Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 68
og fermingarblaðið okkar sem við gerðum um daginn. Það er ekki séns að gera þetta allt einn,“ útskýrir Hildur sem segist umkringd hæfi- leikaríku fólki. Hildur tekur fram að þær konur sem starfi hjá Yeoman séu bæði á breiðu aldursbili og alls konar í lag- inu. „Við framleiðum fjölbreyttar stærðir og tökum allar þátt í að máta snið og stærðir. Við hugsum mikið um að gera föt sem klæða alls konar líkamstýpur og gerum föt í stærðum frá XS-XXL. Okkur langar að gera föt sem efla sjálfstraustið, konur veita okkur innblástur og við viljum vald- efla þær með réttu flíkinni.“ Óður til bjartari tíma Það er alltaf mikil eftirvænting eftir nýrri línu frá Yeoman en í gærkvöldi var hulunni svipt af IN BLOOM, nýrri línu, með sýningu í Höfuð- stöðinni, safni Shoplifter í Elliðaárdalnum. „Línan er óður t i l bja r t a r i tíma sem eru loksins mætt- ir, partí, glimm- er, pastel og fjör. E f t i r þ en na n harða vetur lang- aði okkur bara í smá hamingju- sáldu r,“ seg ir hún og bendir á að í línunni sé að finna sumar- leg a r f l í k u r s e m h e n t i bæði í strand- ferðalögin og s u m a r æ v i n- týri í íslenskri náttúru. Stórstjörnur í Yeoman Markaðssetn- ing út f y r ir landsteinana er f lókið fyrir- bæri en erlendar stjör nur hafa sést í Yeoman- flíkum. „Þetta er marg- þætt en hef ur mikið að gera með samfélagsmiðlana okkar. Oft f inna stílistar stjarnanna okkur á Instagram og hafa samband. En einnig erum við með PR-skrifstofu í London sem sér um að lána f líkur til tónlistarfólks, leik- ara, eða áhrifafólks á sviði tísku. Kard- ashian-systurnar eru til dæmis með nokkrar f líkur í láni, svo stundum er maður heppinn og þær sjást í ein- hverju eins og Kylie Jenner sem birti mynd af sér á dög- unum í f lík frá mér. En stundum er maður það ekki.“ Sjálfri f innst Hildi skemmtilegast að vinna náið með tónlistarfólki. „Ég er til dæmis mikill aðdáandi sveitar sem heitir Kruangbin og við Laura, bassaleikarinn, spjöllum oft. Hún og hennar tónlist veita mér innblástur og hún hefur oft klæðst fatnaði frá mér við ýmis til- efni. Hún klæðir sig meira sjálf og er ekki alltaf með stílista.“ Hildur nefnir einnig bandarísku söngkonuna Kehlani. „Hún er algjör töffari og stílistinn hennar er oft í bandi að biðja um eitthvað nýtt og spennó fyrir mismunandi tækifæri.“ Stórar búðir banka upp á Hildur vann sjálf í plötubúð í mörg ár og segist alltaf hafa haft gaman af því að grúska í tónlist. „Nú þegar ég hef minni tíma í að uppgötva eitt- hvað nýtt hjálpar þessi vinna við það. Ég dýrka hvað þetta heldur manni á tánum tónlistarlega séð.“ Hildur segir fatnaðinn farinn að seljast töluvert erlendis í gegnum vefsíðuna. „Einnig eru stórar búðir úti farnar að banka upp á sem er frábært. Það er samt mjög erfitt að keppa við sendingarkostnað á öðrum erlendum síðum. Það mætti hjálpa þessari grein miklu meira en gert er hér heima svo hún verði samkeppnishæfari. Það er svo mikið af hæfileikafólki hér heima og þessi grein hefur alla burði til að verða mjög sterk útflutn- ingsgrein,“ segir hún að lokum. ■ Hildur segist hafa farið að vinna að klassískari flíkum á Covid-tímum. MYND/SAGA SIG Glaðlegt hönnunarteymi Yeoman. MYND/ANNA MAGGÝ Hildur Yeoman hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti fatahönnuður landsins og því alltaf mikil eftirvænting sem fylgir nýrri línu frá henni. IN BLOOM, óður til bjartari tíma, gefur sannarlega tóninn inn í sumarið. Við erum mikið partí- merki, þegar það mátti ekki djamma þá var því eðlilega rólegra hjá okkur, segir Hildur spurð út í hvernig reksturinn hafi farið út úr Covid-tímanum. „Fyrsta bylgjan var erfiðust, þá stóðum við á tómum Laugavegi að gera story fyrir Instagram eins og einhverjir veruleikafirrtir „influencers in the wild“,“ segir hún og hlær. „Það var samt það sem hélt í okkur lífinu, samfélagsmiðlar og vefverslunin okkar.“ Hún segist í framhaldi hafa lært betur á bylgjurnar og nýtt tímann vel. „Við vorum tilbúin með eitthvað nýtt og spennandi þegar losnaði um og fólk vildi fara að dansa. Eins fórum við að vinna að klassískari flíkum og ullarflíkum og ullarsett- um sem henta vel í útivist, sumar- og vetrarævintýri.“ Handteiknaði beint á flíkurnar Í upphafi ferilsins ha nnaði Hildu r aðallega aukahluti en fór svo að færa sig yfir í fatnað en segir sjálf að þær f líkur hafi verið algjör „showpieces“, og því eðli málsins samkvæmt ekki farið í framleiðslu. „Ég var þá að hand- teikna prentin beint á f líkurnar og bródera í þær. Eins voru fötin oft úr efnum sem hefðu illa þolað þvott. Ég var bara að gera tilraunir og leyfði mér að þróa minn stíl án þess að hugsa um að fólk myndi vilja ganga í f líkunum.“ En eftirspurnin myndaðist og árið 2015 ákvað Hildur að gera fyrstu línuna fyrir fram- leiðslu og síðan hafa þær verið þó nokkrar þó að hún segist ekki endilega hafa talið þær. Endurnýtt efni úr plasti Spurð um ferlið svarar Hild- ur ákveðin: „Tíska er team- work. Hönnunarteymið í Yeoman samanstendur af mér, Steinunni Eyju fata- hönnuði sem hefur verið með mér frá því við opn- uðum Yeoman verslunina og Alexöndru Jónsdóttur sem byrjaði fyrir um tveim- ur árum.“ Hildur segir í mörg horn að líta við hönnun fatnaðar. „Við erum ekki bara að hanna flík- ur, gera prent, drapera og sníða. Það þarf líka að finna bestu efnin, við höfum til að mynda lagt mikið upp úr því að finna efni úr endurnýttu hráefni,“ segir hún en endurnýttir þræðir, unnir úr plasti úr sjónum, eru notaðir í fatnað eins og sundboli og marga kjólanna en sumir þeirra eru unnir úr efni úr trjákvoðu. „Við sjáum líka alveg um mark- aðsmál sjálf, samfélagsmiðlana, setjum upp lookbook og blöð eins Partímerkið varð klassískara í faraldrinum Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Ný lína Yeoman, IN BLOOM, er óður til bjartari tíma. MYND/SAGA SIG Við hugsum mikið um að gera föt sem klæða alls konar líkamstýpur og gerum föt í stærðum frá XS-XXL. 32 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.