Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 84
Á að nota kynningu á bílnum til að safna fé fyrir nemendur með áhuga á tæknimennt- un sem ekki hafa efni á þannig námi. Bíllinn á að vera með hliðarhurðum sem auðvelda mjög aðgengi en hvort það þýði öfugar afturhurðir á eftir að koma í ljós. njall@frettabladid.is Við kynningu á nýjum ID.5 sem haldin var í Austurríki í vikunni og Fréttablaðið sótti, kom meðal ann- ars fram að von er á GTX útgáfu ID.3 á næsta ári. Mun koma hans verða á sama tíma og ID.3 fær andlits- lyftingu. Volkswagen hefur þegar komið með tilraunaútgáfu af þessum bíl sem skilar 329 hestöflum gegnum tvo rafmótora. Framleiðslubíllinn mun þó ekki fá sama afl en líklegra að hann muni nota sömu mótora og ID.4 sem skila 295 hestöflum. Þar sem bíllinn er mun léttari mun hann verða fljótari en ID.4 sem er 6,2 sek- úndur í hundraðið í GTX útgáfu. ■ VW ID.3 GTX mun koma á næsta ári Brandstatter forstjóri Volkswagen við ID.3 GTX til- raunabílinn. njall@frettabladid.is Samkvæmt vefmiðlinum Automo- tive News er Renault að fara að selja hlut sinn í Lada-bílamerkinu í Rúss- landi. Er salan tilkomin vegna inn- rásar Rússlands í Úkraínu sem haft hefur mikil áhrif á framleiðandann, svo ekki sé meira sagt. Að sögn miðilsins verður 68% hlutur Renault í AutoVAZ seldur fyrir eina rúblu eða um 20 krónur íslenskar. Er kaupandinn stofnun sem kallast Rannsóknastofnun bíl- iðna og er staðsett í Moskvu. Í fyrra seldi Renault gegnum merki sín 20 prósent allra bíla sem seldir voru í Rússlandi. Lada framleiðir tvo fólksbíla og þrjá jepplinga eins og sakir standa og er sá frægasti Niva sem lengi vel var seldur hér á landi. Mun samningurinn einnig kveða á um að Renault muni geta keypt aftur verksmiðjuna síðar á sama verði, hvað sem síðar verður. ■ Renault selur Lada fyrir eina rúblu Meðal þess sem samstarf Renault við Lada skilaði á sínum tíma var hönnun á nýjum Lada Niva. Fiskers-bílaframleiðandinn er á leiðinni með þriðja bíl sinn á markað á næsta ári, en það er fjögurra dyra GT-sportbíll sem mun hafa lengra drægi en nokkur annar rafbíll. njall@frettabladid.is Ameríska bílafyrirtækið Fiskers hefur sýnt hvernig næsti raf bíll merkisins muni líta út með því að birta mynd af bílnum sem kallast Project Ronin. Bíllinn er hannaður í Bretlandi og verður frumsýndur í ágúst á næsta ári. Eins og sjá má er bíllinn mjög sportlegur með löngu húddi, ávölum framenda og mikið afturhallandi framrúðu. Sjá má myndavélarspegla og það vottar fyrir samskeytum við aftasta hluta farþegarýmis sem bendir til þess að um fjögurra dyra bíl sé að ræða. Fiskers er að þróa fjóra nýja bíla fyrir árið 2025 og er Project Ronin líklega sá fyrsti af þeim. Að sögn Fiskers mun Ronin verða með sér- stökum hliðarhurðum sem eiga að auðvelda mjög aðgengi. Hvort að það þýði öfugar afturhurðir á þó eftir að koma í ljós. Eitt af mark- miðunum með þessum bíl er líka að kynna bíl með lengsta drægi rafbíla og hefur markið verið sett á meira en 890 km drægi. Bíllinn mun kosta um 26 milljónir króna þegar hann kemur á markað seinni hluta ársins 2024. ■ Fiskers að koma með fjögurra dyra sportbíl Um sportlegan bíl er að ræða með sérstökum hurðabúnaði. njall@frettabladid.is Mercedes AMG hefur kynnt bíl sem byggður er á AMG GT og kall- ast The Flip. Er bíllinn búinn til í samstarfi við rapparann will.i.am sem er einn af stofnendum Black Eyed Peas. Má sjá tilvitnanir í aðra Mercedes eins og G-línu og SLS sportbílnum í þessum bíl. Rappar- inn fékk meðal annars breytinga- fyrirtækið West Coast Customs til aðstoðar við hönnunina. Var hug- myndin með bílnum meðal ann- ars að nota kynningu bílsins til að safna fé fyrir nemendur með áhuga á tæknimenntun, sem ekki hafa efni á henni. „Fyrir mörg borgar- börn er það að eiga Mercedes merki um framfarir og að viðkomandi hafi náð árangri. Ég hef náð mark- miðum mínum og meira að segja komið með útgáfu af AMG-módeli. Ég snerti þó ekki vélina enda er það það sem AMG gerir best af öllum,“ sagði will.i.am. Öf lugasti GT-bíll Mercedes er 63 S sem skilar 630 hestöflum og 900 Nm togi, enda er um V8 vél að ræða með tveimur for- þjöppum. ■ Mercedes AMG kynnir The Flip The Flip er ansi sérstakur og lítur út eins blanda af ólíkum bílum. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.