Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 27 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Bergsveinn S. 863 5868 Sigurður J. Helgi Már S. 897 7086 Magnús S. 861 0511 Ólafur S. 824 6703 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020 TIL LEIGU Smiðjuvellir 28, Akranesi Stærðir: frá um 150-600 m² Gerð: Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í alfaraleið við hlið Þjóðbrautar. 147,3 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði. Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum verslunargluggum á tvo vegu. 151 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði. Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum verslunargluggum á tvo vegu. 157,4 m² glæsilegt og nýtt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið skiptist upp í opið og bjart skrifstofurými með uppteknu lofti, vandaðri hljóðvist, gluggum á tvo vegu með útgengi á svalir. Við hlið þessa rýmis er 153,6 m² rými sem hægt er að opna á milli og verður þá hægt að ná samtals 311 m² rými á einum gólffleti. Væntanlegir leigjendur geta komið að hönnun og innréttingu rýmanna. Næg bílastæði eru á lóð hússins. Nánari upplýsingar um eignina veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í s. 897 7086, hmk@jofur.is alls staðar eru stigar þar sem það er byggt á nokkrum pöllum. Grunnskólinn spilað stórt hlutverk í húsinu ,,Það voru svo alltaf alveg rosa- legar samkomur hér þegar árshátíð grunnskólans var. Þá var fyrsti bekk- ur með atriði og upp úr. Og það er örugglega hægt að margfalda nem- endafjöldann með þremur þar sem foreldrar og fleiri komu á skemmt- unina. Þá var ég með sjoppu hérna uppi stundum og ég held það hafi bara alltaf allt klárast. Krakkarn- ir stefndu á það að klára allt upp, stundum var þetta til klukkan þrjú á nóttunni og ótrúlegt hvað krakk- arnir héldu þetta út. Dagskráin sjálf kannski um þrír klukkutím- ar en þetta var alveg ofboðslega flott. Stór leikrit sem eldri krakk- arnir settu upp alveg á topp mæli- kvarða. En þetta var kannski óþarf- lega langt fyrir yngstu krakkana. Þá fengu þau bara sælgæti til að ná upp orkunni,“ segir Gummi kíminn. ,,Það hefur mikil breyting orðið hér, skólinn hefur skroppið svo- lítið saman. Í gamla daga var alltaf einhver dagskrá öll kvöld þegar heimavistin var. Þá voru t.d. íþrótt- ir eða eitthvað annað að gerast á kvöldin. Bifrestingar og Hvann- eyringar nýttu húsið líka í íþrótta- starfemi. Svo var sameiginlegt ball þessara skóla einu sinni á ári í hús- inu. Svo það er ýmislegt sem hef- ur verið en það er fátt sem er enn- þá sem byrjaði en kannski aðallega leiksýningar. Síðast var leiksýn- ing fyrir tveimur árum og hefði átt að vera í vetur hefði allt verið með felldu. Nú er aftur að bæta í starf- semi hússins eftir svolítið dauð- an tíma.“ Leiksýningar hafa spil- að stórt hlutverk í sögu hússins en leikdeild Umf. Stafholtstungna var sérstaklega virk um tíma. Alltaf eitthvað til að gera Félagsheimilið er í þokkalegu standi en húsnæðið nýtur góðs af skörpu auga Guðmundar. ,,Þetta er svo stórt hús svo það þarf í rauninni að gera eitthvað á hverju ári. Dytta að einhverju og mála. En nú er sund- laugin orðin sér og aðrir umsjónar- aðilar sem sjá um viðhald á henni. Áður var rekstrarstjóri sem bjó á svæðinu og oddvitarnir réðu með fjármál og annað og það var mikið betra. Þá var á hverju ári gert eitt- hvað í viðhaldi en núna er stöðugur barningur að fá eitthvað gert. Húsið er samt í þokkalegu standi en þetta er svo stórt, það þarf að gera eitt- hvað á hverju einasta ári svo þetta verði ekki óyfirstíganlegt.“ Breytingar og nýjungar Ný starfsemi hefur komið í hús- ið upp á síðkastið þar sem aðstæð- ur í nærumhverfi hafa breyst til hins góða. ,,En það er rosalega mik- il breyting. Hótelið svona það sem hefur komið inn núna nýjast. Það á eflaust eftir að gera góða hluti fyr- ir staðinn. Til dæmis koma margir hópar frá hótelinu sem nýta félags- heimilið, aðallega til funda þar sem hótelið getur ekki boðið upp á stór- an fundarsal. Svo eru náttúru- lega Varmalandsdagar það nýjasta og ómetanlegt að fá mann eins og Vilhjálm Hjörleifsson til að keyra áfram þetta verkefni en þetta er rosaleg vinna. Hann hefur ekkert gefið eftir í neinu til að hafa allt flott og vel gert. Okkur finnst mikil vægt að það sé fínt hérna í kring og þá er aðalatriðið að slá.“ Rólegheit framundan Þar sem mikil ös er yfir allt árið leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort Guðmundur fái aldrei frí. ,,Nei í rauninni ekki, en ég hef reynt að taka mér frí á haustin stundum. Kannski einn dag um miðja viku, eitthvað svoleiðis. En núna er stefnan að ég hætti í júnílok ef það finnst einhver í staðinn. Það gleymdist nefnilega að auglýsa þetta fyrst.“ Gummi vildi ekki tjá sig um hvernig aðila hann sér fyrir sér taka við. ,,Ég held þeir ætli sér að reyna að breyta stöðugildinu eitthvað en ég veit ekkert hvernig þetta verð- ur. En það væru rosaleg þægindi ef fólk sem myndi sjá um þetta væri á staðnum.“ Að lokum spyr blaða- maður hvað sé framundan hjá Gumma. ,,Það er ekki neitt. Bara rólegheit og hafa það notalegt.“ sþ Harmónikkudansleikur í Þinghamri. Ljós. af tímarit.is. Frá skemmtun Grunnskólans á Varmalandi 1993.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.