Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202212
Bandaríska loftslagsfyrirtækið
Running Tide undirritaði á fimmtu-
daginn samning við Breið - þró-
unarfélag og Brim hf. á Akranesi um
leigu húsnæðis undir aðstöðu fyr-
ir rannsóknir og framleiðslu á þör-
ungum til kolefnisbindingar í hafi.
Undirritunin er fyrsta skrefið í upp-
byggingu á starfsemi fyrirtækisins á
Akranesi, sem einnig horfir til þess
að vera með starfsemi á Grundar-
tanga.
Starfsemi Running Tide á
Breiðinni verður í formi rann-
sókna- og þróunarstarfs á sviði líf-
tækni en fyrirtækið hyggst nýta þá
þekkingu sem það hefur aflað sér í
hátækniþörungarækt og byggja upp
starfsemi sína á því sviði á Íslandi.
Running Tide mun strax í sum-
ar ráða tvo sérfræðinga til starfa á
Akranesi og hafa störfin þegar ver-
ið auglýst. Fyrirtækið hyggst auglýsa
fleiri störf á næstunni samhliða opn-
un starfsstöðvar sinnar á Breiðinni.
Ræktun stórþörunga
Running Tide er nýstárlegt fyrirtæki
sem þróar og nýtir tækni og aðferð-
ir sem örva náttúruleg ferli sjávarins
í að grípa, binda, og geyma kolefni
til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem
Running Tide vinnur að byggist á að
rækta stórþörunga sem binda kolefni
í stórum stíl á sérhönnuðum baujum
á hafi úti. Þörungarnir og baujurn-
ar vinna einnig gegn súrnun sjávar.
Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefn-
isbindingar bæta þannig lífríki hafs-
ins og skila ávinningnum til sjávar-
plássa og vistkerfa heimsins. Þróun
og framleiðsla á þörungunum sjálfum
verður staðsett á Akranesi. Forsvars-
menn fyrirtækisins telja að Ísland
hafi alla burði til að verða miðstöð
kolefnisbindingar í heiminum.
Running Tide var stofnað fyr-
ir fimm árum síðan í Bandaríkjun-
um en er nú að hefja starfsemi hér
á landi fyrir milligöngu Transition
Labs sem kynnt var nýlega. Running
Tide var stofnað af Marty Odlin,
fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine
í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hann-
ar, smíðar og setur upp kerfi sem
örvar náttúrulega eiginleika hafsins
til að farga kolefni, snúa við súrn-
un sjávar og endurheimta vistkerfi
við strendur hafsins. Running Tide
á í samstarfi við leiðandi kolefnis-
förgunarkaupendur eins og Stripe
og Shopify, og leiðandi stofnanir á
sviði loftslags- og hafvísinda á borð
við The Center for Climate Repa-
ir í Cambridge, Ocean Visions og
Roux Institute við Northeastern
University.
Transition Labs leitar uppi framúr-
skarandi erlend loftslagsverkefni,
aðstoðar við að koma þeim á legg hér
á landi og auðveldar þeim að skala
fyrirtækin upp í rekstrarhæfa stærð.
Stofnendurnir eru Davíð Helgason
og Kjartan Örn Ólafsson og stefna
þeir að því að gera Ísland að suðu-
potti loftslagsverkefna á heimsvísu.
Góð landfræðileg staða
Kristinn Árni L. Hróbjartsson,
framkvæmdastjóri Running Tide:
„Þær viðtökur sem við höfum feng-
ið á Akranesi hafa verið afar fag-
mannlegar og jákvæðar. Forsvars-
fólk Breiðarinnar hefur skýra sýn og
ljóst er að þau vilja laða að sér ýmsa
nýstárlega starfsemi sem á fram-
tíðina fyrir sér. Starfsemi sem býr
ekki einungis til ný störf heldur hef-
ur auk þess jákvæð áhrif á umhverf-
ið. Á Akranesi höfum við aðgengi að
reynslumiklu vinnuafli og landfræði-
leg staða sveitarfélagsins og hafnar-
innar á Grundartanga hentar okkar
áætlunum afar vel.“
Munum spila veigamikið
hlutverk
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
Akraness: „Við höfum átt gott sam-
tal við Running Tide um nokkurt
skeið og erum mjög spennt fyrir
hugmyndafræði fyrirtækisins og fyr-
irhugaðri starfsemi þeirra á Akra-
nesi og Grundartanga. Loftslagsmál
og lífríki sjávar eru forsenda farsællar
framtíðar og við erum stolt af því að
Akraneskaupstaður, Breiðin, Faxa-
flóahafnir og Brim geti stutt við þessa
nýsköpun með því að leigja Running
Tide húsnæði og aðstöðu. Á Akra-
nesi er að finna þekkingu og reynslu
á fjölmörgum sviðum sem getur
nýst þessari starfsemi. Þekkingu sem
skapast hefur með þeirri atvinnu-
starfsemi sem verið hefur í bænum í
gegnum tíðina. Akranes vill gjarnan
leika veigamikið hlutverk í því mik-
ilvæga verkefni að bregðast við lofts-
lagsvandanum og við erum stolt að
það starf sem hefur verið unnið í
Breið þróunarfélagi hafi náð að fanga
athygli þessara öflugu frumkvöðla og
tæknifjárfesta hjá Transition Labs og
Running Tide. Til framtíðar sjáum
við tækifæri til þess að verða miðstöð
frumkvöðlastarfsemi á sviði lofts-
lagsmála. Við fögnum því skrefi sem
nú er tekið og hlökkum til að fylgj-
ast með Running Tide í þeirra mikil-
vægu vegferð að berjast við þá lofts-
lagsvá sem að heiminum steðjar.“
Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjár-
málastjóri Brims hf. og stjórnar-
maður í Breið þróunarfélagi: „Með
þátttöku í starfsemi Breiðarinn-
ar vill Brim stuðla að atvinnuþróun
á athafnasvæði félagsins á Akranesi.
Það er ánægjulegt að rótgróið sjáv-
arútvegsfyrirtæki eins og Brim stígi
þetta skref með framsæknu tæknifyr-
irtæki á borð við Running Tide sem
vinnur að því að styrkja og efla lífríki
sjávar og þá um leið heimsins alls.
Brim býður Running Tide velkom-
ið á Breiðina.”
Þess má að lokum geta að í lok júní
hyggst Akraneskaupstaður boða til
opins íbúafundar með Marty Odlin,
stofnanda Running Tide, þar sem
hann mun fjalla um fyrirtækið, skýra
frá áhuga þess og áformum á Akra-
nesi og svara spurningum bæjarbúa.
vaks
Staðbundnir leiðarvísar veita gest-
um skemmtiferðaskipa gjarnan
hjálpleg tilmæli áður en komið er
í höfn á hverjum stað. Þeir inni-
halda ábendingar um hvert sé best
að fara og ráð um hvernig eigi að
vera tillitssamur gestur. Meðal
annars hvetur leiðarvísirinn gesti
til að njóta bæjarins og landslags-
ins, en láta gróður, dýr og menn-
ingararf ósnortið. Leiðarvísirinn
bendir einnig á markverða staði og
gönguleiðir og bendir gestum á að
að biðja um leyfi áður en þeir taka
myndir af bæjarbúum, til þess að
forðast að rjúfa friðhelgi þeirra.
Á undanförnum vikum og
mánuðum hefur Áfanga- og mark-
aðssvið SSV, ásamt Akraneskaup-
stað og Faxaflóahöfnum, tekið
þátt í samstarfsverkefni um gæði
í móttöku á skemmtiferðaskipum
á Akranesi. Þetta er NORA verk-
efni sem kom í gegn um Ferða-
málastofu og er samstarfsverk-
efni við The Association of Arct-
ic Expedition Cruise Operators
(AECO), þar sem þeir hafa unnið
með nokkrum höfnum á Íslandi,
Noregi, Færeyjum og Grænlandi.
Verkefnið gengur út á að heima-
menn, þar sem skemmtiferðaskip
koma í höfn, leggja línurnar og
móta stefnu um hvernig þeir vilja
taka á móti farþegum skemmti-
ferðaskipa sem heimsækja svæð-
ið, þannig að gestirnir njóti heim-
sóknarinnar og samfélagið njóti
ávinnings af gestamóttökunni. Nú
er verkefninu lokið á Akranesi og
nýr staðbundinn leiðarvísir fyr-
ir gesti í Akraneshöfn kominn í
birtingu á rafrænu formi.
mm
Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðs-
stjóri Borgarbyggðar bendir á að
töluvert hafi verið um að kviknað
hafi í litíum rafhlöðum sem meðal
annars eru orkugjafinn í rafhlaupa-
hjólum barna og fullorðinna. Hafa
orðið nokkrir brunar í og við híbýli
fólks á höfuðborgarsvæðinu vegna
þessa. „Þessar rafhlöður er einnig
að finna í mörgum smærri raftækj-
um. Þessar rafhlöður hreinlega spr-
i ng a og gefa frá sér mikinn eld og
reyk sem er mjög eitraður. Ekki er
vitað hvort að rekja megi þessa elda
til þess að fiktað hafi verið við hjól-
in til þess að auka hraða þeirra, eða
hvort að um tæknilega galla er að
ræða. Ein kenning hefur verið á
lofti um að elda í þessum hjólum
megi rekja til þess að rafhlöðurnar
hafi orðið fyrir skemmdum þegar
farið er upp og niður af gangstétt-
um, en rafhlaðan er lægsti punkt-
ur undir hjólinu og gæti orðið fyr-
ir skemmdum við það að steyta á
gangstéttarköntum,“ segir Bjarni.
Hann bendir jafnframt á að fræð-
andi umfjöllun um þessa hættu
sé að finna á heimasíðu Húsnæð-
is- og mannvirkjastofnunar, hms.
is og einnig inni á heimasíðu Ólafs
Gíslasonar/ Eldvarnamiðstöðvar-
innar, oger.is, þar sem fjallað er um
sérstök slökkvitæki til þess að fást
við elda í litíumrafhlöðum.
„Tilmæli okkar hjá slökkviliði
Borgarbyggðar eru eftirfarandi,“
segir Bjarni:
Ekki undir neinum kringum-
stæðum séu hjólin hlaðin innan-
dyra í íbúðarhúsum, bílskúrum eða
í geymslum fjölbýlishúsa þar sem
mikill eldsmatur er í eigum íbúa.
Hjólin séu hlaðin utandyra og
spennubreytir varinn fyrir rign-
ingu.
Ekki sé verið að fúska við rafbún-
að hjólsins með það fyrir augum að
auka afl og hraða þess.
Foreldrar sem og aðrir gefi gaum
að því að börn og unglingar hlaði
síma sína og tölvubúnað á borði eða
úti í glugga þar sem loftar um hann
en ekki ofan í rúmfötum, en nokkra
elda í húsum má rekja til þess að
slíkt hafi verið gert.
Og þetta klassíska, hugum að
reykskynjurum og slökkvitækjum.
mm
Rafhlaupahjól með litíum
rafhlöðum geta reynst hættuleg
Skemmtiferðaskip í höfn á Akranesi. Ljósm. úr safni/hs.
Nýr leiðarvísir fyrir gesti
skemmtiferðaskipa á Akranesi
Bandarískt frumkvöðlafyrirtæki hefur
starfsemi á Akranesi
Eftir undirritun samningsins á Breiðinni.