Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 07.05.2022, Blaðsíða 86
Ég er ekki frá því að þetta inngrip Rósu í myndveröld Ásmund- ar sé með allra áhuga- verðustu sýningum sem haldnar hafa verið í húsakynnum meistar- ans. Athyglin beinist að ytra laginu, skurninni, skelinni og belgnum. Skúlptúrana vinnur Nína úr keramík og er hver skúlptúr hand- mótaður. MYNDLIST Loftskurður Rósa Gísladóttir og Ásmundur Sveinsson Ásmundarsafn Aðalsteinn Ingólfsson Í þrívíddarverkum sínum hefur Rósa Gísladóttir aldrei valið sér greiðustu leiðina að listrænu tak- marki og lýðhylli. Hvernig sem ver- öldin veltist reiðir hún sig á innsæi sitt og sannfæringu. Og sjá, eðlis- ávísunin hefur borið Rósu áleiðis að þeim stað þar sem hún er stödd í dag, á myndlistarsviði þar sem ríkir tær og mikilfenglegur einfald- leiki formanna, uppfullur af and- legu frjómagni og virðingu fyrir menningararfi aldanna. Um þetta vitnar yfistandandi sýning hennar í Ásmundarsafni. En óumdeilt er að á opinberum vettvangi hefur mód- ernísk formhyggja af þessu tagi, voldug og knöpp, látið undan síga fyrir tilraunaverkefnum á konsept- kantinum, pálmatrjám í glerkössum og öðru í þá veru. Ætli skúlptúrar Péturs Bjarnasonar heitins á víða- vangi í Garðabæ og járnskúlptúr Hallsteins Sigurðssonar til hyll- ingar rafveitunni í Hafnarfirði séu ekki einu fulltrúar hreinræktaðrar formhyggju í borgarlandslaginu hér frá síðustu áratugum? Sjálf hefur Rósa tekið þátt í nokkrum lokuðum samkeppnum um opinbera myndlist hér á landi, en aldrei verið fengin til að fullgera tillögur sínar. Sem er okkar missir, því þar sem verk Rósu hafa verið sett upp í borgarlandslagi hafa þau verið verulega áhrifamikil. Ég nefni ein- ungis sýningu hennar í Rómaborg 2012, þar sem hún steypti risastór tilbrigði um brúkshluti og skreyti úr grárri forneskju Rómverja og kom þeim fyrir á torgi Trajanusar í rústum gömlu borgarinnar. Með þessum hætti efndi hún til frjórrar formrænnar og hugmyndalegar samræðu venslaðra forma úr fortíð og nútíð. Líf skugganna Það er sem sagt með uppstokkun og tilfæringum á hvítum einingum í yfirstærð sem Rósa nær helst fram markmiðum sínum; ekki síst að gefa til kynna nærveru hins óefnislega í gegnheilu efninu. Og fyrir henni er ekkert efni hvítara og næmara fyrir lífi skugganna en skjanna- hvítt gifs. En gifs er auðvitað bæði viðkvæmt og gljúpt, hentar því alls ekki til staðsetningar utandyra. En innan dyra og í nánu samneyti við Ásmund Sveinsson er Rósa í essinu sínu, ekki síst vegna þess að Ásmundur, hvers sérgrein var myndmótun en ekki myndhögg, steypti mikinn hluta verka sinna í gifs. Fyrir Ásmundi var gifsið hins vegar millistig, en ekki endanlegt markmið. Lokatakmarkið var oftast nær brons- eða steinsteypa. Í sjálfu sér á Rósa ekkert vantalað við fígúratíf eða hálffígúratíf verk Ásmundar, heldur efnir hún til umfjöllunar um formskyn hans, eins og það birtist í hans stærsta og ef til vill merkilegasta rýmisverki, sjálfri Kúlunni í sinni uppruna- legu – og drif hvítu – mynd. Lista- konan bútar bygginguna niður í frumeiningar sínar, en virðir upp- runaleg hlutföll þessara eininga. Þessum einingum raðar hún saman með ýmsum hætti, sem væru þær hluti af myndmáli óhlutbund- inna forma. Við það verða til eins konar konkret verk, myndlistar- legar samantektir um húsið – á víð og dreif um húsið. Stórbrotnust eru tilbrigðin um sjálfa Kúluna, sem birtist annars vegar sem eins konar öfugt kerald, eitt og sér, eða í samfloti með hvítum ferningum eða strendingum, hins vegar sem risastórt opið kar, heilir 2 metrar í þvermál. Við réttar aðstæður er engu líkara en þetta kar safni til sín þeirri birtu og þeim skuggum sem inn í sýningarrýmið rata. Virkjun tómarúmsins Einnig er hrífandi hvernig Rósa les úr tómarúminu í byggingarfræði Ásmundar; hvernig hann loftar á milli eininga, eða hleypir birtu inn í þær. Eða hvernig hann galopnar veggi til að tengja saman skúlp- túrverk og arkitektúr. Eða einfald- lega til að gera áhorfendum kleift að skoða tvö eða f leiri verk sam- tímis. Þessi „bil“, „op“ eða „skjáir“ í rýmisverkum Ásmundar verða Rósu tilefni til skemmtilegra upp- brota á þeim gegnheilu einingum sem leggur undir. Ég er ekki frá því að þetta inngrip Rósu í myndveröld Ásmundar sé með allra áhugaverð- ustu sýningum sem haldnar hafa verið í húsakynnum meistarans. ■ Um hvítu kúluna Rósa Gísladóttir sýnir verk sín í Ásmundarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGIR ARI Listakonan bútar bygginguna niður í frumeiningar sínar. kolbrunb@frettabladid.is Listamaðurinn Carl Boutard opnar í dag, laugardag 7. maí, klukkan 15 sýninguna Peanuts í Y gallery í Hamraborginni. Sýningin stendur til 28. maí. Carl Boutard hefur í sinni list- sköpun skoðað framleiðslu náttúr- unnar sem fylgir ákveðnum strúkt- úrum og stöðugri endurtekningu. Á sýningunni Peanuts fæst lista- maðurinn við samhljóminn milli mótaaðferða við skúlptúrgerð og þeirrar mótagerðar sem verður til af náttúrunnar hendi. Athyglin beinist að ytra laginu, skurninni, skelinni og belgnum. Carl Boutard (f. 1975) býr og starfar í Reykjavík. Hann er dós- ent í myndlist við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á síðasta ári sýndi hann í Listasafni Reykja- víkur, Ásmundarsafni og Skissernas Museum í Lund. ■ Carl í Y gallery Sýningin Pea- nuts er í Hamra- borginni. kolbrunb@frettabladid.is Á sýningunni Iðkun / Practice í Listavali á Granda sýnir Nína Ósk- arsdóttir röð nýrra skúlptúra þar sem hún veltir fyrir sér hugmyndum um heilagleika í menningarlegum skilningi. Skúlptúrana vinnur Nína úr keramík og er hver skúlp- túr handmótaður og unninn út frá þeirri hönnun og fagurfræði sem birtist í trúarlegri iðkun. Sýningin stendur til 22. maí. ■ Hugmyndir um heilagleika Einn af skúlptúrum Nínu. MYND/AÐSEND 50 Menning 7. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.