Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 14

Bændablaðið - 24.03.2022, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202214 „Við erum að hefja hönnun á nýjum saltsteini með þaramjöli í samvinnu við bændur hér í nágrenninu og hann mun væntan- lega koma á markað áður en langt um líður,“ segir Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi Ektafisks ehf. á Hauganesi. Ektafiskur hefur fengið styrk úr uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til að vinna að vöruþróun á nýjum saltsteini fyrir búfé. Á vegum Ektafisks var á liðnu ári unnið að undirbúningi vegna framleiðslu á saltsteini og fór að sögn Elvars bróðurpartur ársins í þróunarvinnu, en vandað var til verka. Varan var tilbúin til sölu í desember síðastliðnum og er saltsteinninn nú til í flestum stærstu fóðurverslunum lands. „Þetta hefur líkað vel og það er ánægjulegt,“ segir hann. Saltfiskvinnsla Ektafisks á Hauga nesi á sér langa sögu sem teygir sig um 100 ár aftur í tímann. Trausti Jóhannesson, afi Elvars, byrjaði að salta sinn fisk á Hauganesi upp úr árinu 1900. „Þetta var í litlum mæli hjá honum og bara til heimabrúks fyrsta kastið, en framleiðslan jókst smám saman og einkum þegar synir hans, þeir Óli, Sigurður og Jóhannes, tóku við,“ segir Elvar. Þriðja kynslóðin rekur saltfiskverkun Ektafisks á Hauganesi nú, fjórða kynslóð skilaði sínu að hans sögn og nú er fimmta kynslóðin að störfum og innan við tólf ár í að sjötta kynslóðin, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, komi til starfa. Óviðunandi að henda því sem hægt er að nýta Elvar segir að saltið sem notað er til að salta fiskinn komi um langan veg, alla leið frá Túnis. „Þegar fiskur er saltaður er saltið notað tvisvar til þrisvar sinnum, en eftir það er þó nokkur hluti saltsins sem kallast afsalt ekki nýtt meir í fiskinn. Því hefur hingað til verið hent að mestu leyti í sjóinn. Umræður um fullnýtingu hafa orðið æ háværari með árunum og því auðvitað algjörlega óviðunandi að henda því sem hægt er að nýta,“ segir hann. Í framhaldinu var farið að undirbúa framleiðslu á Ekta bætiefna saltsteini fyrir búfé úr afsaltinu. Elvar segir að þegar saltið komist í snertingu við fiskinn taki það í sig ýmis góð efni. „Við bætum svo í og setjum efni í sem búfé er nauðsynlegt eins og fiskimjöl, hafkalk, magnesíum, melassa, seleni og vítamínum.“ – Hann segir að Ektafiskur hafi verið í frábæru samstarfi við Nýsköpunarklasann Norðanátt við þróun saltsteinsins og þá muni styrkur Uppbyggingarsjóðs koma sér vel fyrir áframhaldandi þróun vörunnar. /MÞÞ FRÉTTIR Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 CONVOTHERM VANDAÐIR OFNAR Convotherm 4 easyDial eru frábærir ofnar með 7 eða 11 skúffum. Þægilegt viðmót og auðveldir í notkun. Saga Ektafisks ehf. og fjölskyldu á Hauganesi nær um 100 ár aftur í tímann: Afsalt, sem áður var hent, er nýtt í framleiðslu saltsteina fyrir búfé Örn Traustason og Valur Höskuldsson hjá Ektafiski á Hauganesi með fötur af saltsteini. Myndir / Ektafiskur Örn Traustason ekur á lyftaranum með stæðu af saltsteinafötum. Búfé er sólgið í saltsteinana og gildir þá einu hvort um er að ræða kindur, kýr eða hesta. Landform deiliskipuleggur hesthúsahverfið á Selfossi Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar, ásamt bæjarstjórn sveitarfélagsins, samþykktu fyrir skömmu að hefja vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðis hestamanna á Selfossi. Markmið breytingar er að stækka núverandi svæði til að koma fyrir fleiri hesthúsum og ef til vill öðrum byggingum tengdri starfseminni á svæðinu. Svæðið í heild er um 33 ha að stærð og tekur til vallarsvæðis, keppnissvæðis, reiðhallar og heshúsahverfis. Nú hefur verið samþykkt að semja við Landform á Selfossi um vinnuna á grundvelli verðkönnunar, sem var gerð á meðal sex fyrirtækja. /MHH Reykjavíkurborg með 600 matjurtagarða til leigu Reykjavíkurborg hefur opnað fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni. Um 600 matjurtagarðar verða leigðir út á vegum borgarinnar í sumar, þar af eru 200 í Skammadal. Matjurtagarðarnir eru í boði í Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal, Árbæ, Grafarvogi og Kjalarnesi við Fólkvang, sem bættist við í fyrra. Matjurtagarðarnir verða opnaðir 1. maí. Garðarnir verða merktir hverjum og einum. Vatn er aðgengilegt á öllum svæðum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum. Leigugjöld ársins 2022 eru 6.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100 fermetrar) og 5.000 kr. fyrir garð (u.þ.b. 20 fermetrar). Kassar í Grafarvogi, Árbæ og Kjalarnesi verða á kr. 4.000 kr. kassinn (8 fermetrar). Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is. /MHH Hitaveita Flúða með lægsta húshitunarkostnað landsins Jón Valgeirsson, sveitar- stjóri Hrunamannahrepps, upplýsti í Pésanum, nýjasta fréttabréfi Hruna manna- hrepps, að Hita veita Flúða er með lægsta húshitunar- kostnað á land inu og Flúðir eru síðan í öðru sæti varðandi heildar kostnað á rafmagns- og húshit- unarkostnaði á land inu. „Hitaveita Flúða er því mikið stolt okkar og það er ljóst í umræðunni varð andi uppbyggingu á öðrum þéttbýliskjörnum að mikilvægt er að hafa gott aðgengi að heitu og köldu vatni, svo ekki sé talað um möguleika á ljósleiðara tengingu. Þannig eigum við að vera í nokkuð góðum málum að geta sinnt þessu öllu með sóma,“ segir Jón meðal annars í Pésanum. /MHH Hitaveitan á Flúðum er með lægsta húshitunar­ kostnað á landinu. Mynd / MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.