Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202240
Dagur í lífi...
Nafn: Hjördís Pálsdóttir
Fjölskylduhagir/búseta: Ég er
fædd árið 1986 í Stykkishólmi
og ólst þar upp en á ættir mín-
ar að rekja meðal annars í Staðar-
sveit, Reykhólasveit og á Blöndu-
ós. Ég lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga, er með
BA gráðu í þjóðfræði og MA gráðu
í hagnýtri menningarmiðlun, bæði
frá Háskóla Íslands. Ég er búsett
í Stykkishólmi. Foreldrar mínir,
systkini og þeirra fjölskyldur búa
einnig hér í Hólminum.
Starfsheiti/fyrirtæki: Undanfar-
in átta ár hef ég starfað sem safn-
stjóri Byggðasafns Snæfellinga- og
Hnappdæla og haft umsjón með
Vatnasafninu í Stykkishólmi.
Áhugamál: Ferðalög, menning,
hönnun, samverustundir með fjöl-
skyldu og vinum, dægradvöl, frétt-
ir, íþróttir og fleira. Frá því ég
var barn hef ég haft gaman af því
að ferðast um Ísland og hef alltaf
haft mikinn áhuga á landi og þjóð.
Undanfarin ár hef ég líka verið
dugleg að ferðast erlendis.
Dagurinn: Fimmtudagurinn 9.
júní 2022
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Ég vaknaði klukkan 8 og byrj-
aði á að fá mér morgunmat.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Cheerios.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég fór keyrandi til vinnu
klukkan 9.
Fyrstu verk í vinnunni? Nú er
sumartörnin byrjuð og þá er fyrsta
verk að kveikja öll ljós á safninu,
trekkja gamlar klukkur og fleira.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Undirbúa opnun á safninu, en það
opnar klukkan 11.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Fékk
mér að borða.
Hvað varstu að gera klukkan 14?
Afgreiddi á safninu. Þangað kemur
fólk frá hinum ýmsu löndum.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni? Ég vann til
klukkan 17. Enda á því að slökkva
öll ljós.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Pass-
aði bræðrasyni mína.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Ég fór í grillað lambalæri
til mömmu og pabba. Pabbi er
auðvitað besti grillarinn.
Hvernig var kvöldið? Sumar-
kvöld í Stykkishólmi eru best.
Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að
sofa um miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Bursta tennurnar.
Hvað stendur upp úr eftir
daginn? Veðrið var mjög gott.
Eitthvað að lokum? Áfram Snæ-
fell!
Safnstjóra Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla
Landbúnaðarháskóli Íslands hef-
ur nú lokið brautskráningum frá
öllum brautum skólans og undir-
búningur fyrir inntöku nýnema
næsta haust er kominn á fullt skrið.
Nemendur eru þó ekki allir farn-
ir í sumar frí því verkleg námskeið
eru enn í gangi, en plöntugreining,
járningar og jarðrækt eru kennd
yfir sumartímann. Nú eru nemend-
ur búfræðibrautar á járningarnám-
skeiðum og nemendur háskóla-
deilda koma í næstu viku og læra
að greina plöntur sem þau safna í
plöntusafn og skila inn til einkunn-
ar í haust. Blaðamaður Skessuhorns
ræddi við Ragnheiði I. Þórarins-
dóttur rektor um málefni skólans.
Aukinn áhugi
á skógfræði
Ragnheiður segir fjölda nemenda
svipaðan nú og fyrir Covid en það
sé aukin aðsókn í BS nám í skóg-
fræði. „Fólk sér möguleika á að
mennta sig á því sviði til framtíð-
ar og skógfræðinámið býður upp
á fjölbreytta möguleika. Svo er
hestafræðin einnig að eflast, þar er
uppbygging bæði í starfsmennta-
náminu og í háskóladeildinni og í
endurmenntuninni.“
Breytingar á garðyrkju-
tengdu námi og fram-
tíðarsýn
Í dag bjóða allar þrjár fagdeild-
ir Landbúnaðarháskólans, Rækt-
un & Fæða, Náttúra & Skógur og
Skipulag & Hönnun upp á starfs-
menntanám á framhaldsskólastigi,
BS nám og framhaldsnám (MS og
PhD). Það mun breytast í haust
þegar starfsmenntanám í garð-
yrkju færist yfir til Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Það verður þó áfram
með óbreyttu sniði á Reykjum í
Ölfusi.
Ragnheiður segir spennandi tíma
framundan hjá skólanum: „Það
er hafin vinna við að móta fram-
tíðaruppbyggingu hans til næstu
fimmtán ára að beiðni ráðuneyt-
is háskóla, iðnaðar og nýsköpunar.
Það er mikilvægt að styrkja rann-
sóknir, nýsköpun og þróun kennsl-
unnar áfram. Skólinn gegnir veiga-
miklu hlutverki í að mennta og
vinna að framþróun á grunnstoð-
um samfélagsins, matvælafram-
leiðslu, náttúru- og umhverfismál-
um og skipulagsmálum. Við erum
líka öflug í erlendu samstarfi og vel
í sveit sett með gott aðgengi að við-
fangsefnum sem tengjast náminu
og starfseminni,“ segir Ragnheið-
ur. Hún segir að stjórnvöld vilji efla
Landbúnaðarháskólann og þar með
landbúnaðinn í landinu og íslenska
matvælaframleiðslu. „Það á að
hugsa til framtíðar, hvernig við sem
þjóð nýtum auðlindir okkar, landið,
vatnið og hreinu orkuna til sjálf-
bærrar framleiðslu matvæla. Það
þarf að lágmarka umhverfisáhrif,
stuðla að endurheimt vistkerfa
og huga að hönnun og skipulagi
nærumhverfis í sveitum og borg-
um, en alltaf með áherslu á græn-
ar lausnir.“
Alþjóðlegt meistaranám
Alþjóðlega brautin Um hverfis-
breytingar á Norðurslóðum er
nýjasta brautin við skólann og boð-
ið er upp á hana í samstarfi við
Háskólann í Lundi og Háskólann
í Helsinki. Brautin er að hefja sitt
þriðja starfsár. Hún veitir nem-
endum fræðilega og hagnýta þjálf-
Spennandi haust framundan hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
Rætt við rektor skólans, Ragnheiði I. Þórarinsdóttur
un í málefnum Norðurslóða með
áherslu á breytingar vegna hnatt-
rænnar hlýnunar. Ragnheiður segir
að í undirbúningi sé önnur alþjóð-
leg meistaranámsbraut og að hún
verði á sviði landgræðslufræða.
„Þá hefur verið send umsókn til
Evrópusambandsins um formlegt
samstarf átta evrópskra háskóla á
sviði landbúnaðar og umhverfis-
mála. Svo það er margt áhugavert
að gerast í þróun skólastarfsins.“
Auknar rannsóknir
Innviðir Landbúnaðarháskólans
hafa verið að eflast samhliða aukn-
um rannsóknum og horft er til
frekari uppbyggingar á sérsviðum
hans sem eru landnýting, búfjár-
hald, umhverfismál og náttúru-
vernd auk hönnunar og skipulags-
mála. Sem dæmi um verkefni sem
unnið er að eru mælingar á losun
gróðurhúsalofttegunda frá landi,
metanlosun búfjár, kálfadauði, jarð-
ræktartilraunir og prófanir á ýms-
um yrkjum til fóðurs og manneld-
is. Ennfremur er verið að skoða ný
prótein og þátttöku íbúa í ákvarð-
anatöku um strand- og dreifbýlis-
skipulag.
„Það er spennandi haust
framundan í Landbúnaðarhá-
skólanum með áframhaldandi
uppbyggingu. Stærsta verkefnið
framundan er bygging Jarðræktar-
miðstöðvar sem unnið hefur verið
að í samstarfi við stjórnvöld. Í byrj-
un september koma síðan í heim-
sókn til okkar tveir sérfræðingar
sem hafa bakgrunn í ylrækt við
Almeria háskólann á Spáni og
Wageningen háskólann í Hollandi
til að ræða við okkur um tækifær-
in í þeim geira,“ segir Ragnheiður
að lokum.
gj
Rektor á skrifstofu sinni.
Ásgarður á Hvanneyri, þar sem stór hluti skólastarfsins fer fram.
Ásgarður á Hvanneyri, þar sem stór
hluti skólastarfsins fer fram.
Erlendir nemendur sækja skólann heim.