Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 76

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 76
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202176 Borgnesingurinn Jóhann Lind Ringsted hefur búið í landi hinna rísandi sólar, Japan, í ein tíu ár. Hann býr þar ásamt eiginkonu sinni Ayaka og dótturinni Hönnu í hafnarborginni Sendai í norð- urhluta Japan og starfar þar sem kennari. Kennarastarfið er þó ekki það eina sem hann sinnir en hann nýtir helgarnar til þess með- al annars að gefa Japani saman í hjónaband. Hann er þó ekki prestslærður maður. Skessuhorn sló á þráðinn til Jóhanns og spurði hann út í hvernig lífið gengi fyrir sig í Japan og hvernig þetta gift- ingastúss hefði komið til. Jóhann er sonur hjónanna Jennýjar Lind Egilsdóttur og Gunnars Ringsted í Borgarnesi. Jóhann er reyndar fæddur í Dan- mörku en faðir hans stundaði á þeim tíma nám í tónlistarkennslu, musikvidenskap, við Kaupmanna- hafnarháskóla. „Mér skilst að það hafi verið kaldasti dagur ársins, þegar ég fæddist,“ segir Jóhann um upprunann. Þrátt fyrir að hafa fæðst í Danmörku segist Jóhann vera afar slakur í dönsku, rétt svo geti kynnt sig með nafni á dönsku. „Á leiðinni á milli Íslands og Japan millilendi ég stundum í Kaupmannahöfn. Ég hef lent í því á leiðinni að Dan- ir halda mig vera Dana og ávarpa mig sem slíkan. Þegar ég reyni hins vegar að tala dönsku þá kemur bara japanska.“ Tveggja ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum og systur, Guðríði Ringsted, í Borgarnes þar sem hann ólst upp. Hann gekk í Grunnskólann í Borgarnesi. „Það gekk á ýmsu í grunnskólanum en það varð í lagi í lokin,“ segir Jó- hann og hlær dátt. Hann flakkaði síðan svolítið á milli skóla. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri. Þaðan í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Aftur norður á Akureyri í Verkmenntaskólann en hafnaði að lokum á Akranesi aftur þar sem hann lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut. Eftir stúdentspróf fór hann á kynningu háskólanna þar sem hann lenti fyrir tilviljun í japönsku deildinni. Jóhann segist alltaf hafa haft áhuga á japanskri menningu og þarna hitti hann fyr- ir nemanda sem kynnti námið í japönsku á afar sannfærandi hátt. „Þarna kviknaði áhuginn á Japan fyrir alvöru og í kjölfarið sótti hann um inngöngu í nám í japönsku og fékk inni. Námið er þannig upp- byggt að fyrstu tvö árin eru tekin hér heima en síðan býðst nemend- um skiptinám á síðasta árinu í Jap- an. Jóhann hafði í nokkur sumur starfað í Upplýsingamiðstöð Vest- urlands í Borgarnesi. Í upplýsinga- miðstöðina lagði leið sína fólk af ýmsum uppruna. Jóhann starfaði áfram í Upplýsingamiðstöðinni á meðan á háskólanáminu stóð. Hann segir frá því að Japani sem kom þangað hafi hreinlega verið í sjokki yfir að starfsmaður í upplýs- ingamiðstöð í fjarlægu landi skyldi tala móðurmálið hans. Eftir tíu ára dvöl í Japan segist Jóhann reynd- ar vera farinn að hugsa og dreyma á japönsku. Þegar hann meiðir sig segir hann til að mynda ekki lengur ái! heldur itai! Hrossakjötið lygilega gott „Í Japan hóf ég nám í háskólanum í Iwate en hann er einn af stærri háskólum norðausturhluta Jap- ans og jafnframt einn helsti land- búnaðarháskólinn í Japan. Þetta er árið 2011, um hálfu ári eftir jarð- skjálftann mikla og flóðin eftir hann. Ég var fyrsti Íslendingurinn í skólanum og fékk strax yfir mig spurningaflóð um hvort ekki væri kalt á Íslandi. Í fyrstu dró ég nú frekar úr því, það væri nú ekki svo kalt. Þessi vetur var mjög kaldur á Íslandi og fljótlega gafst ég upp á að útskýra þetta og sagði bara: Jú, það er svakalega kalt á Íslandi,“ segir Jóhann og hlær. Annað sem Jóhann var mikið spurður um voru norðurljósin og maturinn sem Íslendingar borða. „Það er margt svipað með matar- æði Íslendinga og Japana. Báðar þjóðir borða mikinn fisk og einnig hvalkjöt. Ég hafði mjög gaman af því að sýna þeim myndir af svið- um. Það fannst þeim skrýtið. En þegar ég sagði þeim að við borðuð- um hreindýr og jafnvel kanínur datt alveg af þeim andlitið. Kanínur eru bara gæludýr hjá Japönum og hreindýr sjá þeir eingöngu fyrir sér sem dráttardýr fyrir sleða.“ Þá segir Jóhann að Japanir borði hrossakjöt. „Það er alveg lygilega gott. Þeir skera hrátt folaldakjöt í mjög þunnar sneiðar og bera það fram með miso sósu. Þetta er vin- sælt í Japan en reyndar ekki þar sem ég bý. Ég ræddi það við mág minn á Íslandi að það væri alveg upplagt að selja þetta á Íslandi. Það skrýtnasta sem ég hef séð er bjarnarkló, al- veg rándýr matur. Þá borða Japan- ir líka lifandi smokkfisk. Það kem- ur reyndar fyrir að fólk kafnar af því að borða lifandi smokkfisk. Það gerist líka með rétt úr hrísgrjóna- deigi sem er vinsæll nýársmatur. Það er samt aðallega eldra fólk sem lendir í því.“ Giftingin aðallega upp á „showið“ Þegar Jóhann er spurður út í til- urð þess að hann fór að gefa Jap- ani saman í hjónaband segist hann hafa fengið skilaboð frá bandarísk- um vini sínum sem væri að spyrja fyrir vin hvort hann gæti mögu- lega haft áhuga á að gifta fólk. Um væri að ræða fyrirtæki sem leigði út presta fyrir giftingar. Eftir þetta gerðust hlutirnir hratt. Hann fékk handrit í hendurnar og fékk að fylgjast með giftingu. „Síðan var ég spurður hvort ég treysti mér til þess að gera þetta og svo bara gifti ég næstu hjón. Síðan er ég búinn að gifta fullt af fólki. Ég var stressað- ur fyrst en nú er þetta bara kom- ið upp í vana. Þetta er svolítið sér- stakt, allir hágrátandi enda mikil- væg stund. Það er alltaf það sama sem fer úrskeiðis hjá fólki og ég veit orðið upp á hár hvernig á að bregð- ast við.“ Giftingin sem Jóhann fram- kvæmir hefur enga lagalega þýð- ingu en er bara athöfn. „Giftinga- fyrirtækin vilja geta boðið upp á alla möguleika. Það geta verið gift- ingar sem tengjast trúarbrögð- um ekki neitt. Svo eru klassískar shinto giftingar þar sem er boðið upp á shinto prest og ekta japansk- an stíl. Þá er einnig boðið upp á búdda brúðkaup þó að þau séu ekki eins vinsæl. Í Japan eru jarðarfar- ir hins vegar flestar að búddískum sið. Trúarbrögð í Japan eru bland af shinto trú og búddisma. Kann- anir sýna þó að trúarbrögð eru á undanhaldi en ýmis hjátrú og hefð- ir halda þó velli. „Það er margt sem Japönum finnst þeir verða að gera því að það er partur af hefðinni. Shinto ismi tengist til dæmis ýmsu, svo sem lukku í lífinu. Svo eru margir Japanir kristnir. Það tengist Jóhann Lind Ringsted giftir Japani í hjáverkum Hugsar og dreymir á japönsku eftir tíu ára dvöl ytra Jóhann Lind ásamt eiginkonu sinni Ayaka og dótturinni Hönnu. Jóhann Lind í fullum skrúða, tilbúinn í að gefa saman japönsk hjón. Jóhann Lind ásamt samnemanda í japönskum samurai búningi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.