Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 70
Eftirfarandi er skrifað á ábyrgð höfundar sem náttúrubarns, ekki blaðamanns. Björn Þorláksson Orð eru alls konar. Sum orð virðast gegna þeim tilgangi helstum að smætta, draga úr. Önnur ýkja upp. Engin orð eru hlutlaus. En orð eru stundum til alls fyrst. Sá sem leggur leið sína upp í fjallasalinn að Lambhagafossi, sá sem gengur hljóður hugsandi, með orð sín í huganum, ekki á vörunum, með ekki annan félagsskap en hrossagauk í grennd, kemur ekki óbreyttur til baka. Sá sem gengur í gegnum hreinsunareld hins verald- lega vafsturs á göngu að þessu svæði finnur opnast fyrir tilfinningar sem við erum kannski vön að halda niðri vegna síbylju áreitis í veraldlegu vafstri. Þarna er heimurinn algjörlega ósnortinn, ummerki mannshandar- innar hvergi sjáanleg. Svæðið varið af náttúrunnar hálfu utan alfararleiðar, en nú stendur til að umbylta þessu öllu vegna fyrirhugaðrar Hnútuvirkj- unar í Hverfisfljóti, Skaftárhreppi. Orðið rask hafði komið upp í hug- ann, orð sem getur hljómað frekar sakleysislega. Orðið rask kemur fyrir í skýrslum um umhverfisáhrif af rennslisvirkjun, röskun vatns- magns, rask á gljúfri ef virkjað verð- ur. En þegar komið er á leiðarenda, og það rennur upp fyrir manni að stöðvarhús virkjunarinnar mun að óbreyttu rísa aðeins steinsnar frá fossunum, auk þess sem sár opnast þegar vegur verður lagður yfir hið sögulega og einstaka mosavaxna hraun, Eldhraun Skaftárelda, sjálfra móðuharðindanna sem komu af stað frönsku byltingunni, kviknar vissa um að orðið rask er ekki nálægt því að endurspegla það mikla inngrip sem nær væri að kalla hamfarir og er að óbreyttu handan við hornið. Orðið sem lýsir best afleiðingum ákvarðana þeirra manna sem þarna véla um er ekki rask heldur eyðilegg- ing. Að kyrkja foss er stór ákvörðun. Sérstaklega ef ákvörðun um hálstak er tekin í blóra við lög sem ætlað er að vernda slíka perlu. Sá sem situr hljóður við fossinn með þungt hjarta af hugsunum, seytlandi vatni og hrossagauk, hlýtur líka að hugleiða að í efnahags- legu tilliti er þessi virkjun afskaplega vafasöm, því með vaxandi ferða- þjónustu opnast fleiri tækifæri fyrir þá sem eru tilbúnir að borga mikla peninga fyrir þá upplifun að fá að heimsækja síðustu ósnortnu staði heimsins. Myndir Antons Brink segja sögu af veröld sem er. Veröld sem blasir við að verði eyðilögð. n Orðin, áformin og eyðileggingin FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 34 Helgin 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.