Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20228 Báta- og hlunn- indasýningin opnuð REYKHÓLAR: Báta- og hlunnindasýningin var opnuð á ný á dögunum. Á sýningunni er yfirlit um hlunnindanytj- ar við Breiðafjörð og í Breiða- fjarðareyjum. Einnig er fróð- leikur um dýra- og fuglalíf. Á bátasafninu eru einkum súð- byrðingar með breiðfirsku lagi, einnig er þar nokkuð stórt safn gamalla bátavéla, sumar sjald- gæfar. Bátasafnið hefur jafn- framt verið verkstæði þar sem unnið hefur verið að bátasmíði og viðgerðum, þar hafa líka verið haldin námskeið í báta- viðgerðum. Á fimmtudögum og föstudögum í sumar verð- ur Hafliði Aðalsteinsson báta- smiður þar við vinnu og gefst gestum sýningarinnar kostur á að fylgjast með bátaviðgerðum. Þannig er þetta að nokkru leyti lifandi safn. Það er vel ómaks- ins vert að staldra við og skoða Báta- og hlunnindasýninguna. Sýningin er opin alla daga vik- unnar fram í miðjan ágúst, milli kl. 11 og 18. -vaks Kindur á ferðinni BORGARFJ: Talsvert hefur verið kvartað undanfarið yfir kindum í vegköntum við og fyr- ir ofan Bifröst. Ökumenn eru beðnir um að hafa varann á sér þegar þeir eiga leið hjá. -vaks Kviknaði í inntakskassa HÚSAFELL: Síðasta föstu- dagskvöld kom upp eldur í inn- takskassa fyrir aftan þjónustu- skúr í Húsafelli. Þegar Slökkvi- liðið Borgarbyggðar kom á vettvang var eldurinn slokknað- ur en kviknað hafði í rafmagns- lögn sem brann inn að vatns- lögn, sem bráðnaði og slökkti vatnið þá eldinn. -vaks Mínar síður fyrirtækja LANDIÐ: „Mínar síður“ á Ísland.is eru í sífelldri þróun og eru nú aðgengilegar fyrir- tækjum fyrir þá sem hafa pró- kúru. Prókúruhafar fyrirtækja hafa sjálfkrafa aðgang með eig- in rafrænum skilríkjum og geta skipt milli aðganga. Innskrán- ing fyrir tækja byggist á nýju innskráningar- og umboðskerfi sem þýðir að prókúruhafi get- ur veitt öðrum aðgang að Mín- um síðum fyrirtækisins, sé þess þörf. Samkvæmt tölum frá Hag- stofunni voru rúmlega 3.200 fyrirtæki skráð í fyrirtækjaskrá árið 2021 og þessi bætta þjón- usta ætti því að koma að gagni hjá stórum hópi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 4. júní – 10. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 18 bátar. Heildarlöndun: 35.497 kg. Mestur afli: Steinunn ÁR: 3.725 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi: 35 bátar. Heildarlöndun: 61.162 kg. Mestur afli: Gísli ÍS: 4.398 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 25 bátar. Heildarlöndun: 649.444 kg. Mestur afli: Viðey RE: 152.469 kg í einum róðri. Ólafsvík: 52 bátar. Heildarlöndun: 193.679 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 33.175 kg í tveimur löndun- um. Rif: 38 bátar. Heildarlöndun: 259.948 kg. Mestur afli: Örvar SH: 44.274 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 27 bátar. Heildarlöndun: 108.034 kg. Mestur afli: Magnús HU: 12.557 kg í fimm löndunum. 1. Viðey RE – GRU: 152.469 kg. 6. júní. 2. Vörður ÞH – GRU: 82.344 kg. 6. júní. 3. Áskell ÞH – GRU: 82.330 kg. 6. júní. 4. Jóhanna Gísladóttir GK – GRU: 73.848 kg. 5. júní. 5. Sigurborg SH – GRU: 61.272 kg. 7. júní. -sþ Miðvikudaginn 8. júní kom ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfé- lags Helgafellssveitar og Stykkis- hólmsbæjar saman í fyrsta sinn. Bæjarstjórn skipa nú Hrafnhild- ur Hallvarðsdóttir, Steinunn I. Magnúsdóttir, Ragnar Ingi Sig- urðsson, Þórhildur Eyþórsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir og Ragnar Már Ragnarsson. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að Hrafnhildur Hallvarðsdótt- ir var kjörin forseti bæjarstjórnar á fundinum, Ragnar I. Sigurðsson var kjörinn fyrsti varaforseti bæjar- stjórnar og Haukur Garðarsson annar varaforseti. Kosnir voru full- trúar í bæjarráð, skipulagsnefnd, skóla- og fræðslunefnd og fulltrú- ar sveitarfélagsins í Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi (SSV). Kjöri í aðrar nefndir var frestað til næsta fundar. Lagðar voru fram hugmynd- ir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólms- bæjar sem bárust í samráðsgátt. Samþykkt var að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Bæjar- ráð kemur næst saman 23. júní næstkomandi. vaks Fimmtudaginn 9. júní sl. kom nýkjörin bæjarstjórn Grundar- fjarðarbæjar saman til fyrsta fundar á kjörtímabilinu. Bæjarstjórn skipa nú Ágústa Einarsdóttir, Bjarni Sig- urbjörnsson, Garðar Svansson, Jósef Ó. Kjartansson, Loftur Árni Björg- vinsson, Signý Gunnarsdóttir og Sigurður Gísli Guðjónsson. Fjórir bæjarfulltrúar af sjö eru nýir fulltrúar í bæjarstjórn en þeir Jósef og Garðar hafa báðir setið í átta ár í bæjarstjórn og Bjarni í eitt kjörtímabil, fjögur ár, sem varamaður og síðan aðalmaður. Fram kemur á heimasíðu bæjar ins að á fundinum hafi Jósef Ó. Kjart- ansson verið kosinn forseti bæjar- stjórnar til eins árs og Ágústa Einars- dóttir varaforseti, til sama tíma. Í bæjarráði fyrsta árið verða Garð- ar Svansson, Jósef Ó. Kjartansson og Sigurður Gísli Guðjónsson, sem jafnframt var kjörinn formaður bæj- arráðs til eins árs. Á fundinum var samþykkt að ganga frá ráðningu Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra, til næstu fjögurra ára. Bæjarstjórn fundar mánaðarlega, en þó ekki yfir sumarmánuðina, júlí og ágúst. Á þeim tíma fer bæjar ráð með sömu heimildir og bæjarstjórn og afgreiðir fundargerðir nefnda og þau mál sem upp koma, nema ástæða þyki til að kalla bæjarstjórn sérstak- lega saman til fundar um sérlega mikilvægar ákvarðanir. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar var skipað í fastanefnd- ir og ráð bæjarins næstu fjögur árin. Nefndarfólk fær á næstu dögum sent kjörbréf sem staðfestir nefndarsetu og bæjarstjóri mun síðan kalla nefnd- ir til fyrsta fundar í Ráðhúsinu. Bæjarstjórn samþykkti jafn- framt að halda fljótlega fræðslu- og kynningardag fyrir kjörna full- trúa í bæjar stjórn og nefndum, þar sem farið verður yfir helstu þætti í stjórnsýslu og starfsemi bæjarins og nefnda hans og gerð grein fyrir helstu verke fnum sem nefndir síð- asta kjörtímabils höfðu til meðferð- ar. Með þessu er reynt að tryggja sem skilvirkasta yfirfærslu á þekk- ingu og verkefnum, milli eldri og nýrra nefnda, að afloknum sveitar- stjórnarkosningum. vaks Á þriðjudag í liðinni viku var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar á Akra- nesi haldinn. Þar var kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins næstu fjögur árin. Allar tillögur sem lagð- ar voru fram á fundinum voru samþykktar með öllum greidd- um atkvæðum en níu manns skipa bæjar stjórn Akraness. Valgarður Lyngdal Jónsson (S) verður forseti bæjarstjórnar, Ein- ar Brandsson (D) verður varafor- seti og Ragnar B. Sæmundsson (B) verður annar varaforseti bæj- arstjórnar. Aðalmenn í bæjarráði eru Líf Lárusdóttir (D) formað- ur bæjar ráðs, Valgarður L. Jóns- son varaformaður og Ragnar B. Sæmundsson. Í skóla- og frístundaráði er Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S) for- maður, í skipulags- og umhverfis- ráði er Guðmundur Ingþór Guð- jónsson (D) formaður og Kristinn Hallur Sveinsson (S) er formað- ur velferðar- og mannréttindaráðs. Nánari skipan nefnda og ráða má finna á heimasíðu Akraneskaup- staðar. vaks Fyrsti fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar Frá vinstri: Garðar Svansson, Signý Gunnarsdóttir, Loftur Árni Björgvinsson, Jósef Ó. Kjartansson, Davíð Magnússon, Ágústa Einarsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. Ljósm. grundarfjordur.is Það var létt yfir bæjarstjórninni á sínum fyrsta fundi. Sævar Freyr bæjarstjóri er lengst til vinstri. Ljósm. Steinar Adolfsson. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar á Akranesi Bæjarstjórnin ásamt Jakobi Björgvini Jakobssyni bæjarstjóra sem er efst til hægri á myndinni. Ljósm. stykkisholmur.is Bæjarstjórn Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar með fyrsta fund

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.