Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 39 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Kjólar, efni og litríkar ljósmyndir í gamla Iðnskólanum á Akranesi 17. og 18. júní Opið frá kl. 11 til 17:30 báða dagana Ljósmyndir Áskell Kjólar LAUFEY Klæðskeri Sjöfn Kjólar með ljósmyndum úr íslenskri náttúru Umhverfismat framkvæmda Matsáætlun í kynningu Brekka, vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit Zephyr Iceland hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats allt að 50 MW vindorkugarðs að Brekku ofan Hvalfjarðar. Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 20. júlí 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Reynir Ingibjartsson fræðimað- ur og rithöfundur hefur gefið út bókina Hraunholt í Hnappadal – mannlíf og minningar. Þar lítur hann yfir farinn veg því æskuspor hans liggja á þessum stað. Bókin er 200 síður og ríkulega myndskreytt. Reynir rekur í bókinni minningar sem tengjast bænum þar sem hann ólst upp með móður sinni og afa. Hann hafði hins vegar aldrei neitt af föður sínum að segja. Mik- il náttúrufegurð er í Hraunholt- um, tignarlegur fjallahringur að ógleymdu mannlífinu. Reynir var eina barnið á stóru svæði svo ekki var völ á leikfélögum. Hann fann upp á ýmsu sér til dægrastyttingar og fór að skrifa minnisatriði í litl- ar vasabækur þegar hann var ellefu ára. Þá var Hnappadalurinn ein- angraðri en nú er, þ.e. fyrir tilkomu Heydalsvegarins sem tengir saman sunnanvert og norðanvert Snæ- fellsnes síðan um miðja 20. öld. Minnisbækurnar Reynir er fæddur 1941 og er því áttræður síðan í mars. Hann er þekktur fyrir fjöldan allan af bókum og heimildaskrifum. Má þar nefna bækur um gönguleiðir á suðvesturhorni landsins auk grein- argóðra bóka með úrvali mynda um Kolbeinsstaðahrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfells- nesi. Skammt er síðan hann gaf út samantekt á ræðum og öðru rituðu efni eftir Guðmund Sveinsson sem var skólastjóri á Bifröst í Borgar- firði á árunum 1955-1974. Með- fram þessu er hann að taka saman gríðarlegt safn ljósmynda sem hann hefur tekið af verslunarhúsum kaupfélaga út um allt land, rúmle- ga 1600 myndir í allt. „Ég held að ég sé svolítið skyldur Þorbergi, ég er einhver vasaútgáfa af honum,“ segir Reynir spjalli við blaðamann um skrif sín. „Þessi nýja bók er eiginlega ævintýri, hún lýsir tíðarandanum fyrir miðja síðustu öld og það er svo margt sem hefur breyst síðan þá. Það var eiginlega tilviljun að ég mundi eftir þessum minnisbókum sem ég hafði skri- fað sem barn. Þar skrifaði ég um silungsveiði, bílakomur og hver- jir komu á jólaföstunni svo nokkuð sé nefnt. Nú fór ég gegnum þetta allt og skrifaði út frá hverju fyrir sig það sem ég mundi. Það rifjaðist margt upp við að lesa þetta.“ Magnús í Hraunholtum Meðal þess sem í bókinni er að finna eru minningaskrif Magnús- ar Sumarliða Magnússonar móð- urafa Reynis, sem var fæddur í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal árið 1890. Hann keypti Hraunholt vor- ið 1915 ásamt konu sinni Borg- hildi Jónasdóttur frá Bíldhóli á Skógarströnd. Anna dóttir þeirra var móðir Reynis og faðir hans var Ingibjartur Magnússon. Þau áttu þó ekki samleið og eftir að Reynir kom í heiminn stóð Anna uppi sem einstæð móðir. Hún flutti þá vest- ur að Hraunholtum og hélt heim- ili fyrir föður sinn. Þó hún hafi ekki verið sátt við þau örlög að þurfa að hverfa heim segir Reynir það hafa verið sitt lán að fá að alast upp við gott atlæti og öryggi á þessum fal- lega stað. Nú vilji hann gefa til baka með því að birta ýmsan fróð- leik tengdan bænum, fólkinu þar og umhverfinu. „Þegar ég var að alast upp var búið á átta bæjum í Hnappadalnum, en núna eru þeir bara þrír. Þetta er svæðið sem mót- aði mig og ég vil lyfta minningu fólksins í sveitinni minni með þess- um skrifum,“ segir hann. Óþekktur höfundur Í bókinni er fjöldi mynda. Margar þeirra eru eftir móðurbróður Reyn- is sem fór snemma að taka mynd- ir. Minningarskrif Magnúsar afa Reynis eru birt í heild sinni í bók- inni ásamt ýmsum öðrum merkum heimildum. Reynir segir að óþekkt kona hafi skráð þessar minningar hans niður eftir honum, hún hafi líklega unnið í heimilishjálp hjá honum. Svo höfundur handritsins er ekki þekktur, en þetta er góður texti og birtist óbreyttur í bókinni. Þar lýsir afi hans t.d. því þegar hann er að vefa í vefstól átta ára gamall. Ljósmyndir á vefinn Næsta verkefni Reynis er sem sagt að ganga frá vefsetningu um 1600 ljósmynda af verslunarhúsum kaupfélaganna um land allt. Hann hefur unnið að því verkefni ásamt tveimur öðrum og fyrirhugað er að fara í samstarf við Ljósmyndasafn Reykjavíkur um rafræna birtingu myndanna. Athafnasamur göngugarpur Reynir hefur alltaf verið ötull göngumaður enda höfundur gönguleiðabóka eins og áður var nefnt. Hann er enn í dag duglegur við að hreyfa sig og gengur gjarn- an ákveðna gönguleið í grennd við heimili sitt í Hafnarfirði, fimm kílómetra fram og til baka, leið sem býður upp á golfvöll á aðra hlið og hafið á hina. Þar finnst honum gott að vera einn og láta hugann reika. Það er engan bilbug að finna á Reyni Ingibjartssyni þótt hann sé kominn á níunda tuginn. Verkefnin bíða handan við hornið. gj „Ég hef haft fyrir reglu að þakka fyrir mig“ Reynir gefur út bók um Hraunholt í Hnappadal Opna úr fyrstu minnisbókinni af sex, þarna getur að líta minningar um heyskap 1956. Minnisbækurnar eru ritaðar á árinum 1952–1960. Reynir með bókina. Hraunholt. Húsið byggði Magnús móðurafi Reynis. Garða- og Saurbæjarprestakall Þjóðhátíðardagurinn 17. júní AKRANESKIRKJA Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 Sr. Þráinn Haraldsson þjónar Védís Agla Reynisdóttir nýstúdent frá FVA flytur ræðu Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur Hátíðarkaffi í Vinaminni kl. 14-17 Hátíðarkaffisala kirkjunefndar Akraneskirkju. Verð kr. 2500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 6-12 ára. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Athugið að enginn posi er á svæðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.