Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 35 Sjómannadagurinn á Akranesi Dagskrá sjómannadagsins á Akranesi var um margt hefðbundin þetta árið. Veður var sólríkt og gott framan af degi en um miðbik dags dró ský fyrir sólu en veður hélst þó áfram þokka- legt. Klukkan 10 var minningarstund í kirkjugarðinum þar sem látinna týndra sjómanna var minnst. Eftir guðsþjónustu klukkan 11 var blóm- sveigur lagður að styttunni af sjó- manninum á Akratorgi. Eftir það voru ýmsir dagskrárliðir í boði. Sjó- baðsfólk kynnti sportið, Akranesviti og Guðlaug voru opin almenningi án endurgjalds, hoppkeppni fór fram á nýja pallinum við Krókalón og boð- ið var upp á sögugöngu Kelling- anna frá Akratorgi. Á hafnarsvæð- inu var dorgveiðikeppni fyrir börnin, fiskar sýndir í körum og róðrakeppni var í höfninni. Þyrla Landhelgis- gæslunnar mætti og sýndi björg- un úr sjó. Fjölskylduskemmtun var á hafnarsvæðinu og fjölmargir sem lögðu þangað leið sína. Þetta og fjöl- margt fleira var í boði á hátíðisdegi sjómanna á Akranesi. Kolla Ingv- ars ljósmyndari Skessuhorns fangaði stemninguna. mm/ Ljóm. Kolla Ingvars Á Akratorgi var blómsveigur lagður að minnismerki sjómannsins. Ljósm. vb.Björgunarfélag Akraness bauð upp á siglingu á Jóni Gunnlaugssyni. Sigurvegarar í róðrarkeppninni voru Hallur og fjölskylda, sem hér taka við verðlaunum. Hér er þyrlan að hífa fólk úr höfninni. Lið Akraneskaupstaðar varð í öðru sæti í róðrarkeppninni, en keppnin var í boði Nítjándu Bistro & Grill á Garðavöllum. Hvað ungur nemur gamall temur. Hér eru feðgarnir Liam Myrkvi og Garðar Gunn- laugsson að veiða í soðið. Hér er hoppkeppni í gangi við Krókalón, í boði Hopplands. Eitthvað var í boði fyrir alla aldurshópa. Björgunarfélag Akraness sýndi búnað á hafnarsvæðinu, en þar voru einnig matarvagnar, kör með fiski, smíðasvæði og fleira. Björgunarfélag Akraness leyfði fólki að æfa sig í hjarta- hnoði. Sigrún Guðný Pétursdóttir leiðbeindi. Belinda Eir, Sigurður Axel formaður BA ásamt dóttur hans. Tvíburarnir Freyja og Emilía Hjaltested voru í góðum gír. Dorgveiðikeppnin var í boði Frystihússins. Ljósm. Eva Guðmundsd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.