Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202238 Um miðjan mars sagði Skessuhorn frá göngustíg fyrir aftan skógrækt- ina á Akranesi sem lagt var á síð- asta haust burðarlag til að styrkja veginn á um þrjú hundruð metra kafla. Efnið var möl í bland við stóra hvassa steina og því frekar erfitt fyrir gangandi vegfarendur, hlaupara og hjólreiðamenn að ferð- ast þarna um. Þessi leið hefur verið mjög vin- sæl gönguleið í gegnum árin enda afar falleg með Akrafjallið nánast í fanginu allan tímann. Nú er málið leyst því nýlega er búið að setja fína möl ofan á göngustíginn og ekkert mál lengur að taka rölt, hlaup eða hjólatúr í átt að fjallinu fagra. vaks Dagana 1. og 2. júlí næstkomandi er allt gistirými upppantað í Stykk- ishólmi og tjaldstæðið líka, svo og flestir túnblettir. Um fjögur hund- ruð manns munu mæta á svæðið og tónlist óma í eyrum. Ástæðan er Landsmót harmonikuunnenda sem haldið verður á staðnum. Það verður helgað minningu Hafsteins Sigurðssonar harmonikkuleikara og tónlistarkennara í Stykkishólmi sem lést fyrir aldur fram árið 2012. Vestlendingar koma að skipulaginu Eins og heitið ber með sér koma harmonikkufélög af öllu landinu saman í Hólminum þessa helgi. Félag harmonikuunnenda í Reykja- vík annast skipulagið og núverandi og fráfarandi formaður þess komu á skrifstofu Skessuhorns til að upp- lýsa blaðamann um hátíðina sem framundan er. Friðjón Hallgríms- son er nýkjörinn formaður félags- ins og Elísabet H. Einarsdótt- ir er nýbúin að láta af því embætti. Svo vill til að Friðjón er ættaður af Hellissandi og hún er frá Akra- nesi svo þau hafa bæði sterk tengsl við Vesturland. Elísabet byrjaði snemma að spila á harmonikku og hefur menntað sig talvert í því en Friðjón er sjálflærður og fór ekki að spila fyrr en um þrítugt. Bæði spila þau mikið í dag sér til yndis og ánægju og elska tónlistina. Þau gera heldur ekki lítið úr vægi félagsskap- arins sem þessu tengist. Dansað í íþróttahúsinu Félag harmonikuunnenda í Reykjavík var stofnað fyrir 45 árum með það að markmiði að auka og efla veg hljóðfærisins. Landsmótið er haldið hverju sinni af einhverju slíkra félaga á landsvísu og mótið í ár er það fjórtánda í röðinni. Yfir- leitt eru þau haldin á þriggja ára fresti en nú hafa liðið fimm ár á milli vegna farsóttarinnar. Það verður því sérstaklega mikill fögn- uður í ár. Mótshaldarar nýta sér ýmsa aðstöðu í Hólminum svo sem íþróttahúsið þar sem bæði verða haldnir tónleikar og dansleik- ir. Viðburðurinn nýtur styrks frá Sóknaráætlun Vesturlands og ekki síst þess vegna segja þau Elísabet og Friðjón að þau telji mikilvægt að nýta sér þjónustu í landshlut- anum í sem mestum mæli. Stól- ar og borð í íþróttahúsið koma t.d. frá Íþróttabandalagi Akraness og tjöld eru leigð af Ísólfi Haraldssyni í Bíóhöllinni á Akranesi. Harmonikkumenning í Hólminum Eins og áður kom fram er mótið helgað minningu Hafsteins Sig- urðssonar harmonikkuleikara og tónlistarkennara og verður minn- ingarskjöldur um hann afhentur Tónlistarskólanum við þetta tæki- færi. Mótið er haldið í góðri sam- vinnu við Stykkishólmsbæ og svo skemmtilega vill til að Jakob Björg- vin Jakobsson bæjarstjóri þar leikur á harmonikku og er fyrrum nem- andi Hafsteins. Jakob Ingi Jakobs- son faðir hans er einnig harmon- ikkuleikari og mun opna mótið með leik sínum, enda er hefð fyrir því að heimamaður spili fyrsta lag- ið. Tíu félög og Storm tríó Tónleikar og dansleikir verða bæði föstudag og laugardag og sérstak- ir hátíðartónleikar á laugardeg- inum. Alls senda tíu til tólf harm- onikkufélög hljómsveitir á stað- inn. Einnig kemur íslensk-norska tvíeykið Storm Duo á svæðið, bæt- ir við sig liðsmanni og umbreytist í Storm Tríó. Gestafélag frá Fugla- firði í Færeyjum mætir í einnig í Hólminn. Hljómsveitir hinna ýmsu félaga leika á tónleikunum og full- trúar þeirra leika fyrir dansi bæði kvöldin. Þess má geta að auk alls þessa verður þjóðbúningahátíðin Skotthúfan haldin í Stykkishólmi laugardaginn 2. júlí. Að loknu skemmtilegu samtali við Elísabetu og Friðjón taka þau fram hljóðfærin og leikandi létt tónlist fyllti ritstjórnarskrifstofuna. Blaðamaður hefur algerlega sann- færst um að skreppa í Hólminn í byrjun júlí. Athugasemd blaðamanns: Almennur ritháttur orðsins harm- onika/harmonikka er mjög mis- munandi. Hér er farin sú leið að fara milliveg og rita tvö k þar sem fjallað er um hljóðfærið sem slíkt, en eitt á öðrum stöðum. gj Á upplýsingasíðu sendiráðs Íslands í Noregi kom fram á fimmtu- daginn að Ingibjörg Davíðsdótt- ir sendiherra hafi verið sæmd stór- krossi hinnar konunglegu norsku þjónustuorðu. Hana fær Ingibjörg fyrir embættisstörf í þágu sam- skipta Íslands og Noregs. Orðuna afhenti Tore Hattrem ráðuneytis- stjóri norska utanríkisráðuneyt- isins. Ingibjörg, sem er frá Arn- bjargarlæk í Þverárhlíð, hefur verið sendiherra í Noregi frá árinu 2019 en hefur starfað í utanríkisþjónustu Íslands frá 1999. mm/ Ljósm. Sendiráð Íslands í Noregi. Göngustígur kominn í gott lag Ingibjörg sæmd stórkrossi í Noregi Jakob Björgvin bæjarstjóri ásamt hljómsveit á hesthússtónleikum. Ljósm. aðsend. Harmonikkan mun gleðja í Stykkishólmi um næstu mánaðamót Elísabet og Friðjón glöddu starfsfólk Skessuhorns með harmonikkuleik. Nokkur farartækja gesta á Landsmóti harmonikuunnenda á Ísafirði 2017. Ljósm. Sigurður Harðarson. Frá vinstri: Sveinn Sigurjónsson, Kristján Ólafsson, Hilmar Hjartarson og Erlingur Helgason. Allt ósviknir gleðigjafar. Myndin er tekin á Landsmótinu á Ísafirði. Ljósm. Sigurður Harðarson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.