Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202236 Skeljahátíð fór fram í Stykkishólmi um síðustu helgi og var það í annað sinn sem hátíðin er haldin. Á hátíð- inni leikur matarkistan Breiða- fjörður lykilhlutverk og vel við hæfi að halda slíka hátíð um sjómanna- dagshelgina en sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land á sunnudeginum. Sumarliði Ásgeirsson ljós- myndari Skessuhorns var á ferðinni um helgina og smellti nokkrum myndum af stemningunni. vaks Í Grundarfirði var hátíðardagskrá frá fimmtudegi til sunnudags í til- efni sjómannadagsins og voru aðal- hátíðarhöldin á laugardeginum á bryggjunni og þar í kring. Keppt var í skemmtilegum þrautum og hressing var í boði á svæðinu. Mateusz Mon- iuszko var á ferðinni og tók nokkrar myndir fyrir Skessuhorn. vaks Það er allt skemmtilegt þegar maður er ungur. Góð stemning á sjómanna- daginn í Grundarfirði Menn fengu sér hressingu sem var í boði. Þessi ungi maður lyfti fiskikörum eins og ekkert væri. Þessi átti í útistöðum við bjöllu. Það er alltaf fjör í reiptoginu. Hægt var að fara í hátíðarsiglingu um fjörðinn að Melrakkaey á Runólfi SH. Smá feimin við ljósmyndarann. Fjör á Skeljahátíð í Stykkishólmi Skólahljómsveit Grafarvogs lék nokkur lög við höfnina. Tunnulestin var á ferðinni fyrir yngri börnin. Boðið var upp á alls kyns kræsingar við höfnina. Það var vel tekið á því í reiptoginu. Þessi skemmti sér vel á Skeljahátíðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.