Bændablaðið - 24.03.2022, Page 45

Bændablaðið - 24.03.2022, Page 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 45 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is FRISTADS er ný vinnufatalína hjá Dynjanda. Fallegur og vandaður fatnaður sem hentar íslenskum aðstæðum afar vel. Kíktu í vefverslun okkar dynjandi.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m VANTAR ÞIG VINNUFÉLAGA? Njarðarbraut 1 260 Reykjanesbæ Sími: 421 4037 netfang: lyfta@lyfta.is www.lyfta.is 421 4037 Lyfta er umboðsaðili á Íslandi fyrir Snorkel og Smartlift • Skæralyftur • Spjótlyftur • Skotbómulyftarar • Sogskálalyftur Við höfum til leigu og sölu Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð voru veitt Hvatningarverðlaun Búnaðar- sambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi BSE en Karólína komst ekki en var tengd með fjarfundarbúnaði. Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýsk að uppruna, fædd vorið 1970 og bar í sínu fæðingarlandi nafnið Caroline Mende. Karólína kom fyrst til Íslands 1989 og fékk strax á tilfinninguna að „þetta væri sitt land“. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar sem hún keypti sitt eigið land, fyrst í Hegranesinu og síðan árið 2015 eignaðist hún Hvammshlíð, sem hafði verið í eyði í 127 ár, eða frá árinu 1888. „Það verður að segjast eins og er að þá töldu margir að ekki væri alveg í lagi með Karólínu. Hvammshlíð er þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Þar á hún sitt fjall og sína á og í stað ljósa á nágrannabæjum hefur hún stjörnurnar og er undir norðurljósum. Þar hefur hún komið upp aðstöðu fyrir sig og sína,“ segir í umsögn BSE vegna verðlaunanna. Hvammshlíðarostur nýjasta búgreinin Bústofninn er tæpar 60 kindur, 3 hross og hundar. Sumir þekkja til Karólínu vegna dagatala sem hún hefur gefið út með margvíslegum upplýsingum um íslenska þjóðhætti. Dagatalsútgáfan stóð t.d. undir kaupum á dráttarvél í Hvammshlíð. Nýjasta búgreinin hjá Karólínu er ostagerð, „Hvammshlíðarostur“, þar sem lögð er áhersla á að nota engin íblöndunarefni sem eru íslensk og kryddin á ostinum úr náttúrunni. Osturinn lenti þó í því að sitja aðeins á hakanum þegar önnur verkefni sóttu á. Magnaður áhugi Haustið 2020 fór Fagráð í sauðfjárrækt að velta fyrir sér hvort nýjar leiðir væru mögulegar í baráttu við riðuveikina og þar á meðal hvort mögulegt væri að flytja inn erfðaefni til að byggja upp verndandi afbrigði gegn riðuveiki í okkar fjárstofni. Á það leist Karólínu ekki og hvatti mjög til þess að leitað væri betur að verndandi arfgerð innanlands. Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar í sauðfjárrækt hjá RML, var áhugi Karólínu magnaður og mjög hjálplegur við að komast í samband við vísindamenn í öðrum löndum til að leggja grunn að sem faglegustum rannsóknum á arfgerðum og hvort möguleiki væri á að finna verndandi arfgerðasæti íslenska sauðfjárstofnsins. Nú hefur komið í ljóst að þetta efni er farið að finnast. /MÞÞ Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Karólína í Hvammshlíð hlaut hvatningarverðlaun Verðlaunagripurinn í ár er eftir Guðrúnu Á. Steingrímsdóttur en að auki fylgdu með 200 þúsund krónur. Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni. Mynd/ Aðsend

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.