Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 43

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 43 Pennagrein Góðan daginn. Hjörtur heiti ég og er Strandveiði- maður róandi á fleyinu Lára V ÍS 122. Hér ætla ég að vekja athygli á réttlætinu sem við búum við, við strandveiðisjómenn. Þannig er að við megum fiska 12 daga í mánuði. Hugsið ykkur hverskonar samfé- lag við byggjum við ef allir ættu að skila einungis 12 starfsdögum í mánuði! En bíðið við, þetta er ekki allt. Til að ná þessum 12 dög- um höfum við um að velja mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Það má ekki róa föstudaga, laugardaga og sunnu- daga. Sem þýðir að við höfum að meðaltali 16 daga til að ná þess- um 12 dögum. En svo koma rauð- ir dagar sem ekki má róa á og svo blessaðir bræludagarnir en þeir eru alltaf einhverjir á sumri, bara mis- margir. Til dæmis þaðan sem ég ræ þá var staðan 15. maí að af átta dögum gátu menn róið þrjá daga. Og er ástæðan sú að veðurguðirnir hafa verið að herja á með norðan- og norðaustan áttir og frekar stíf- um. En staðreyndin er sú að það þarf ekki að vera mikið að veðri svo við getum ekki róið á okk- ar litlu bátum. Ekki í 12-18 metr- um eins og var fyrir utan Vestfirði fyrri tvær vikurnar í maí og jafnvel víðar sem er skaðviðri fyrir okk- ur á litlu bátunum. Þannig að þeir sem náðu þremur dögum þá höfðu níu daga til að ná þeim 12 dögum sem menn eiga rétt á. Sem þýðir að menn urðu að róa alla dagana og jafnvel pressast menn til að róa í váveðrum þess vegna. Og oft á tíð- um eru stillur miklar um helgar en eins og fyrr hefur komið fram þá má ekki róa. Og svo eins og komið hefur fram þá höfum við 12 daga í mánuði og lítið fleiri daga til að ná þeim. Við höfum ekki neinn möguleika á að færa daga milli mánaða til að ná okkar dögum. Svo er það magn þess fisks sem við megum draga að landi. En það eru 774 kíló af óslægðum þorski sem má koma með í land á dag. Ekki veit ég til þess að nokkur bát- ur sé búinn þeirri tækni að getað vigtað aflann né að ég hafi heyrt um hana. Sem gerir allar aflatölur bara ágiskun eina. En ef við berum að landi meira en 774 kíló á dag ber okkur að borga fésekt og all- ur umfram afli er gerður upptæk- ur. Við höfum ekki tækifæri á að færa afla milli daga til að gera upp magnið sem fiskast á milli daga. Eða jafnvel eins og réttast væri að gera magn daga upp bara eft- ir mánuðinn eða jafnvel tímabilið. En við sem stundum strandveiðar þurfum að haga okkur í öllu eftir einhverjum óskýranlegum ólög- um. Hugsið ykkur olíusparnaðinn ef þessi kíló sem við megum veiða á dag yrðu margfölduð með daga- fjölda = 774 kíló x 12 dagar sem yrðu 9.288 kíló. Sem við myndum þá koma með að landi í 3-4 ferð- um í staðinn fyrir 12 ferðum. Það yrði mikið vistvænna, minni olíu- eyðsla, en við veiðarnar er bara notað rafmagn auk þess að á enda veiðarfærisins eru önglar sem ekk- ert skemma. Sem sagt mikið vist- vænna! Svo er eitt atriði sem kallast afladagbók! Afladagbók virkar þannig að okkur ber að skila gisk- uðum tölum til Fiskistofu helst áður en aflinn er vigtaður upp úr bátunum. En réttar tölur ber- ast Fiskistofu rafrænt um leið og búið er að vigta aflann. Þar af leið- andi sjáum við ekki tilganginn með þessari aðgerð. Og ekki nóg með að við séum skikkaðir til að skila þessum tölum og takið eftir, við þurfum að borga Fiskistofu fjár- muni með upplýsingunum sem við skilum til þeirra. Að borga fyrir upplýsingar sem þeir segjast nota í rannsóknarvinnu er svo gjörsam- lega galið að annað eins þekkist ekki í siðmenntuðum ríkjum. Auð- vitað ættum við að fá borgað fyrir að veita téðar upplýsingar. Hér hef ég nefnt ýmsar forsend- ur fyrir því að strandveiðar verði í alla staði bara gefnar frjálsar. Ég get svo sem nefnt stöðu mína eins og hún var 15. maí. Eins og fyrr segir voru veður frekar válynd. Og einnig hafa ófyrirséðar bilanir verið að angra. Ég bý í Dúfnahól- um 10 en bátinn minn geymi ég á Suðureyri og kem þar vestur um miðjan apríl í þeim tilgangi að gera bátinn kláran fyrir komandi vertíð. Var með langan lista yfir það sem þurfti að gera. Ég er með putta sem ég kann að nota og get þar af leiðandi gert ýmislegt. En einnig hjálpuðu smiðjukarlarnir hér á Suðureyri mér talsvert. Og einnig þurfti ég að kalla til rafvirkja frá Bolungarvík til að fullkomna verk- ið. Svo sunnudaginn 1. maí er ég að prufusigla bátnum þegar vél- in tekur upp á því að hitna meira en góðu hófi gegndi. Komst ég í land og fer að rífa og spekúlera. Kemst að því að ferskvatnskælir- inn er farinn. Kostar hann ekki nema 500.000 íslenskar krónur hjá umboði vélarinnar. Fyrsta vik- an er liðin þegar sá nýi er kom- inn í og þá er prufað aftur. Þá vildi hann ekki hlaða rafmagn fyrir 24 voltin. Fyrst ég þurfti rafvirkja, því landhleðslan var eitthvað að stríða einnig, þá lét ég hann setja díóðubrú á rafkerfið til að aðskilja neyslurafmagn og startrafmagn. Þannig að þegar þetta er allt klárt eru liðnar tvær vikur eða kominn 15. maí og aðeins tvær vikur eft- ir sem innihalda skírdag eða einn rauðan dag sem ekki má róa á. Svo er spáin eitthvað að versna og ætl- ar í norðaustan skít þegar líður á þriðju vikuna. Svo góðir hálsar, svona er bless- að strandveiðilífið í hnotskurn. Kveðja, Hjörtur Sævar Steinason sjómaður Sauðafellshlaupið í Dölum verð- ur hlaupið sunnudaginn 19. júní, en það fer nú fram í níunda skipti. „Árið 2014 fór fyrsta hlaupið fram, þá voru þátttakendur 40 og hefur fjöldi þeirra verið á rólinu 20-40 eftir það,“ segir Þorgrímur Ein- ar Guðbjartsson á Erpsstöðum. „Það var góður vinur okkar, Har- aldur Reynisson, þekktur sem Halli Reynis, sem hvatti okkur til að gera þetta á sínum tíma og eftir fyrsta hlaupið, spilaði hann á gítarinn sinn í hlöðunni fyrir þátttakend- ur og gesti. Síðan höfum við haldið þetta hlaup og ávallt varið skrán- ingargjaldinu til að styrkja félög á okkar heimasvæði, bæði litla klúbba og stærri félög. Í fyrra færðum við iðjunni á Fellsenda andvirðið,“ seg- ir Þorgrímur. „Þátttaka hefur verið misjöfn milli ára, en við höfum á tilfinn- ingunni að töluverður fjöldi muni mæta í þetta sinn og að ný met verði slegin, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda í hlaupinu sjálfu og Sauðafellsgöngunni sem fer fram samhliða. Einstaka hlauparar munu svo líklega og vonandi bæta tímann sinn frá fyrri árum en ég er nokkuð viss um að brautarmetið sjálft verði ekki slegið. Það á Strandamaður- inn Birkir en það setti hann 2017 þegar hann hljóp á 58 mín. Besti tími árið 2018 var 58,20,“ Erps- staðabóndinn. „Við vonum að sem flestir komi í Dalina, hlaupi með okkur og eigi góðan dag undir Dalanna sól. Hlaupið hefst og endar við brúsa- pallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bæn- um Sauðafelli og komið að þjóð- vegi 60 á ný og þá er hringnum lokað þegar komið er að Erpsstöð- um á ný. Hlaupaleiðin er um 12 km. Þetta er skemmtileg leið, ekki mjög erfið þó helmingur hennar sé utanvegar eða eftir slóðum og útsýni er fallegt yfir sveitina og út Hvammsfjörðinn. Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tek- ið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km. Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð. Skrá þarf í gæsluna með því að senda skilaboð í skjóðuna á Fésbókarsíðu Rjómabúsins. Eftir hlaupið býður Rjómabú- ið Erpsstaðir upp á kaffi og rjóma- ís! Allir fá orkudrykk er þeir koma á endastöð. Það verður ein drykkj- arstöð á leiðinni, við bæinn Fells- enda. Við óskum eftir að þið til- kynnið þátttöku á síðunni, það kostar 1000 krónur að taka þátt. Gott er að mæta tímanlega og ganga frá skráningu. Hlaupandi eða gangandi hver á sínum hraða. Yngsti þátttakandinn sem hefur tekið þátt er 9 ára og elsti 80 ára. Þetta er tímalaust hlaup og hver tekur tíma á sér ef hann vill. Fyrir þá sem vilja ganga þá er mæting á Erpsstaði og skutl þaðan að Fells- enda kl. 10:15 þar sem gangan hefst. Göngumenn fara um 8 km, stálpuð börn geta auðveldlega farið þetta í fylgd með forráðamönnum. Ath -göngumenn keyrðir frá Erps- stöðum að Fellsenda kl 10:15 - start hlaupara kl. 11. mm Nýlega auglýsti Tónlistarskóli Borgarfjarðar nýtt námskeið þar sem aðalhljóðfærið er tölva. Náms- brautin kallast ,,Stúdíóið sem hljóðfæri“ en nemendur munu fá að kynnast fleiri hljóðfærum en tölvunni á námskeiðinu. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af hljóðfæraleik en það telst þó kostur. Kennd verður grunnþekking á stúdíóforritið Pro Tools en nem- endum verður leiðbeint í þriggja manna hópum. Námsbrautin er tilraun í starfi tónlistarskólaskólans en síðastliðið haust tók Sigfríður Björnsdóttir við stöðu skólastjóra. Ný stefna skólans kveður á um að breiðara svið lista verði kennt við skólann, eins og myndlist og leiklist, sé áhugi fyrir hendi. Miðað er við að nemendur séu komnir í níunda bekk í grunn- skóla eða eldri, vilji þeir taka þátt í þessu námskeiði. Sigfríður Björnsdóttir tónlist- arskólastjóri sagði í nýlegu viðtali í Skessuhorni að kennarar væru byrjaðir að koma upp litlu stúdíói og æfa sig á það. Hún segir staf- ræna listsköpun mjög spennandi og vill þreifa fyrir áhuga á þessu við- fangsefni í skólastarfinu. Kennsla þurfi ætíð að taka mið af áhugasviði nemenda. Hún er opin fyrir nýjum straumum og stefnum og segir allt hægt ef áhugi nemenda og kennara er til staðar. sþ Hugleiðingar Strandveiðisjómanns Tónlistarskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi. Stafrænt tónlistarnám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar Sauðafellshlaupið verður á sunnudaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.