Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 88
Viðmótshöfundurinn Salvar Þór Sigurðarson, einn mesti aðdáandi myndasögunnar Calvin og Hobbes, gleðst í tilefni dagsins, en í dag er Free Comic Book Day. Hann segir höfund Calvin og Hobbes snilling sem hafi lyft mynda- söguforminu á hærra stig. emd@frettabladid.is „Ég var sirka tíu ára þegar ég fékk fyrstu bókina um Calvin og Hobbes og man eftir að hafa fund- ist það skemmtilegasta bókin sem ég átti. Ég á mjög hlýjar minningar um þessa karaktera,“ segir Salvar, og vísar þar til myndasögu um þá félaga Calvin og Hobbes sem kom út í dagblöðum í Bandaríkjunum á árunum 1985 til 1995. Fjörugt ímyndunarafl Myndasagan naut gríðarlegra vin- sælda þar í landi og fjallar um Calv- in, sem er mjög hugmyndaríkur en frekar óstýrlátur sex ára drengur, og Hobbes, sem er tuskudýrið hans. En í huga Calvin er Hobbes lifandi. „Það fer í raun eftir því hver er að horfa. Ef einhver fullorðinn, til dæmis foreldrar hans eða kennari eru í kring, þá er Hobbes tuskudýr. En þegar þeir eru bara tveir er hann ógurlegt lifandi tígrisdýr,“ segir Sal- var, og bætir við að fjörugt ímynd- unaraf l Calvins sé í raun rauði þráðurinn í gegnum sögurnar, þar sem þeir lenda í ýmsum ævintýrum. Salvar segir að snilldin við Calvin og Hobbes sé ekki eingöngu mynda- sagan sjálf, heldur einnig höfundur hennar. „Þegar ég fór að kynna mér Bill Watterson og hans karakter jókst áhuginn og virðingin fyrir verkinu. Sagan var í raun hans leið til að tjá allar hliðarnar á sjálfum sér. Hans líf endurspeglast í persón- unum og því sem þeir lenda í. Það er bara einhver snilld í þessu sem erfitt er að benda á nákvæmlega hver er,“ segir Salvar og hlær. Listræna gildið meira virði Rúmlega tíu árum eftir að mynda- sagan birtist fyrst ákvað Watter- son að setja þar punktinn yfir i-ið og hætta að teikna þá Calvin og Hobbes, þrátt fyrir svakalegar vin- sældir og mikla eftirspurn – ekki bara í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Salvar segir ástæðuna að baki því vera að Watterson hefði náð öllu því fram sem hann gæti á þessum miðli, og því væri þessum kafla lokið. Þegar allt kom til alls hefði Wattson í raun verið sama um gróða, enda hefði hann gefið út einhverju sinni að hann ynni ein- göngu að þeim verkefnum sem gæfu honum einhverja lífsfyllingu. „Það er eitthvað svo geggjað að vita til þess að listræna gildið var honum meira virði en peningar. Þetta er mjög fersk hugsun í heimi þar sem maður verður eiginlega að græða. Hann hafði rosa sterka sann- færingu um það sem hann vildi gera og var sama um hvað öðrum fannst um það,“ segir Salvar, og bætir við: „Það er eiginleiki sem margir, og að minnsta kosti ég, ættu að tileinka sér meira.“ n Hætti með heimsfræga myndasögu á toppnum Salvar keypti á dögunum fjórar bækur með Calvin og Hobbes og les þær með syni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er eitthvað svo geggjað að vita til þess að listræna gildið var honum meira virði en peningar. Salvar Þór Sigurðarson Í kvöld er flogið til Mílanó. Við stöllur skelltum okkur í Hörpu í gær í PCR-próf, og á meðan við stóðum í röð mættum við röð af fullum köllum í bananabúningum, sem hrópuðu á okkur: „Tiktok-Frétta- blaðsins!“ Sem er ágætis áminn- ing fyrir þá sem ekki vissu af því góða efni sem þar er að finna. Við vorum að hakka í okkur sushi eins og gamlir fresskettir klukkustund seinna, þegar símarnir víbruðu með kærkomnum tilkynningum um að hvorug okkar væri með Covid. Léttirinn var ólýsanlegur. Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að Íslenski hópurinn í Tórínó hafi náð fyrsta slökunar- deginum í gær síðan hann lenti. Keyrslan á þeim er auðvitað búin að vera svakaleg og hátíðargestir og fjölmiðlar láta þau ekki í friði, rokkstjörnu-stæl. Það er ekki síst bróðir systranna og fjórði meðlimur bandsins, Eyþór Ingi, merkilegt nokk annar maðurinn í röð sem heitir Eyþór Ingi sem fer á stóra sviðið fyrir Íslands hönd, sem vakið hefur mikla athygli fyrir íslenskan þokka og fegurð. Ítalskar unglingsstúlkur eru í þessum töl- uðu að prenta út plaköt af þessum heitasta kúreka norðursins. Hópurinn hefur stutt við efna- hag gestgjafanna með verslunar- og kaffihúsaferðum. Í dag ætla þau að skella sér í sveitaferð í ítalska vorinu sem hljómar ekki illa. Næst tekur við sunnudagur með opnunarhátíð; mánudagur með æfingu og þriðjudagur með undankeppni verða síðan þyngstu dagarnir í dagskránni hingað til. Við sitjum ekki saman í flug- vélinni en ætlum hugsanlega að reyna að sjarmera einhvern Ítala til að skipta um sæti við okkur, með öllum ráðum, sveiflandi höndum, fótum og gulum hárlengingum. Við gistum síðan í mannaboxum á flug- vellinum í Mílanó í nótt. Nú hefst ævintýrið. Og þið getið fylgt okkur til Ítalíu á samfélagsmiðlum! n Mannabox og bananabúningar Nína Richter og Ingunn Lára Kristjánsdóttir Fréttablaðið á Eurovision @frettabladid.is @frettabladid @frettabladid_is Velkomin á Borgarsögusafn Aðalstræti! Götuleikhús, víkingar, andlitsmálning, dans og tónlist. Velkomin á opnun götuhátíðar og sýningar í Aðalstræti laugardaginn 7. maí kl. 13-16. Ljósmynd: Aðalstræti1898, Sigfús Eymundsson. Borgarsögusafn, Aðalstræti 10 101 Reykjavík Opið alla daga 10:00–17:00 www.borgarsogusafn.is LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.