Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202242
Vísnahorn
Allir hlut-
ir eiga sitt
u p p g a n g s -
og þroska-
tímabil, síðan
mislangan hápunkt og loks hrörn-
unarskeið og hrun að lokum. Hins-
vegar eru tímasveiflurnar nokkuð
breytilegar og ekki eins í mannsæv-
inni og á jarðsögulegan mæli-
kvarða. Hótel Hekla var á sinni tíð
vel metið öldurhús í Reykjavík en
kannske ekki þekktast fyrir óhóf-
lega nákvæmni með hjónavígslu-
vottorð þó fólk þarfnaðist afdreps
næturlangt. Nú fór þó svo að niður-
rifsöfl heimsins tóku að vinna nokk-
uð á húsnæðinu og að lokum lögðu
menn þar hönd að og kláruðu mál-
ið. Meðan á verkinu stóð hittust
þeir Bjarni Guðmundsson blaða-
fulltrúi og Tómas Guðmundsson
skáld og ávarpar Bjarni þá Tómas
með þessum orðum:
„Nú drekkum við ekki framar á
Hótel Heklu...“
Tómas svaraði að bragði eitthvað
á þessa leið:
„Nei, blessaður vertu, það er nú
öðru nær.“
Bjarni hélt áfram:
„Né háttum þar alls konar kvenfólk
ofan á dívana.…“
Tómas: „Nei, biddu fyrir þér, það er
nú liðin tíð.“
En framhald málsins og endanleg
afleiðing þessa samtals varð semsagt
á þessa leið:
Nú drekkum við ekki framar á Hót-
el Heklu
né háttum þar alls konar kvenfólk
ofan á dívana.
Það stafar þó hvorki af kvenfólks-
né áfengiseklu,
heldur eingöngu af því að það er
verið að ríf´ana.
Kristján Guðjónsson Schram hét
maður eða Stjáni í Gasstöðinni.
Hann var hagmæltur vel og held-
ur gamansamur en örlítið kær að
ölinu. Látinn fékk hann þessi eftir-
mæli hjá Ingþóri Sigurbjörnssyni og
væri vel ef allir þeir sem töldu sig
honum ofar í lifanda lífi hafa fengið
betri umsögn:
Grínið eins og gróðrarskúr
græddi sár og hressti veika.
Gullkorn sem hann gróf upp úr
grjóti hversdagsörðugleika.
Gömul vinkona sem ætlaði að
fara að endurnýja forn kynni sín við
Kristján fékk þetta svar:
Gildir jafnt um gott og slæmt
góða elsku vina.
Það á enginn afturkvæmt
inn í fortíðina.
Og önnur kemur hér eftir Krist-
ján:
Mín er ævin afmörkuð
á aldagömlum mergi,
ég er alveg eins og Guð
allsstaðar og hvergi.
Líklega hafa fáir ort erfiljóð um
Bakkus konung þó vafalaust hafi
ýmsir fundið hjá sér löngun til slíks.
Um hann orti Gísli Erlendsson eigi
að síður:
Í þér sorg og angur sjá
eðli borgið sínu,
sjúkar dorga sálir á
sölutorgi þínu.
Þó ég sé svosem ekki mikill skóg-
ræktarmaður þykist ég hafa skilning
á að um skóg þarf að hirða ef vel á
að fara þó þeim þætti sé leiðinlega
oft sleppt hérlendis. Þegar Sigurður
Blöndal kom að Hólum til grisjun-
ar skógarlundar þar sagði Rósberg
Snædal:
Hann er plága í Hjaltadal
- hérna brá hann ljánum -
heggur sá er hlífa skal
Hóla- smáu -trjánum.
Samgönguráðherrar okkar (og
svosem aðrir ráðherrar líka) hafa
löngum upphugsað hin undarleg-
ustu ráð til fjáröflunar ríkissjóði.
Ætli Jón Gunnarsson hafi ekki ver-
ið samgönguráðherra þegar Hjálm-
ar Freysteinsson orti:
Höfuðborgin blaut og grá
bakar margan skaðann.
Skatturinn er sanngjarn sá
sem hann Jón vill leggja á;
að menn greiði fyrir að fá
að fara þaðan.
Eyfirðingurinn Kristján Helga-
son var við vinnu austur við Laxá
ásamt nokkru yngri vini sínum
sem eitthvað hafði borið það við að
veiða sér „reyð“ í frístundum. Þar
sem samgöngur voru þá með öðr-
um hætti en nú þurfti hann að koma
fengnum af sér til kærustunnar og
bað Kristján um vísu með og fékk
þessa:
Af því ég á enga leið
aðra til þín, vina,
sendi ég þér salta reyð.
- Seinna færðu hina.
Þessa vísu lærði ég ungur og þá
staðfastlega eignaða Agli Jónassyni
en rakst síðar á hana í þáttum Krist-
jáns frá Djúpalæk og einmitt sem
leiðréttingu við hitt þannig að ég tel
það allgóða heimild.
Sama er það með næstu vísu að
hún hefur ýmsum verið eignuð,
bæði Ásvaldi Magnússyni og Jóni í
Hundadal en Sveinbjörn Beinteins-
son eignar hana Jónasi Eyvindssyni
og tel ég mig á engan hátt vita betur
en allsherjargoðann:
Tímans hraði háður er
hörðum skaðakjörum
lyndisglaður leik ég mér
lífs í svaðilförum.
Á mínum æskuárum var stund-
um auglýst dráttarvélartegund-
in Lanz Alldog sem náði þó aldrei
verulegum vinsældum hérlendis
enda hönnun hennar á ýmsan hátt
frábrugðin því sem algengast var
á þeim árum. Sumt hentaði vel en
annað síður eins og gengur. Flutn-
ingsskúffa og reyndar allar tækja-
festingar voru framan við sæti öku-
manns og góð yfirsýn úr sæti væri
skúffa ekki ofhlaðin. Þurrt hey hef-
ur eigi að síður allnokkra fyrirferð
og einn góðbóndi á Austurlandi
hlóð gjarnan á flutningspall vélar-
innar eins og tolldi en þá var eftir
með útsýni til aksturs. Bóndi kunni
þó ráð við því. Framan við sætið
sá hann til jarðar og horfði niður
á steina götunnar sem hann þekkti
hvern og einn persónulega og vissi
þar með nákvæma staðsetningu sína
og gat ekið öruggur svo framarlega
sem ekki var umferð á móti sem trú-
lega hefur verið lítil á hans túngöt-
um.
Hinsvegar orti Þorsteinn Þor-
steinsson á Skálpastöðum um við-
komandi dráttarvélartegund:
Oft á tíðum á því bar
að ekki vildi ganga par:
Töng og lykill löngum var
Lanzins gagn og nauðsynjar...
Og ætli nú sé ekki kominn tími á
vorvísur Guðjóns í Knarrartungu:
Vetur er i vorsins þey að kafna,
vaknar kæti og fjör í laupum
hrafna.
Leikur sól við lendur þil og stafna,
í Landsbankanum skuldir vorar
dafna.
Óðar munu kýr úr klaufum skvetta,
kastar góðri skúr og blómin
spretta.
Vorið kveikir von um hitt og þetta,
vaxtagjöld af himnum ofan detta.
Allt vill þannig amastundum
fækka,
ennþá fæðast lömbin smá og
stækka.
Stráin grænu styttast ekki og
smækka,
stýrivextir Seðlabankans hækka.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Ég er alveg eins og Guð - allsstaðar og hvergi
Laxveiðin er öll að komast á fleyg-
iferð, en þó er veiðin sem slík ekki
með neinum látum. Norðurá hafði
í gær gefið um 30 laxa og Kjarará og
Þverá aðeins fleiri. Opnunarhollið í
Kjarará fékk 15 laxa og þar af komu
á fyrsta degi fjórir á land. Það var
Örn Kjartansson sem veiddi fyrsta
laxinn í Kjarará á veiðistaðnum
Efra-Rauðabergi. Það var 92 senti-
metra fiskur.
,,Þetta var rólegt í Þverá; einn
og einn nýr fiskur að ganga,“ sagði
veiðimaður sem var við ána um
helgina, en opnunarhollið þar gaf
tíu laxa. Andrés Eyjólfsson leið-
sögumaður við Þverá sagði í sam-
tali við blaðamann á fimmtudags-
kvöldið að töluvert væri af fiski
í ánni og gott vatn. Smálaxinn
væri mættur en það er óvenjulega
snemmt.
Veiðin er hafin í Laxá í Leirár-
sveit og fer einn fyrsti laxinn beint
í sögubækurnar. „Það var land-
að fjórum fiskum í opnuninni og
misstum við líka nokkra. Stærsti
fiskur í manna minnum var veidd-
ur í Sunnefjufossi; 105 cm hængur
tekinn á lítinn Francis cone head.
Það var Pétur Óðinsson sem veiddi
þann fisk og var hann 45 mínútur
að þreyta fiskinn, svakaslagur,“
sagði Ólafur Johnson á bökkum
Laxár í samtali við Skessuhorn.
Nú er stækkandi straumur og
binda menn vonir við að það glæði
veiðarnar enn frekar. gb
Dagskrá Sumartónleikanna í Hall-
grímskirkju í Saurbæ er kom-
in út en verkefnið er nú á fjórða
ári. Í tónleikanefnd eru þau Ásta
Jenný Magnúsdóttir, Jósep Gísla-
son, Margrét Bóasdóttir og Val-
dís Inga Valgarðsdóttir. Í þetta sinn
valdi nefndin úr rúmlega fimmtíu
umsóknum listamanna. Upphafs-
tónleikarnir verða næstkomandi
sunnudag, 19. júní þar sem boðið
verður upp á sumarsveiflu Guitar
Islancio. Þar leika Björn Thorodd-
sen, Þórður Árnason og Jón Rafns-
son. Næstu tónleikar þar á eft-
ir verða sunnudaginn 26. júní, en
þar munu Rósa Jóhannesdóttir og
fjölskylda syngja, kveða og spila.
Þess má geta að þeir tónleikar falla
saman við dagskrá Hvalfjarðar-
daga. Þar næst stígur Hanna Þóra
Guðbrandsdóttir á stokk og flyt-
ur sönglög eftir Grieg og Schubert
og svo mætti áfram telja. Segja má
að efnisskrá tónleikaraðarinnar sé
mjög fjölbreytt, allt frá gítarsveiflu
og rímnasöng til sveitadansa Bar-
toks.
Á lokatónleikunum verður Guð-
ríðar Þorbjarnardóttur minnst. Þar
syngur Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
og segir frá Guðríði og Jónína Erna
Arnardóttir og Morten Fagerli
koma fram sem Dúó IsNord.
Hljómburður í Saurbæjar-
kirkju þykir afar góður og hún
hentar mjög vel til tónlistarflutn-
ings. Sumartónleikarnir eru í senn
haldnir til þess að vekja athygli á
þessari fögru kirkju og efla menn-
ingarstarf á þessum sögufræga stað.
Margir stuðningsaðilar koma að
fjármögnun og allur aðgangseyr-
ir er notaður til að bæta aðstöðu í
kirkjunni og síðastliðinn vetur gaf
tónleikanefndin t.d. vandað hljóð-
kerfi þangað. Alls verða átta tón-
leikar í kirkjunni í sumar á veg-
um verkefnisins, allir á sunnudög-
um kl. 16.00. Aðgangseyrir er 3000
kr. og miðasala aðeins við inngang.
Nánari upplýsingar má finna á
Facebooksíðunni Sumartónleikar í
Hallgrímskirkju í Saurbæ. gj
Stuð og þrír gapandi við Kjarará á fimmtudaginn. Ljósm. aðsend.
Risafiskur í opnun
Laxár í Leirársveit
Guitar Islancio: Þórður Árnason, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen. Ljósmynd aðsend.
Sumartónleikarnir í
Saurbæ að hefjast