Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202218 Þorvaldur Hjaltason er annar tveggja verkefnastjóra í málefn- um flóttamanna hjá Borgarbyggð. Blaðamaður spjallaði við hann í síðustu viku þegar börnum og full- orðnu flóttafólki á Bifröst voru afhent reiðhjól. Þorvaldur sem hef- ur sjálfur búið á Bifröst og alið þar upp barn segist þekkja umhverf- ið vel. Hann upplifir mikið þakk- læti og ánægju hjá úkraínska fólk- inu sem hefur komið á staðinn. ,,Ég er sjúkraflutningamaður og verkefnastjóri alls varðandi heil- brigðisþjónustu og húsnæðismál. Heiðrún Helga Bjarnadóttir er svo verkefnastýra yfir öllu verk efninu,“ segir Þorvaldur. Spurður út í stöðu verkefnisins nú segir hann nýja hópa ennþá koma vikulega. ,,Hluti hópsins fer frá okkur í önnur var- anlegri úrræði eða fær vinnu með húsnæði annars staðar á landinu í hverri viku og nýr hópur kem- ur inn í staðinn. Ég var akkúrat að taka á móti nýjum hópi hérna áðan. Það er yfirleitt alltaf að nýir hóp- ar koma á þriðjudögum þegar fjöl- menningarsetur í Reykjavík hefur parað fólk við Bifröst og boðið því að koma hingað, svo fer restin af vikunni í að kynnast nýju fólki og kveðja þá sem eru að fara annað og aðstoða þá með ferðir og skipulag. Frá okkur hefur fólk verið að fara um allt land á staði eins og á Akra- nes, Keflavík, Súðavík, Reyðar- fjörð, Akureyri og Reykjavík.“ Blaðamaður forvitnast um skipulag verkefnisins og eftir hvaða leiðum fólkið komi á Bif- röst. „Bara fyrsti hópurinn okk- ar kom beint frá flugvellinum, en við endurtökum ekki þá móttöku. Fólk fer ávallt fyrst annað hvort til Keflavíkur eða Reykjavíkur í heil- brigðisskoðun, berklapróf, ferli hjá Útlendingastofnun og kennitölu- skráningu. Þannig að það eru all- ir búnir að vera í nokkra daga og upp í tvær vikur á landinu áður en þeir fara hingað uppeftir. Það er aldrei neinn sendur hvorki hingað eða í önnur úrræði, öllum er boðið að koma og fólk velur á endanum sjálft hvort það kemur. Fólkið fær að vita hvaða úrræði eru í boði á viðkomandi stað og öllum er alltaf frjálst að neita.“ Bifröst er ekki eina svona úrræðið sem flóttafólki býðst. ,,Það er hótel í Reykjavík þar sem svona úrræði er rekið og svo er einnig á Ásbrú í Keflavík. Við bjóðum kannski upp á örlítið meira utan- umhald, en hjá okkur fær fólkið, meðan á 12 vikna úrræðinu stend- ur, húsnæði og fullt fæði í samstarfi við Hreðavatnsskála. „Það má eig- inlega líkja þessu við hótelstarfsemi að einhverju leyti; fólk kemur inn, fólk fer út og svo endurtökum við þetta í næstu viku. Ég veit ekki til þess að önnur úrræði séu með sömu uppbyggingu og við, en skilst að verið sé að skoða að setja upp svipaða miðstöð á Eið- um fyrir austan og þá jafnvel að flogið yrði að hluta til beint þang- að, en þetta er allt í vinnslu.“ Velvilji hvarvetna Þorvaldur segir mikla vinnu að baki en góð vikuleg rútína hjá teyminu gangi nú vel. ,,Á þriðju- daginn síðasta voru átta vikur síðan fyrsti hópur kom til okkar en okk- ur finnst við búin að vera hérna í tvö ár. Hjá okkur er fólk sem kom með fyrsta hópi og hefur óskað eft- ir fastri búsetu hér á Bifröst, barna- fólk. En einnig einstaklingar og svo jafnvel stórfjölskyldur eins og t.d. eldri hjón sem komu með tvær dæt- ur sínar og tvö barnabörn en dæt- ur þeirra eru báðar farnar að vinna í Hreðavatnsskála. Þau sem hafa komið hingað eru almennt rosa- lega sátt og þá sérstaklega barna- fólkið. Grunnskólinn á Varmalandi tók frá fyrstu stundu rosalega vel á móti krökkunum, raunar eins og þau hefðu alltaf verið þar í skóla. Leikskólinn á Bifröst var í starfs- mannavanda til að byrja með en það leystist meðal annars með því að ein úkraínsk kona fór að vinna þar en hún hafði talsverða reynslu af slíkum störfum í Úkraínu. Þang- að er núna komið eitt úkraínskt barn og fleiri komast inn fljót- lega. Við finnum fyrir gríðarlegum velvilja alls staðar í sveitarfélaginu og allir hafa lagst á eitt um að reyna að bæta aðstæður fólksins og ótrú- lega margir boðið fram ýmiss kon- ar aðstoð í sjálfboðavinnu,“ segir Þorvaldur um stöðu verkefnisins. sþ Síðastliðinn fimmtudag lagði Ólaf- ur nokkur Jónsson leið sína frá Sauðárkróki til Bifrastar með fulla kerru af hjólum sem hann var sjálf- ur búin að safna og gera upp, en hjólin voru 31 talsins. Reiðhjól þessi fóru í góðar hendur flóttafólks frá Úkraínu sem sest hefur að á Bif- röst síðastliðna tvo mánuði. Ólaf- ur er meðlimur í Kiwanisklúbbi en það er alþjóðleg þjónustu- og góðgerðahreyfing fólks sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Undanfarin mörg ár hefur Kiwan- ishreyfingin farið um landið og gef- ið krökkum hjólreiðahjálma í sam- starfi við Eimskip. Hjólin gefin í nafni Kiwanis ,,Kiwanis hreyfingin hefur undan- farin 31 ár gefið fyrstu bekkingum á Íslandi hjálma og við fregnuð- um um hjálmaleysi hérna á Bifröst. Aðal styrktaraðilinn okkar er Eim- skip og það var ekkert sjálfsagðara en að gefa hingað hjálma svo ég fór með 30 hjálma hingað í Norð- urárdalinn. Þá sá ég að hér vantaði ýmislegt fleira. Þannig að á leiðinni heim datt mér þetta í hug. Ég aug- lýsti eftir hjólum á Facebook og afraksturinn er sá að í dag eru kom- in hingað 31 hjól. Ég gef þessi hjól í nafni Kiwanis en það eru búnar að fara um tvær vinnuvikur í að gera upp hjólin.“ Ólafur gerði hjólin upp sjálfur en ásamt honum komu þeir Jóhannes Þórðarson og Gunn- ar Sigurðsson á vegum Kiwanis til að afhenda hjólin í góða veðrinu í síðustu viku. Áður verið auglýst eftir hjólum ,,Þetta er hjartnæmt verkefni. Ég talaði um það við Þorvald þegar ég kom með hjálmana að það væri mjög mikil þörf fyrir hjól, það var svona það sem aðallega vant- aði. Umhverfið hérna í kring býð- ur líka upp á frábæra hjólatúra,“ segir Ólafur. Þorvaldur Hjaltason, verk efnastjóri hjá Borgarbyggð, var á staðnum til að taka á móti Ólafi og félögum hans. ,,Það var búið að auglýsa eftir hjólum á mörg- um stöðum og við fengum engin svör. Svo kom eitt neyðarkall frá Ólafi og það skilaði 30 hjólum,“ segir Þorvaldur sem var einmitt að koma úr því verkefni að bjóða nýj- an hóp flóttamanna velkominn frá Úkraínu þegar rennt var með hjól- in í hlað. Vantar fleiri fullorðins hjól Reiðhjólin voru af öllum stærð- um og gerðum og mikið þakklæti einkenndi athöfnina þegar fólkið fékk að velja sér hjól. ,,Það vantar greinilega meira af fullorðins hjól- um og það er ennþá verið að bjóða mér hjól svo ég sé til hvað ég geri. Ég ætla þó aðeins að slaka á,“ segir Ólafur að lokum. sþ Þorvaldur Hjaltason verkefnastjóri málefna flóttamanna hjá Borgarbyggð. Barnafólkið sérstaklega ánægt á Bifröst Gerði upp hjól og gaf úkraínsku flóttafólki á Bifröst Ólafur Jónsson frá Sauðárkróki kom færandi hendi með þrjátíu nýuppgerð reiðhjól Ungviðið velur sér hjól. Samvinna við að tína hjólin af kerrunni. Ólafur Jónsson ásamt Katerynu Chumakova frá Úkraínu. Hún kom og þakkaði Ólafi sérstaklega fyrir hjólið, sonur hennar hafði áður fengið gefins hjól en Kateryna ekki getað hjólað með honum fyrr en nú.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.