Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202232 Síðastliðinn laugardag var traktora- og véladagur haldinn á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Þar sýndu fjórir bræð- ur frá bænum sitthvað úr vélakosti sínum og grúski í áranna rás. Þarna mátti m.a. sjá dráttarvélar, bíla og stakan mótor sem snúinn var í gang á sýningunni. Einnig sýndi Óttar Guð- mundsson ellefu bátslíkön sem hann hefur gert. Var um frum- sýningu á þeim að ræða. Boðað var til sýningarinnar á Face- book og voru þó nokkrir sem litu við í góða veðrinu og nutu jafnt veitinga sem dagskrár. ki Sýning á ljósmyndum og kjól- um verður í gamla Iðnskólanum á Akranesi dagana 17. og 18. júní. Kjólarnir eru með myndum sem flestar eru teknar á Vesturlandi og þeir eru framleiddir undir heitinu LAUFEY. Efnið í kjólunum er unnið úr endurnýttum plastflösk- um. Áskell Þórisson ljósmyndari tók myndirnar sem eru á kjólunum og sömuleiðis myndirnar sem munu hanga á veggjum gamla Iðnskólans. Það eru þau feðgin Laufey Dóra og Áskell sem ýttu kjólaframleiðslunni úr vör en Sjöfn Magnúsdóttir klæð- skeri á Akranesi sér um saumaskap- inn og kemur nú að hönnuninni með Laufeyju. Hver kjóll er sér- saumaður eftir málum kaupenda. Sýningin í gamla Iðnskólanum, Skólabraut 9, verður opin frá kl. 11 til 17:30 báða dagana. Áhugasam- ir um kjóla geta hitt þær Laufeyju og Sjöfn á staðnum þann 17. júní frá kl. 14 til 16 en Áskell verður þar báða dagana. Myndirnar eru til sölu en kjólana þarf að sérpanta. mm Kjólar og ljósmyndir í gamla Iðnskólanum á Akranesi Áskell og Laufey Dóra. Fordson tilbúinn með plóginn. Fjórir bræður buðu til vélasýningar á Bjarteyjarsandi Í eigu Jónasar er Chevrolet Master árg. 1934 og kallaður Brúsaskeggur. Bíllinn er vel gangfær og bauð Jónas ljósmyndara Skessuhorns í ökuferð. Bílinn notar meðal annars Arnheiður á Bjarteyjarsandi á haustin og fer akandi á honum í starf réttarstjóra í Svarthamarsrétt. Óttar Guðmundsson hefur gert líkön af 25 bátum og sýndi hann ellefu þeirra á laugardaginn. Hann hefur m.a. gert líkön af öllum níu hvalbátunum sem nú eru í eigu Hvals hf. Líkönin af bátunum eru unnin eftir upprunalegum teikningum af þeim. Óttar segir að 300-600 tímar fari í að gera hvert bátalíkan. Líkan Óttars af Akurey AK-77. Bræðurnir Jónas, Sigurjón, Hallgrímur og Óttar Guðmundssynir. Gamli og nýi tíminn í dráttarvélum á bænum. Dodge með McCormick á pallinum. Helgi Jónsson mætti með Ferguson árg. 55 sem hann lauk nýverið við að gera upp ásamt Sveini Brandssyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.