Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 34
Bjórböðin á Árskógssandi
njóta mikilla vinsælda og
áhugavert er að heimsækja
þau. Bjórböðin voru stofnuð
árið 2015 af Agnesi Sigurðar-
dóttur og Ólafi Þresti Ólafs-
syni, eigendum brugg-
verksmiðjunnar Kalda á
Árskógssandi og voru opnuð
árið 2017.
sjofn@frettabladid.is
Bjórböðin eru staðsett á afar fal-
legum stað þar sem útsýnið er ein-
stakt og sjá má Hrísey, Kaldbak,
Þorvaldsdal og Múlann. Stundum
má sjá glitta í hvali í Eyjafirðinum
og fjallasýnin er öll hin fegursta.
Leyndardómur Bjórbaðanna er
einstaklega góð spa-meðferð fyrir
líkama og sál. Þeir sem hafa notið
bjórheilsulindarinnar segjast
koma endurnærðir eftir heim-
sóknina og húðin verði silkimjúk.
Það er þessi dásamlega blanda
sem er í bjórböðunum sem nærir
húðina og gefur henni fallega
áferð.
Í bjórbaði baðar fólk sig í
ungum bjór, lifandi bjórgeri,
humlum, vatni, bjór, olíu og bjór-
salti. Bjórinn er ungur í gerjun og
er á þeim stað í ferlinu að hann
hefur lágt pH-gildi og hefur þar af
leiðandi stinnandi og mýkjandi
áhrif á húð og hár. Bjórgerið sem
notað er í böðin er einstaklega
ríkt af nánast öllum B-vítamín
skalanum, sem er endurnærandi
fyrir húð og hár. Sömuleiðis er
gerið ríkt af próteini, kalíum,
járni, sinki og magnesíum. Það má
því segja að þetta sé sannkölluð
heilsulind.
Endurnærandi bjórbað
Humlarnir sem eru notaðir í böðin
hafa góð áhrif á líkamann þar sem
þeir eru ríkir af andoxunarefnum
og alfa-sýrum. Olíurnar og örefnin
úr plöntunni hafa bólgueyðandi
áhrif og eru einnig notuð til að
minnka roða í húð og hafa góð
áhrif á æðakerfið. Það er sannað að
humlar hafa slakandi áhrif á vöðva
og líkama. Til að fá sem mest út
úr böðunum er mælt með því að
fara ekki í sturtu í þrjár til fimm
klukkustundir eftir baðið til að
árangurinn sé sem bestur. Þessi
meðferð er hreinsandi fyrir húðina
og hefur jákvæð áhrif á heilsuna.
Fyrir þá sem það ekki vita virkar
bjórbað þannig að fólk liggur í
25 mínútur í baði sem er fyllt af
bjór, vatni, humlum og geri. Eftir
það er farið slökun í 25 mínútur.
Á staðnum eru sjö ker í sérklefum
og í boði er að pör geti farið saman
í baðið. Hitastig baðkaranna er
u.þ.b. 37 til 39°C og fyllt upp með
nýrri blöndu fyrir hvern kúnna.
Ekkert aldurstakmark er í bjórbað
þar sem bjórvatnið er ódrykkjar-
hæft en bjórdæla er við hvert bað
fyrir þá sem vilja fá sér bjór og hafa
aldur til.
Það er fjölmargt annað í boði
í Bjórböðunum og má þar nefna
heita potta utandyra þar sem hægt
er að njóta útsýnisins eða að fara í
sánu. Heitu pottarnir eru tveir en
þeir innihalda aðeins vatn. Þeir
eru handsmíðaðir úr sedrusviði
og koma frá Kanada. Margir velja
að fara í pottana áður en farið
er í böðin sjálf og má með sanni
segja að þetta sé sannkölluð nátt-
úruupplifun. Á staðnum er líka
veitingastaður þar sem hægt er
að fara í bjórsmakk og prófa allar
tegundirnar frá bruggverksmiðju
Kalda og njóta góðra kræsinga.
Hér eru leyndardómar bjórsins
krufnir til mergjar og það besta
úr bjórnum nýtt til að endurnæra
líkama og sál. ■
Leyndardómar Bjórbaðanna
Það er hægt að
skapa sér róm-
antíska stund í
Bjórböðunum á
Ársskógströnd í
Eyjafirði.
MYND/AÐSEND
Boðið er upp á heita potta utanhúss í fallegu umhverfi og sauna. Einnig er
veitingastaður og hægt er að fara í bjórsmakk hjá Kalda. MYND/AÐSEND
Það kom mér
mikið á óvart að
eftir stuttan tíma minnk-
uðu bólgurnar mikið og
verkirnir eiginlega
hurfu.
Pétur Björnsson
Pétur segir að
Protis Liðir hafi
hentað honum
frábærlega og
gert honum
kleift að fara
aftur að hreyfa
sig og hjóla,
en áður voru
allir „demparar“
farnir úr hnján-
um. Hann fann
mikinn mun á
sér eftir fimm
daga notkun og
honum versnar
fljótt ef hann
sleppir því að
taka Liði.
MYNDIR/AÐSENDAR
Sæbjúgu
eru gjarnan
kölluð „ginseng
hafsins“ en þau
innihalda lífvirka
efnið sapónín
sem er í Protis
Liðum.
Protis sérhæfir sig í þróun,
framleiðslu og sölu á líf-
virku fiskprótíni úr villtum
íslenskum þorski og öðru
sjávarfangi. Lífsgæði Péturs
Björnssonar gjörbreyttust
eftir að hann byrjaði að taka
Protis Liði.
Protis Liðir er náttúrulegt fæðu-
bótarefni sem unnið úr kollagen-
ríkum skrápi sæbjúgna með
viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni,
fyrir viðhald vöðva og túrmeriki
fyrir bólgueyðandi áhrif. Pétur er
búsettur á Sauðárkróki og starfar
sem kerfisstjóri hjá tölvufyrir-
tækinu Fjölneti, sem hann á og
rekur. Pétur hefur alla tíð stundað
íþróttir enda segist hann vera
keppnismaður. Ástæða þess að
hann byrjaði að taka inn Protis
Liði var ónýt hné.
Áhrifin komu á óvart
„Ætli ég hafi ekki byrjað að taka
Protis Liði vegna verkja í hné. Það
var fyrir um það bil sex árum.
Annað hnéð er brjósklaust og
klippa þurfti til liðþófa. Ég hef farið
í tvær aðgerðir vegna þess. Þá hef
ég einnig farið í aðgerð út af hinu
hnénu. Þar hafa liðþófar einnig
verið klipptir auk þess sem sprunga
er í brjóski. Þegar ég reyndi að
hreyfa mig urðu hnén stokkbólgin,
líkt og handbolti að stærð. Þessu
fylgdu miklir verkir, til dæmis
þegar ég gekk upp tröppur. Mér
fannst líka erfitt að sitja lengi í bíl
eða flugvél. Það var virkilega erfitt
fyrir mig að keyra frá Sauðárkróki
til Reykjavíkur,“ útskýrir Pétur.
„Ég hafði ekki mikla trú á Protis
Liðum í upphafi, en ákvað að prófa
að taka inn fjórar töflur á dag með
morgunmatnum. Um sama leyti
hætti ég að gleypa Voltaren rapid,
sem er bólgueyðandi lyf og fer ekki
vel í maga. Það kom mér mikið á
óvart að eftir stuttan tíma minnk-
uðu bólgurnar mikið og verkirnir
eiginlega hurfu. Ég veit svo sem
ekkert hvernig ég á að að útskýra
þetta, en það er eins og eitthvað
læknist í hnénu með Protis Liðum.
Ég gat allt í einu skokkað smá-
vegis og hreyft mig. Áður voru allir
„demparar“ farnir úr hnjánum,“
segir hann.
Fór að geta hjólað
Pétur er kyrrsetumaður þar sem
hann starfar við tölvur og finnst
því mikilvægt að hreyfa sig. „Ég
hjóla mikið. Það gat ég illa gert
fyrir sex árum. Það var í rauninni
alveg magnað að strax á fimmta
degi eftir að ég byrjaði á Liðum var
ég farinn að finna mikinn mun á
mér. Sömuleiðis versnaði mér fljótt
þegar ég sleppti að taka inn Liði og
fékk aftur vonda verki. Protis Liðir
hafa hentað mér frábærlega og ég
er ekkert að liggja á skoðunum
mínum um að þetta gerir mér
mjög gott. Ef ég myndi hætta alveg
að taka Liði væri ekkert annað
í stöðunni en að fara í hnjáliða-
skipti. Á meðan þetta er í lagi er ég
ekkert að hugsa um slíkt.“
Þegar Pétur er spurður hvort
hann viti um ástæðu þess að hnén
gáfu sig, svarar hann: „Ég slasaðist
fyrir rúmum 28 árum þegar ég var
að hlaupa utanvegar í Noregi þar
sem ég var í námi. Steig illa niður
og reif liðþófa, átti síðan að fara í
aðgerð sem aldrei varð úr, þannig
að fóturinn varð alltaf verri og
verri. Ég fór að setja allan þungann
á hinn fótinn og skemmdi hann
líka. Það má segja að þetta séu
týpísk íþróttameiðsli. Ég hljóp
mikið á þessum árum og tók þátt
í hinum og þessum íþróttum.
Þegar maður er vanur að hreyfa sig
kemur upp eirðarleysi og pirringur
ef það er ekki hægt af einhverjum
orsökum. Ég hef reynt ýmislegt
en á mjög erfitt með hlaup. Ég hef
hins vegar fundið mig á reiðhjólinu
enda gerir það mér gott að hjóla.
Það er frábært að hjóla hér um
sveitirnar, lítil umferð og fátt sem
truflar,“ segir Pétur. „Ég fer því út
að hjóla á hverjum degi.“
Ginseng hafsins
Skrápur sæbjúgna inniheldur
lífvirka efnið kondroitín súlfat.
Skrápur sæbjúgna inniheldur einn-
ig hátt hlutfall af sinki, joði og járni
og eru sæbjúgu gjarnan kölluð
„ginseng hafsins“ en þau innihalda
lífvirka efnið sapónín. Kollagenið
sem unnið er úr sæbjúgum inni-
heldur hátt hlutfall af mikilvægum
amínósýrum, sérstaklega tryp-
tófan, auk mangans og nauðsyn-
legra vítamína fyrir heilbrigð bein,
brjósk og liðvökva. ■
Nánar á protis.is.
Protis-vörurnar fást í apótekum,
heilsuverslunum og heilsuhillum
stórmarkaða.
Fór að geta hreyft sig aftur með Protis Liðum
4 kynningarblað A L LT 7. maí 2022 LAUGARDAGUR