líður vel
í. En margir vanmátu mig lengi vel
vegna þess að ég var ekki í jakka-
fötum, eitthvað sem ég nýtti mér við
samningaborðið,“ sagði hann árið
2019 við Sport1.
Hann spilaði fótbolta með Haar-
lem en vann á pitsustað foreldra
sinna með tuðrusparkinu en hann
var ekki nógu góður til að verða
atvinnumaður og lagði skóna á hill-
una um 18 ára gamall. Hann lærði
lögfræði í tvö ár, sem hann sagði við
þýskt sporttímarit að hefði verið
mesta tímasóun lífs síns. Þar sem
hann talaði betri hollensku en karl
faðir hans sá Raiola um bókhaldið
og samskipti við birgja, meðal ann-
ars ítalska þar sem hann talaði jú
ítölsku. Draumur hans var samt að
vera tengdur fótboltanum.
Eitt sinn kom eigandi Haarlem-
liðsins inn á pitsustaðinn og Rai-
ola á að hafa sagt við hann að liðið
gæti ekki neitt en undir hans stjórn
myndi það breytast. Eigandinn
sannfærðist og réð Raiola sem yfir-
mann knattspyrnumála. Raiola
hafði stóra drauma og í viðtali við
The Financial Times sagðist hann
hafa séð ungling hjá Ajax, Dennis
Bergkamp, og að hann ætlaði að
koma honum til Haarlem, selja
hann til stórliðs og byggja upp
Haarlem fyrir þá peninga. Það
gekk ekki og Raiola yfirgaf stöðuna
skömmu síðar.
Stóra tæk ifærið í umboðs-
mennsku kom þegar Rob Jansen,
sem þá var að selja téðan Bergkamp
til Inter frá Ajax, bað Raiola að vera
þýðanda og þul í þeim vistaskipt-
um. Raiola talaði alls sjö tungumál
og fékk hann starf í kjölfarið hjá
Jansen hjá Sports Promotions. Eftir
að hafa verið viðloðandi vistaskipti
Bryan Roy til Foggia, Wim Jonk til
Inter og f leiri Hollendinga yfirgaf
Raiola Sports Promotions til að
byrja með sinn eigin rekstur.
Fótboltinn var að breytast í kjöl-
far Bosmans-samningsins og sjón-
varpspeninga. Eftir Evrópukeppn-
ina 1996 keypti Lazio Pavel Nedved
og Raiola sá um samninginn. Lazio
var þá undir stjórn Zdenek Zeman
sem Raiola hafði kynnst hjá Foggia
í tengslum við Bryan Roy-samning-
inn. En fyrsta alvöru samningnum
var lokað og stjarna við samninga-
borðið var fædd. Stjarna sem skein
allt til dauðadags.
Hann sá um viðskiptavini sína
eins og foreldrarnir höfðu kennt
honum. Allir voru mikilvægir og
ekkert verk var of erfitt til að leysa.
Miðað við minningarorð fyrrver-
andi skjólstæðinga hans á Twitter
hjálpaði hann sínum mönnum að
koma sér fyrir á nýjum stöðum.
Kaupa íbúðir, bíla, ísskáp, fá raf-
virkja til að tengja og nánast allt þar
á milli. Trúlega voru fleiri klukku-
tímar í hans sólarhring en annarra.
Heilsu Raiola fór að hraka í
byrjun árs en í upphafi árs sagði
þýska blaðið Bild að hann hefði
verið lagður inn á gjörgæsludeild
San Raffaele-sjúkrahússins þar sem
hann gekkst undir aðgerð. Þá var
ástand hans sagt stöðugt og heilsan
öll á uppleið en hann hafði fengið
lungnabólgu. Tilkynnt var að hann
væri látinn fimmtudaginn 28. apríl
en það reyndist vera uppspuni. Fjöl-
skyldan tilkynnti þó um andlátið
tveimur dögum síðar. „Hann snerti
marga með vinnu sinni og skrifaði
nýjan kafla í sögu fótboltans. Hann
barðist við veikindin af sama krafti
og hann barðist fyrir leikmenn sína
og markmiði Mino um að gera fót-
boltann að betri stað fyrir leikmenn
verður haldið áfram af sama krafti,“
sagði meðal annars í yfirlýsingu
fjölskyldunnar.
Frændi Raiola, Vincenzo Raiola,
kallaður Enzo, hefur tekið við kefl-
inu ásamt brasilíska lögmanninum
Rafaela Pimenta sem vann náið
með þeim frændum. Fram undan
er risastórt sumar þar sem Erling
Braut Haaland mun væntanlega
fara frá Dortmund, Paul Pogba frá
Man chester United og Ryan Graven-
berch, einn efnilegasti miðjumaður
heims, mun væntanlega fara til
Bayern frá Ajax. Svona mætti áfram
telja en Raiola hafði um 80 leik-
menn á sínum snærum og virtist
hafa tíma fyrir þá alla.
Upphafið með Zlatan
Í ævisögu sinni segir Zlatan Ibra-
himovic frá kynnum sínum af Rai-
ola. Þeir hittust á sushi-stað og kom
Raiola á fundinn í Nike-bol og galla-
buxum. Áður en hann sagði nokkuð
dró hann upp nokkur A4-blöð með
tölfræði framherja. Zlatan hafði
þá skorað fimm mörk í 25 leikjum.
„Hvernig á ég að geta selt þig ef þetta
er tölfræðin?“ spurði Raiola. Hann
benti svo á útlit Zlatan og setti út á
gullúrið, Porsche-bílinn sem hann
átti og Gucci-jakkann sem hann var
í. „Ef þú vilt vera bestur, einbeittu
þér að fótboltanum. Allt hitt mun
þá fylgja. Seldu úrin og byrjaðu að
æfa eins og maður, því tölfræðin þín
er hræðileg.“
Zlatan hugsaði sig um í stundar-
korn en hringdi svo í Raiola og
sagðist vilja vinna með honum.
Seldi Porsche Turbo-bílinn sinn og
fékk sér Fiat Stilo-smábíl, byrjaði að
ganga um í æfingafatnaði og úrin
urðu að snjallúrum til að fylgjast
með æfingunum. Ætli f lestir viti
ekki hvernig sú saga endaði.
Sir Alex hataði Raiola
Sagan um Sir Alex Ferguson og Paul
Pogba er einnig þekkt úr fótbolta-
heiminum en Pogba var ungur
drengur í Manchester og Raiola
sagði að hann væri á allt of lágum
launum. Ferguson varð orðlaus yfir
kröfunum og Raiola fór með Pogba
til Juventus. Þar blómstraði Frakk-
inn og snéri til baka til Man chester
United fyrir um 105 milljónir evra.
Sögur herma að 27 af þeim hafi
endað í vasa Raiola. Ferguson skrif-
aði í sína ævisögu að hann hefði
ekki treyst Raiola frá því hann gekk
inn á skrifstofu hans. Einu sinni var
Raiola spurður hvort það væri rétt
að Ferguson hataði hann. „Það er
frábært hrós. Ef maður á enga óvini
hefur maður ekki sinnt vinnunni
sinni nógu vel,“ sagði Raiola við GQ
Italia. n
Umbinn sem
breytti leiknum
Eftir að Juvent
us hafði tryggt
sér Matthijs de
Ligt kom Mino
Raiola með
leikmanninum
og var fagnað
sem þjóðhetju
af stuðnings
mönnum
Juventus. Allir
stuðningsmenn
sungu Mino,
Mino, Mino og
vildu fá mynd
af kappanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Zlatan Ibrahimovic og Mino Raiola á HM í Rússlandi árið 2018. Þeir félagarnir
áttu í merkilegu sambandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Mino Raiola velti sér ekki upp úr út
litinu. Hér með skjólstæðingi sínum
Mario Balotelli á götum Mílanó.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Nokkrir leikmenn sem
voru hjá Raiola
n Erling Braut Haaland, fram
herji Dortmund
n Matthijs de Ligt, varnar
maður Juventus
n Gianluigi Donnarumma,
markmaður PSG
n Paul Pogba, miðjumaður
Man. Utd
n Marco Verratti, miðjumaður
PSG
n Ryan Gravenberch, miðju
maður Ajax
n Justin Kluivert, framherji
Roma
n Xavi Simons, miðjumaður
PSG