Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 41 Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar tók á fimmtudaginn á móti öllum útskriftarárgöng- um úr leikskólum á starfssvæð- inu, Akranesi og Hvalfjarðarsveit, á slökkvistöðinni að Kalmanns- völlum 2 á Akranesi. Um er að ræða leikskólana Akrasel, Garða- sel, Teigasel og Vallarsel á Akra- nesi og Skýjaborg í Hvalfjarðar- sveit. Tilefnið er lok á verkefninu „Aðstoðarmaður slökkviliðsins“ sem börnin hafa verið að vinna að í leikskólanum í vetur. Þar hafa krakkarnir verið að kanna með eldvarnir á sínu heimili og einnig á leikskólanum. Logi og Glóð eru slökkviálfar og eru krökkunum til aðstoðar í þessu verkefni. Einnig hafa þau fengið leiðsögn frá leik- skólakennurum og forvarnasviði Slökkviliðs Akraness og Hval- fjarðarsveitar. Allir krakkar sem tóku þátt í verk efninu fengu viðurkenn- ingarskjal í lok heimsóknarinn- ar. Verkefnið er samstarfsverkefni leikskóla, Brunabótafélags Íslands og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á fimmtudagsmorgun þegar leik- skólinn Skýjaborg var í heimsókn og smellti af nokkrum myndum af fjörinu. vaks Fengu að sprauta og sulla á slökkvistöðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.