Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 8
Áður en Jökulsá var
brúuð héldu líka
margir að það yrði
ómögulegt.
Einar Freyr
Elínarson,
oddviti
Erlent fyrirtæki hefur hug á
að flytja út gjall í allt að heila
öld. Íbúar á Suðurlandi eru
jákvæðir en vilja nýja höfn
nálægt námasvæðinu.
bth@frettabladid.is
IÐNAÐUR Hluti íbúa á Suðurlandi
vill skoða hvort rétt sé að fara í
framkvæmdir við nýja höfn austan
Víkur. Hugmyndin tengist áformum
um útflutning á gríðarlegu magni af
vikri. Vík er eina hafnlausa sjávar-
pláss landsins.
Fyrirtækið EP Power Minerals
leitar leiða til að fá leyfi til að flytja
mikið magn af vikri eða gjalli frá
námum við Hafursey sem er í landi
Kolbeinshöfða. Fyrirtækið gaf ekki
kost á viðtali um áformin að sinni
en ef mat á umhverfisáhrifum
verður jákvætt er til skoðunar að
flytja vikurinn frá Hafursey til Þor-
lákshafnar og skipa efninu þar upp í
flutningaskip þar sem siglt yrði með
vikurinn í þeim tilgangi meðal ann-
ars að nýta gjallið sem íblöndunar-
efni í sement. Forskoðun bendir til
að gjallið í námunni gæti dugað í
útflutning allt að heila öld.
Hluti heimamanna á Suðurlandi
sem hlynntir eru áformunum telur
að hægt væri að koma í veg fyrir
stórfellda umferð flutningabíla um
þjóðveginn með því að láta gera
nýja höfn nálægt námasvæðinu.
Höfnin fengi þó fleiri hlutverk.
Vík hefur í gegnum tíðina verið
kölluð hafnleysa, enda eina sjávar-
þorp landsins þar sem aldrei hefur
verið höfn, að sögn Einars Freys
Elínarsonar, oddvita í Mýrdals-
hreppi. Hann er í hópi áhugasamra
íbúa um hafnargerð og þegar Frétta-
blaðið tók hann tali á Suðurlandi
í vikunni benti hann á að ekki
væru bara atvinnuleg tækifæri í
þessum hugmyndum heldur einn-
ig umhverfisleg.
„Þessir f lutningar á vikrinum
gætu orðið mjög óumhverfisvænir
og þess vegna hefur sveitarfélagið
lagt til að skoðað verði að gera nýja
höfn á suðurströndinni,“ segir Einar.
Hann tekur fram að hugmyndirnar
miðist ekki við að hið opinbera
standi straum af gerð nýrrar hafnar.
Einar telur enga ástæðu til að
ætla að vandræðagangurinn við
Landeyjahöfn muni endurtaka sig
með nýrri höfn við Vík. Hægt sé að
bregðast við sandburði með tækni-
legum útfærslum.
„Maður skilur að mörgum þyki
það langsótt hugmynd að gera hér
nýja höfn en áður en Jökulsá var
brúuð héldu líka margir að það yrði
ómögulegt,“ segir Einar.
Einhæfni atvinnulífs er vanda-
mál í Mýrdalshreppi að sögn Einars.
Íbúar þurfi að vera vakandi fyrir
fleiri tækifærum þótt blómleg ferða-
þjónusta sé mikil blessun. Hann
segir að rætt hafi verið um nýja höfn
við Dyrhólaey alla síðustu öld eða
þangað til hún var friðlýst. n
Vilja nýja höfn við
Vík og stórfelldan
útflutning á gjalli
Hugmyndir eru uppi um nýja höfn austan Víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups á Hólum hefur verið samþykkt
og verður lögð fram 6. maí 2022. Viðmiðunardagur skilyrða kosningar-
réttar er 28. apríl 2022.
Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri https://kirkjan.is/vígslubiskup/kjör-
skrá hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn inn-
skráningarþjónusta, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill. Athugasemdir vegna kjörskrár
skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst.
Athugasemdir skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is
Tilnefningin verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00 hinn 19. maí 2022 og lýkur
kl. 12:00 hinn 24. maí 2022. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga
sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. ofangreindar starfsreglna.
Rétt til að tilnefna hafa vígðir einstaklingar sem kosningarréttar njóta auk
leikmanna á kirkjuþingi, þ.e.:
• Þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjurnar er tilheyra
prófastsdæmum sem eru í Hólaumdæmi.
• Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru
í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér
á landi og sem starfa í Hólaumdæmi
• Kirkjuþingsmenn.
• Vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands.
• Vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.
Áætlað er að kosning vígslubiskups á Hólum hefjist kl. 12:00 hinn 23. júní 2022
og ljúki kl. 12:00 hinn 30. júní 2022.
Reykjavík, 6. maí 2022
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Anna M. Karlsdóttir, formaður.
Auglýsing um
framlagningu kjörskrár og
tilnefningar vegna kosningar
vígslubiskups á Hólum
sbr. 9. og 11. gr. starfsreglna um kosningu
biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022.
Óbreytt starfsemi
Sami sími - 595 1300
Nýr staður.
HeilSugæSlaN lágmúla
flytur!
Við opnum á nýjum stað 11. maí nk., Hallgerðargötu 13, Kirkjusandi, 105 reykjavík.
Heitum nú, Heilsugæslan Kirkjusandi.
birnadrofn@frettabladid.is
GARÐABÆR Sara Dögg Svanhildar-
dóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ,
segir mikla óvissu um hvar fjörutíu
börn í Barnaskóla Hjallastefnunnar
muni sækja skóla í haust.
„Skólahúsnæðið á Vífilsstöðum
er sprungið og hefur Barnaskólinn
óskað eftir að fá að koma fyrir
færanlegu húsnæði á lóðinni. Þessu
hefur Garðabær ekki svarað og því
er hægt að tryggja skólavist barna
á miðstigi. Í stað þess að afgreiða
málið er því vísað á milli nefnda,“
segir Sara.
„Hér er sveitarfélagið að missa for-
ystu sína í stuðningi við sjálfstætt
starfandi skóla, sem er ekki lengur
sambærilegt við rekstrarumhverfi
nágrannasveitarfélaganna. Garða-
bær er að taka stór skref afturábak,
á sama tíma og Hafnarfjörður og
Reykjavík taka stór skref í þágu for-
eldra og valfrelsis,“ segir Sara. n
Segir óvíst hvar börnin sæki skóla
Sara Dögg
Svanhildardóttir,
bæjarfulltrúi
Garðabæjar
og oddviti
Viðreisnar
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Dagur B. Eggertsson, borg-
arstjóri Reykjavíkur, Ásmundur
Einar Daðason, mennta- og barna-
málaráðherra, og Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra skrifuðu í
gær undir viljayfirlýsingu þess efnis
að ný þjóðarhöll fyrir innanhúss-
íþróttir rísi í Reykjavík. Stefnt er
að því að framkvæmdum ljúki árið
2025 en þetta er ekki í fyrsta sinn
sem skrifað er undir slíka viljayfir-
lýsingu.
Ef hugmyndir þeirra rætast mun
ný þjóðarhöll verða tilbúin á sextíu
ára afmæli Laugardalshallar sem
hefur verið á undanþágum frá í
rúma tvo áratugi. n
Vilja reisa nýja
höll á næstu árum
kristinnpall@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Sigurður Ingi Jóhanns-
son kynnti á ríkisstjórnarfundi gær-
dagsins tillögu um að skipa verk-
efnisstjórn sem sér um undirbúning
þess að leggja Sundabraut.
Miðast undirbúningurinn við að
framkvæmdir hefjist árið 2026 og
að Sundabrautin verði tilbúin til
notkunar 2031. Áætlaður kostnaður
verði 1,5 milljarðar en að með þessu
minnki akstur Íslendinga um 150
þúsund kílómetra á sólarhring. n
Sundabraut klár
innan áratugar
8 Fréttir 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ