Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202228
Vegagerðin, í samstarfi við Sam-
göngustofu, Ríkislögreglustjóra
og verktakafyrirtækin Ístak, Colas
Ísland hf. og Borgarverk efna til
vitundarátaksins: „Aktu varlega! –
mamma og pabbi vinna hér,“ sem
felst í að beita sér fyrir aukinni vit-
und vegfarenda um öryggi starfs-
fólks við vegavinnu. Hönnuð hafa
verið áberandi og öðruvísi skilti
sem afhjúpuð voru í síðustu viku.
Skiltin verða notuð við fram-
kvæmdasvæði á vegum landsins í
sumar meðan átakið stendur yfir.
Vegavinna í nálægð við þunga
og hraða umferð getur verið stór-
hættuleg þeim sem við hana vinna.
Því eru vinnusvæði ávallt vel
merkt og hraði tekinn niður með
umferðar skiltum. Því miður hef-
ur það ekki alltaf borið árangur og
hraði í gegnum vinnusvæði er oft
mikill sem eykur mjög hættu fyrir
starfsfólk.
mm
Við Brákarsund í Borgarnesi stend-
ur nýbyggt hús sem varð fyr-
ir brunaskemmdum í ársbyrjun. Á
liðnum mánuðum hefur ekki náðst
að gera við húsið og leggur frá því
brunalykt auk þess sem bagalegt
má teljast að ekki skuli hafa verið
hægt að taka það í notkun þrátt fyr-
ir að skortur sé á húsnæði í bæn-
um. Húsið var byggt á síðasta ári
af verktakanum Hoffelli ehf en eig-
andi þess er Borgarskjól ehf. Um er
að ræða tveggja hæða fjölbýlishús
með fjórum íbúðum, sem byggt
er úr timbureiningum frá Noregi.
Húsið er númer 5 við Brákarsund,
en til stendur að byggja einnig á
lóðum 1-3 við götuna.
Á sínum tíma undirrituðu
Borgar byggð og Hoffell viljayfir-
lýsingu um byggingu hússins sem
óhagnaðardrifins íbúðarhúsnæð-
is. Hoffell ehf. hugðist setja á stofn
leigufélag sem byggði og leigði út
íbúðir. Alls áttu þetta að verða átta
íbúðir.
Eins og fyrr sagði urðu nokkr-
ar skemmdir á húsinu við brun-
ann. Júlíus Þór Júlíusson eigandi
Hoffells staðfesti við Skessuhorn
að ýmislegt hafi tafið viðgerð-
ir og skortur á vinnuafli á svæðinu
sé einn þáttur í því auk trygginga-
legs uppgjörs eftir brunann. En
þetta standi nú til bóta og verið sé
að undirbúa framkvæmdir. Nokkr-
ir íbúar í Borgarnesi höfðu haft
samband við Skessuhorn og kvart-
að yfir útliti hússins sem stendur
við vinsæla gönguleið. Það er því
gleðilegt að lagfæringar á því séu í
farvatninu.
gj
Nýlega staðfesti matvælaráðu-
neyti ákvörðun Matvælastofnun-
ar frá 8. október 2021 um að svipta
sauðfjárbónda vörslu alls fjár síns.
Bóndinn hafði kært vörslusvipt-
inguna til ráðuneytis. „Frá árinu
2019 hafði stofnunin gert ítrekað-
ar athugasemdir við aðbúnað sauð-
fjár á bæ kærandans. Athugasemd-
ir stofnuninarinnar lutu að mörg-
um þáttum svo sem slysavörn-
um, brynningu, fóðrun, holdafari,
smitgát, gólfi í fjárhúsum, ástandi
girðinga og umhverfis við mann-
virki. Að lokum var bóndanum gert
að gera úrbætur á húsum sínum
fyrir 1. júlí 2021 eða framvísa ella
samningi við nágranna um annan
húsakost fyrir féð. Það gerði hann
ekki og var hann því sviptur vörsl-
um fjárins um haustið,“ segir í til-
kynningu frá MAST.
Kærandi taldi að stofnunin hefði
brotið reglur um meðalhóf og beitt
of íþyngjandi aðgerðum. Ævistarf
hans hefði farið í súginn og hann
ekki getað nýtt kærurétt sinn áður
en vörslusvipting fór fram. Stofn-
unin hefði einnig getað bætt sjálf
úr aðbúnaði skepnanna á kostnað
bóndans í stað þess að svipta hann
vörslum kindanna. Ráðuneytið
féllst ekki á þessi rök. Hlutverk
Matvælastofnunar væri fyrst og
fremst að tryggja velferð dýranna
og ekki væri að sjá að hægt hefði
verið að beita mildari aðgerðum í
þessu tilviki. Vörslusviptingin var
því staðfest.
mm
Dagný Pétursdóttir úr Borgarnesi
keppti í rafhjólakeppninni Bláa-
lónsþrautinni sem fór fram laugar-
daginn 11. júní. Dagný stakk þar
keppinauta sína af þegar lítið var
eftir af vegalengdinni. Fór það
svo að hún sigraði í kvennaflokki
einstaklingskeppninnar og er þar
með fyrsti sigurvegari keppanda
frá nýlega stofnuðu Hjólreiðafé-
lagi Vesturlands. Leiðin var 60
kílómetrar og keppa í heildina í
öllum greinum 300 til 400 manns
í einstaklingsflokki, þá karla- og
kvennaflokk, auk liðakeppni.
sþ
Drekaskátar, sem eru skátar á aldr-
inum 7-9 ára, fengu loks tækifæri til
að hittast á skátamóti sem haldið var
á Úlfljótsvatni helgina 10.-12. júní.
Þangað mættu um 160 drekaskátar af
öllu landinu ásamt 80 fararstjórum,
foringjum og sjálfboðaliðum sem sáu
um veglega dagskrá fyrir skátana.
Ævintýraþema var þessa helgi, þar
sem skátarnir fengu að spreyta sig í
fjölbreyttri dagskrá, t.d. klifri, bog-
fimi, svampakasti, vatnasafaríi og
bátadagskrá svo fátt eitt sé nefnt. Sú
nýlunda var þetta árið að mótið var
heila helgi en hefur hingað til verið
ein gistinótt. Skátarnir koma víða að,
m.a. frá Akureyri, Vestmannaeyjum
og úr Dölum. Guðni Th. Jóhannes-
son forseti Íslands og verndari
íslensku skátahreyfingarinnar, heim-
sótti ungu skátana og flutti þeim
ávarp á kvöldvöku á laugardags-
kvöldinu. Drekaskátarnir gróður-
settu um 1000 tré til að kolefnis-
jafna þennan viðburð ásamt fleirum
á komandi sumri enda eru þrjú önn-
ur skátamót fyrir ólík aldursbil á döf-
inni í sumar.
Mótið var skipulagt og framkvæmt
af teymi ungra sjálfboðaliða sem
flestir eru á aldrinum 17-25 ára. En
eitt meginmarkmið skátahreyfingar-
innar er að gera ungu fólki kleift að
takast á við krefjandi og spennandi
verkefni.
mm/ Ljósm. BÍS.
Aktu varlega – mamma og
pabbi vinna hér!
Á meðfylgjandi mynd af hópnum eru fv.: Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri
Borgarverks, Hjálmur Þorsteinn Sigurðsson deildarstjóri mannvirkja hjá Ístaki,
Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas Íslandi, Bergþóra Þorkelsdóttir
forstjóri Vegagerðarinnar, Kristín Helga Markúsdóttir framkvæmdastjóri stjórn-
sýslu- og þróunarsviðs Samgöngustofu og Ólafur Örn Bragason forstöðumaður
mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Húsið er fremst á myndinni. Það stendur við fjölfarinn göngustíg sem liggur
meðfram sjónum frá Landnámssetri yfir í Englendingavík (Kaupfélagsfjöruna) og
að Bjössaróló í Borgarnesi.
Brunaskemmt hús við
Bákarsund 5 í Borgarnesi
Yngstu skátar landsins
sameinuðust í tjaldbúðum
Dagný fagnar fyrsta sætinu.
Sigraði í rafhjólakeppni
Bláa lónsins
Ráðuneytið staðfesti
ákvörðun Matvælastofnunar
um vörslusviptingu