Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202234
Mikið er lagt upp úr að halda sjó-
mannadaginn í Snæfellsbæ sem
glæsilegastan. Sjómenn undir-
bjuggu helgina en að þessu sinni
voru áhafnir bátanna Guðmundar
Jenssonar SH, Kristins HU, Ham-
ars SH og Stakkhamars SH sem sáu
um framkvæmd dagsins. Keppnis-
greinar fóru fram í höfninni í Rifi
að þessu sinni. Keppt var í kapp-
róðri, reiptogi og þrautagreinum
auk þess sem boðið var upp á fiski-
súpu. Þá voru hoppukastalar fyrir
yngstu börnin.
Fyrr um morguninn fór fram
dorgveiðikeppni í Ólafsvík það sem
ungir veiðimenn létu sig ekki vanta
ásamt foreldrum. Var ekki ann-
að að sjá en að hinir ungu veiði-
menn hefðu gaman af. Á laugar-
dagskvöldið var sjómannaskemmt-
un í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík
þar sem meðal annars var hlaðborð
og skemmtiatriði auk þess sem sjó-
mannskonur voru heiðraðar. Að
lokum var dansleikur og lék Stuð-
bandið fyrir dansi. Veislustjóri var
Sigurður Ingi Sigurðsson.
Á sunnudag voru skemmti atriði
í sjómannagörðunum í Ólafsvík og
á Hellissandi. Auk þess sem sjó-
mannamessur voru haldnar og bát-
ar fóru með gesti í skemmtisigl-
ingu. Þrír sjómenn voru heiðrað-
ir við hátíðlega athöfn í sjómanna-
garðinum í Ólafsvík; þeir Þorsteinn
Hauksson, Heiðar Friðriksson og
Jóhannes Ragnarsson. Þeir hafa
stundað sjómennsku í tugi ára ásamt
öðrum störfum tengdum sjávarút-
vegi, en í ár eru 70 ár síðan fyrsti
sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur í Ólafsvík. Af því tilefni
var vígt nýtt skilti við innganginn í
Sjómannagarðinn. Kristján Krist-
jánsson KK söng á milli atriða og
Ólafur Hlynur Steingrímsson flutti
ræðu dagsins. af
Mikil dagskrá
á sjómannadaginn
í Snæfellsbæ
Ungir veiðimenn settu fiskana sem þeir veiddu í kar.
Stoltur veiðimaður ásamt pabba og afa.
Fiskisúpa framreidd.
Þyrlan TF-Eir mætti á svæðið og sýndi björgun úr sjó.
Þessar stúlkur
tóku þátt í
þrautakeppn-
inni.
Keppnisskapið var mikið í reiptoginu og er ekki annað að
sjá en að stórskipperinn Emil Freyr Emilsson tæki á öllu
sínu, en hafði ekki erindi sem erfiði og lutu þeir í gras fyrir
andstæðingum sínum.
Börnin tóku þátt í flekahlaupi. Þessi ungi drengur stóð sig
með prýði enda faðir hann í sjónum að fylgjast vel með og
hvetja áfram.
Kristín Bjargmundsdóttir eiginkona Þorsteins Haukssonar, Felix Herbertsson barnabarn Heiðars Friðrikssonar, Jóhannes
Ragnarsson og eiginkona hans Anna Valves.
Nýja skiltið vígt. Jónas Gunnarsson, Pétur Steinar Jóhanns-
son, Illugi Jónasson, Jens Brynjólfsson og Björn Erlingur
Jónasson, sem eru í sjómannaráðinu í Ólafsvík.
Magnús Þorsteinsson sló heldur betur í gegn þegar hann
birtist óvænt og söng sjómannalög á pallinum með KK, en
Magnús er kominn vel yfir áttrætt og er að eigin sögn í fanta
formi.