Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20224
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is
Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Breytt miðlun
Eins og lesa má um í frétt hér aftar í blaðinu fékk Skessuhorn í
liðinni viku myndarlegan fjárstuðning frá Uppbyggingarsjóði Vest-
urlands. Veittur var styrkur til nýsköpunar í starfandi fyrirtæki.
Auðvitað hálfskammast maður sín fyrir að sækja um stuðning við
verkefni á vegum fyrirtækis sem er alveg að verða aldarfjórðungs
gamalt. Var þó hvattur til þess og hlaut umsóknin brautargengi. Í
ljósi þess að fjölmiðlar eiga sérstaklega að láta vita af slíkum fjár-
stuðningi ætla ég að nýta þennan vettvang til að upplýsa nánar um
málið.
Í stuttu máli er verkefni okkar á Skessuhorni að opna næsta haust
nýjan fréttavef fyrir Vesturland sem leysir af hólmi núverandi vef.
Vefurinn sem slíkur verður að útliti ekki ósvipaður núverandi vef
en tæknilega verður lögð áhersla á styttri tengitíma, þægilegt við-
mót og fjölbreyttar miðlunaraðferðir. Rekstrarlega verður vefurinn
hins vegar byggður upp með allt öðru sniði en núverandi vefur okk-
ar er, hann verður í áskrift gegn vægu gjaldi. Samhliða breytingum
í rekstrarumhverfi fjölmiðla, ekki einvörðungu hér á landi heldur
víðs vegar í heiminum, hafa fjölmiðlar stórir sem smáir orðið að
bregðast við breyttum veruleika. Hafa þurft að sækja tekjur eftir
öðrum leiðum en að treysta á stopula auglýsingasölu. Nú hafa þær
tekjur að stórum hluta flust til samfélagsmiðla og streymisveitna og
eftir sitja ritstjórnir þessara miðla fjársveltar. Eftir sem áður þurfa
fjölmiðlar að standa straum að kostnaði við laun blaðamanna, efn-
isöflun og rekstur.
Segja má að íslenskir vef-fjölmiðlar séu skemmra á veg komn-
ir með að breyta tekjumóteli sínu en miðlar í löndunum hvarvetna
í kringum okkur. En nú tel ég fullvíst að það muni breytast. Hér
á landi má segja að einn vefur hafi markað sér ákveðna sérstöðu
í rekstri sem áskriftarvefur. Það er Stundin. Fleiri hyggjast feta í
sömu spor og vafalítið mun veffjölmiðlum fjölga skart sem breyta
áherslum og bjóða vöru sína til sölu gegn vægu gjaldi. Þeir eru jú að
veita þjónustu og hví skyldi hún þá ekki verða að kosta?
Starfsfólks Skessuhorns hefur unnið að undirbúningi þessa ver-
kefnis frá því á síðasta ári. Þá tókum við þátt í viðskiptahraðli sem
samfélagsmiðillinn Facebook kostaði, fengum þar aðild ásamt
þrettán öðrum fjölmiðlum á Norðurlöndunum. Í raun var markmið
Facebook með hraðlinum að flýta því að starfandi fjölmiðlar fari
þessa leið í rekstri sínum. Við þekkjum það öll að Facebook lifir á
því að deila fréttum. Eftir því sem hlutfall ritstýrðra frétta er hærra,
því meiri líkur eru á að samfélagsmiðillinn sem slíkur blómstri. Þeir
byggja einfaldlega tilveru sína á að hlutfall áreiðanlegra, ritstýrðra
frétta sem deilt er sé sem allra hæst. Þeir vilja fækka falsfréttum
og fréttaskrifum sem unnin eru utan ritstýrðra fjölmiðla. Þetta skal
upplýst hér sem og að markmið Skessuhorns með breytingum er að
verða enn til á 25 ára afmælinu í febrúar á næsta ári. Meira um þess-
ar breytingar síðar.
Magnús Magnússon
Undanfarnar vikur hefur Land-
læknir ferðast milli landshluta til að
kynna stöðu lýðheilsuvísa í hverju
umdæmi fyrir sig. Lýðheilsuvís-
ar hafa verið mældir síðastliðin sjö
ár en þeir gefa til kynna heilsufars-
stöðu á landsvísu sem og stöðuna
í hverju heilbrigðisumdæmi fyr-
ir sig. Til dæmis voru teknir fyr-
ir heilsufarsvísar um stöðu á orku-
drykkjaneyslu, þunglyndislyfja-
notkun, skimun fyrir krabbameini,
almennum heilsugæsluheimsókn-
um og fleiru.
Fundur var haldinn á Akranesi
síðastliðinn mánudag þar sem far-
ið var yfir stöðu Vesturlands sam-
anborið við landið í heild sinni. Á
fundinum flutti Alma Möller land-
læknir ávarp. Talaði hún um áskor-
anir í heilbrigðisþjónustu sem eru
m.a. skortur á starfsfólki og flóknara
umhverfi. Til að mæta þessum
áskorunum vill Alma bæta lýðheilsu
og forvarnir, koma þannig í veg
fyrir sjúkdóma og nýta heilbrigð-
iskerfið skynsamlega. Kom hún inn
á mikilvægi góðra svefnvenja sem
annars hefur áhrif á ónæmiskerfi
og aðra mögulega heilsufarskvilla
sé svefn í ólagi. ,,Svefn bætir minni,
hjálpar okkur að halda kjörþyngd,
vinnur gegn þunglyndi og kvíða og
er fyrirbyggjandi fyrir heilabilun og
krabbamein,“ sagði Alma.
Auk Ölmu tóku til máls þær Sig-
ríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðs-
stjóri heilbrigðisupplýsinga hjá
embætti landlæknis, Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir, sviðsstóri lýð-
heilsusviðs hjá embætti landlækn-
is og Jóhanna Fjóla Jóhannesdótt-
ir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands. Hér fyrir neðan má
sjá dæmi um lýðheilsuvísa á Vest-
urlandi sem eru frábrugðnir tölum
fyrir landið í heild.
• Fleiri framhaldsskólanemar
meta andlega heilsu góða.
• Gosdrykkjaneysla fullorðinna
er minni.
• Þátttaka 60 ára og eldri í inflú-
ensubólusetningu er meiri.
• Færri börn í 1. bekk nota virk-
an ferðamáta.
• Minni þátttaka barna í 8.-10.
bekk í skipulögðu íþróttastarfi.
• Þátttaka í skimun fyrir leg-
hálskrabbameini er minni. sþ
Hagstofan hefur birt tölur um
breytingu á íbúatölu í sveitarfélög-
um miðað við 1. júní síðastliðinn.
Af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi
fjölgar íbúum í átta þeirra en fækk-
ar í tveimur. Langmest hlutfallsleg
fjölgun yfir landið var í Skorradals-
hreppi, eða um 18,3%. Ellefu
bættust við í dalnum og er íbúa-
fjöldinn nú 71. Íbúum fækkaði um
11 á Akranesi, sem jafgildir 0,1 pró-
sentustigi og í Dalabyggð fækkaði
um þrjá íbúa. Íbúar á Vesturlandi
eru nú 17.171.
mm
Sveitarfélag Fjöldi Fjöldi Breyting milli ára í %
1.des.21 1.jún.22 1. des. 2021 og 1. júní 2022
Akraneskaupstaður 7.838 7.827 -11 -0,10%
Skorradalshreppur 60 71 11 18,30%
Hvalfjarðarsveit 687 710 23 3,30%
Borgarbyggð 3.875 3.892 17 0,40%
Grundarfjarðarbær 839 849 10 1,20%
Helgafellssveit 79 85 6 7,60%
Stykkishólmsbær 1.214 1.295 81 6,70%
Eyja- og Miklaholtshreppur 103 108 5 4,90%
Snæfellsbær 1.670 1.674 4 0,20%
Dalabyggð 663 660 -3 -0,50%
Í Skorradalshreppi fjölgaði um 11 íbúa á hálfu ári.
Íbúum fjölgaði í átta af
tíu sveitarfélögum
Landlæknir kynnti
Lýðheilsuvísa Vesturlands
Alma Möller ávarpar fundargesti.