Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 25. árg. 15. júní 2022 - kr. 950 í lausasölu
Opið
alla
daga
ársins
699 3444
molby@fastlind.is
Löggiltur fasteignasali
ÁRALÖNG ÞEKKING
OG REYNSLA AF
FASTEIGNAMARKAÐI
Á VESTURLANDI
BOGI MOLBY
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem veitir 30% afslátt
Betri framtíð fyrir
fermingarpeninginn
arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka
Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion
og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag
Um liðna helgi var traktora- og véladagur haldinn á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Þar sýndu fjórir bræður frá bænum sitthvað úr vélakosti sínum og grúski í
áranna rás. Meðal gesta var Sigurður Már Halldórsson, 15 mánaða, sem átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með að fá að prófa vélarnar, en ánægjan skein úr augum
hans. Sjá nánar á bls. 32. Ljósm. ki.
Þorsteinn Eyþórsson leggur nú
land undir fót og hjólar Vestfjarða-
hringinn, orðinn 68 ára gamall.
Hann stefnir á að ferðin taki um
tólf daga með einum hvíldardegi
á Ísafirði en leiðin telur 755 kíló-
metra. Steini, eins og hann er yfir-
leitt kallaður, er frá Borgarnesi og
hóf ferðalag sitt þar við Geirabak-
arí síðastliðinn sunnudag. Þang-
að mætti fjöldi fólks til að hvetja
Steina áfram og gefa honum byr
fyrstu metrana. Meðal annars
mætti Slökkvilið Borgarbyggð-
ar til að kveðja Steina sérstaklega,
en hann hefur verið liðsmaður í
slökkviliðinu í áratugi. Steini hjól-
ar til styrktar Píeta samtökunum í
minningu tengdasonar síns, Árna
Guðjónssonar, sem féll fyrir eig-
in hendi síðastliðinn vetur. Áður
hafði Steini hjólað Snæfellsnes-
ið árið 2015 og hringinn í kring-
um Ísland árið 2016, þá til styrkt-
ar ADHD samtökunum. Eigin-
kona Steina, Anna Þórðardóttir,
mun fylgja honum eftir á húsbíl til
áningar en hann áætlar að hjóla um
71 kílómetra á dag.
Steini byrjaði að hjóla fyrir átta
árum síðan, þá sér til heilsubótar
og vegna aukinnar vakningar um
verndun umhverfisins. Vinur Steina
á Ísafirði sagði hann ekki hafa
klárað hringinn árið 2016 þar sem
Vestfirðirnir væru eftir. Má þess
vegna formlega segja að hringn-
Hjólar Vestfjarðahringinn til styrktar Píeta samtökunum
Hér leggur Steini Eyþórs af stað
úr Baulunni, en blaðamaður
Skessuhorns var svo heppinn
að rekast á hann þar og ná af
honum mynd á sunnudaginn.
Með honum hjólaði Ragnar
Hjörleifsson frá Heggsstöðum.
um ljúki þegar Steini renni heim í
Borgarnes í næstu viku. Hægt er að
fylgjast með ferð Steina á Facebook
síðunni ,,Athygli, já takk – Hjólað
Vestfjarða-hringinn“ og finna þar
upplýsingar til að leggja málefninu
lið.
sþ