Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 26
Hún er sérfræðingur í áhættumeðgöngum en þrætti við okkur um þetta og svaraði með þjósti þegar við sögð­ um að það þyrfti að taka tvo: „Haldið þið að ég viti ekki hvað ég er að gera?“ Sigríður Lárusdóttir hefur undirgengist á annan tug aðgerða eftir fæðingu frum- burðarins fyrir rúmum þrjátíu árum. Fyrir tæpu ári var endi bundinn á ítrekaðar aðgerðir með því að koma upp ristilstóma. Sigríður lætur fátt stöðva sig og stefnir á að verða fyrsti stómaþeginn til að synda yfir Ermarsundið. Það var árið 1988 að Sig- ríður, þá 23 ára gömul, nýútskrifuð sem lífeinda- fræðingur og komin í starf hjá Blóðbankanum, átti von á sínu fyrsta barni. „Þetta ár var skattalaust, þar sem verið var að breyta skattheimtunni og ég var ákveðin í að vinna eins og ég gæti til að eiga fyrir góðu fæðingarorlofi.“ Þar sem Sigríður stóð vaktina í nýju vinnunni á tuttugustu og þriðju viku meðgöngu hófust fæð- ingarhríðir og þurfti hún að leggjast inn á Landspítalann. „Ég vann ekki meira þá meðgönguna og það var dælt í mig lyfjum til að stöðva fæð- inguna því leghálsinn var farinn að opnast. Ég lá inni meira og minna alla meðgönguna en á þessum tíma var þáverandi maður minn í Dan- mörku við nám svo þetta var frekar leiðinlegur tími.“ Á þrítugustu og sjöundu viku meðgöngu fékk Sigríður grænt ljós á að halda til Danmerkur þar sem ráð- gert var að barnið kæmi í heiminn. „Ég hef svo sem ekki læknisfræði- lega þekkingu en get ímyndað mér að lyfin sem ég fékk vikum saman áður hafi haft áhrif, því þegar kom að fæðingunni gerðist ekkert. En þar sem þetta var í Danmörku hef ég ekki fengið að sjá skýrsluna.“ Brútal aðgerðir Þrátt fyrir harðar hríðir gerðist útvíkkunin mjög hægt og lýsir Sig- ríður því sem þá tók við sem „brú- tal“ aðgerðum. „Belgurinn var sprengdur svo allt fór á fullt og á endanum kom barnið í heiminn á þremur klukku- stundum. Ég var sjálf óttaleg písl á þessum tíma en barnið stórt og mat ljósmóðirin það svo að það þyrfti að klippa fyrir kollinum. Það eina sem ég hef í raun fengið að vita að hafi farið úrskeiðis er að ljósmóðirin klippti mig á röngum stað og á röng- um tímapunkti. Það varð til þess að ég rifnaði alla leið aftur og inn á við, fjórða stigs rof, endaþarmsvöðvi skaðaðist auk bandvefjanna og litlu vöðvanna þar í kring sem halda öllu á sínum stað. Ég var svo látin bíða í um tvær klukkustundir með fæturna í uppi- stöðum með taubleiu í opinu sem var allt rifið og blæðandi. Ég missti tvo lítra af blóði í þessum hama- gangi og fékk blóðgjöf í kjölfarið. Enginn virtist þora að taka á málinu og var því kallað á lækni utan úr bæ til að sauma mig. Ég skildi dönsku illa og áttaði mig því ekki nægilega vel á því hvað væri að gerast.“ Fyrsta aðgerð af mörgum Sigríður lá inni í fimm daga og lýsir bæði vanlíðan og undarlegum vinnubrögðum á þeim tíma. „Ég kom ekki frá mér hægðum áður en ég fór heim og það var án gríns sett upp slanga, sem líktist helst venju- legri garðslöngu, til að reyna að skola út, án árangurs. Ég var samt send heim án þess að geta setið eða haft hægðir.“ Eiginmaður Sigríðar kom henni til heimilislæknis sem sá strax að saumarnir voru að gliðna og allt bólgið og sendi hana upp á spítala til skoðunar. „Þar kom í ljós blóð- söfnun, eða hematom, á stærð við greipávöxt, sem lokaði algjörlega fyrir allt fráflæði hægða. Því var ég lögð strax inn með barnið og fór í aðgerð þar sem svæðið sem hafði rifnað var opnað aftur og blóðið hreinsað út.“ Þetta var aðgerð númer eitt en síðan hafa aðgerðirnar og inngripin verið vel á annan tug. Tilraunir til Það er ekki öll fötlun sýnileg Sigríður er mikil útivistarmanneskja og stefnir hún á boðsund yfir Ermarsund í byrjun júní. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI að leiðrétta þann skaða sem varð í fæðingunni og olli bæði þvag- og saurleka og gríðarlegri skerðingu á lífsgæðum. Skömm og feluleikur Sigríður var eins og fyrr segir 23 ára að eignast sitt fyrsta barn og skað- inn sem varð í fæðingunni hafði mikil áhrif á líf hennar í framhaldi. „Þessu fylgdi mikil skömm og felu- leikur, því ekki var talað um þessi mál fyrir 33 árum. Hægðaleki, þvagleki, erfiðleikar við að stunda kynlíf líkamlega og andlega, þetta voru tabú. Það hjálpaði ekki að vera þarna langt frá sínum nánustu og líklega lærði ég þarna að best væri að harka bara af sér. Ég fór í aðgerð númer tvö sumarið eftir þegar ég flutti heim til Íslands en þá var sonur minn tíu mánaða. Vefir höfðu rifnað illa, legið var sigið og allt var í raun á röngum stað. Upp frá því hef ég farið í margar blöðru- sigsaðgerðir, margar ristilsigsað- gerðir, aðgerðir í kringum endaþarm og grindarbotn.“ Sigríður segir ástandið lagast eftir aðgerðir en þar sem vefir séu skemmdir endist batinn aldr- ei nema skamman tíma. „Það er munur á hörku og seiglu. Ég hélt ég væri búin að sýna svo mikla seiglu en í raun hef ég verið að fara þetta á hörkunni.“ Vandi í vinnu og útivist Sigríður starfaði lengi á hjartarann- sóknardeild Landspítala. „Þetta gat verið hrikalegt vandamál ef ég vann við aðgerðir enda ekki hægt að stökkva til. Þetta var alltaf á bak við eyrað, spurningin hvort ég myndi ná að hlaupa frá – líka í útivistinni,“ segir Sigríður sem hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja og ekki látið þennan vanda stöðva sig þar frekar en annars staðar. „Hægðir voru alltaf númer eitt í lífi mínu,“ segir Sigríður og hlær. „Í göngum og á ferðalögum vildi ég alltaf vera ein í bíl en gat ekki sagt við fólk að ég vildi vera ein því ég væri með svo mikið kúkavesen. Hver myndi nenna að hlusta á það væl eða reyna yfirhöfuð að skilja það? Í dag get ég sagt fólki að ég sé með stóma og þurfi því að sinna því og fólk sýnir því skilning,“ segir hún og hristir höfuðið yfir eigin for- dómum. Leghálsinn rifinn upp Sigríður á þrjá syni og segir fæðingu númer tvö hafa gengið eins og í sögu. „En í þriðju fæðingunni voru gerð stór mistök. Ég hafði farið í tvo keiluskurði áður en að þessari með- göngu kom og því var ekkert eftir af leghálsinum. Kvensjúkdómalækn- irinn minn setti því upp tvo sauma á fjórtándu viku meðgöngu til að halda betur við. Hún bað okkur manninn minn að muna með sér þegar hún tæki saumana að þeir væru tveir – en vanalega væri aðeins settur einn. Ég fór svo í saumatöku á þrítugustu og fimmtu viku og þá segir hún að aðeins sé um einn saum að ræða. Hún er sérfræðingur í áhættumeðgöngum en þrætti við okkur um þetta og svaraði með þjósti þegar við sögðum að það þyrfti að taka tvo: „Haldið þið að ég viti ekki hvað ég er að gera?“ Sigríður segir ekki hafa gengið að malda í móinn og því hafi aðeins einn saumur verið tekinn. Þegar svo kom að fæðingunni gekk illa og útvíkkunin kom ekki. „Ég reyndi að segja ljósmóðurinni að það væri saumur fyrir og var þá talin móður- sjúk. Á endanum þurfti að rífa upp leghálsinn með afli,“ segir Sigríður og minnist þess sérstaklega að ljós- móðirin hafi orðið eldrauð í framan við átökin. Nokkrum vikum eftir fæðinguna fór Sigríður til kvensjúkdómalæknis sem sagði hana með mikla sýkingu og dró út stóran saum. „Hann sagði við mig: „Þú varst að fæða barn með samansaumaðan legháls.““ Ekkert meira hægt að gera Sigríður segist hafa hringt í lækn- inn sem hafi saumað hana en hún hafi svarað: „Ég má ekki vera að því að tala við þig.“ Síðar hafi hún svo hringt til baka en komið með slakar afsakanir og útskýringar. „Þetta var hálfgert „orðasalat“ en ég gerði ekk- ert meira í þessu enda nóg að gera með að hugsa um stóra fjölskyldu. Þetta hjálpaði ekki til við ástandið á grindarbotninum og ég átti enn fleiri aðgerðir eftir. Kvensjúkdómalæknirinn minn sem bjargaði mér algjörlega, Gunn- ar Herbertsson, lét af störfum fyrir nokkru og ég leitaði þá til nýs læknis sem vísaði mér upp á Landspítala. Yndislegur læknir skoðaði mig þar og hún sagði: „Við getum ekki gert neitt meira fyrir þig – hefurðu íhugað að fá stóma?““ Sigríður lýsir tilfinningunni eins og að hafa verið slegin utan undir. „Þetta er ekki eitt- hvað sem ég hefði pælt í og ég upp- lifði ákveðna geðshræringu: Bæði ótta og eftirvæntingu.“  Nú er ég aftur á móti búin að vera í mikilli sjálfsvinnu, bæði hjá Kvenna­ athvarfinu og hjá sálfræð­ ingum. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 26 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.